Þegar kallinn tók bókstaflega alla í nefið

Mikið er leiðinlegt að heyra af þessum vandræðum George Michael með eiturlyfin. Það er eins og mig minni að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann er gripinn blessaður.

Ég sá hina frægu tribute tónleika Freddie Mercury árið 1992, þá bókstaflega tók George Michael alla söngvara sem þar tróðu upp og aðra sem tróðu ekki þar upp bókstaflega í nefið.

Mín tilfinning er sú að þessir tónleikar hafi gert það að verkum að fjöldin allur af fólki, hafi þá fyrst áttað sig á, hverslaga yfirburða söngvari maðurinn er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Synd með karlangan, já hann er flottur söngvari.  Ætti hann ekki bara að fara í meðferð?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hann var hérna um daginn, með sína allra allra allra síðustu tónleika.

Kærleikur til þínkæri Kalli

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: steinimagg

Já þessu man ég sko vel eftir, það var alveg skandall að sjá eða heyra í sumum sem voru að rembast við að syngja Queen lögin, Georg Michael bjargaði þessum tónleikum algerlega.

Einu sinni var ég að horfa á Jay Leno og Robbie Williams var gestur hjá honum, þegar hann söng þá minnti það mig á þessa Freddie Mercury tónleika þegar Georg Michael söng, ég hafði bara ekki áttað mig á því hvað Robbie er góður söngvari.

steinimagg, 21.9.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna kæru vinir.

Ásthildur, ég veit ekki karlinn er að pæla í þessum efnum en ég þykist vita um söng hæfileika hans.

Steina og fórst þú ekki á tónleikana???

Hallsteinn, já Robbie er einn af þeim bestu í dag, það er á hreinu.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 22.9.2008 kl. 00:15

5 identicon

Kalli Tomm: Við er greinilega algjörlega sammála um hann George Michael. Ég fæ aldrei nóg af því að hlusta á flutning hans á Sombody to love og svo flutning hans og Elton John live á Don´t let the sun go down on me  http://www.youtube.com/watch?v=VtZB4jluIO4 hvort tveggja kallar alltaf fram gæsahúð og jafnvel tár ef ég er þannig innstillt.

Mikið held ég að þú hefðir gaman af að sjá heimildamyndina sem gerð var um Georg Michael og ég nefni í kommenti á blogginu mínu. Þar staðfestist að til viðbótar við allt þetta músíkalítet og fallega rödd er karakterinn svo heillandi. Vonandi hættir hann þessu basli sínu með dópið og tekur sig á í eitt skipti fyrir öll. Mörgum í listamönnum í hans sporum hefur tekist það, flott dæmi er Eric Clapton.

Bestu kveðjur að norðan

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:07

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Innilega sammála þér :-)

Kristján Kristjánsson, 25.9.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband