Fyrst allra bæjarfélaga til að skrifa undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum

Eins og fram kemur í færslu minni hér að neðan var haldið jafnréttisþing á vegum fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar í Hlégarði 18. og 19. september. Mikill og góður rómur var gerður af þinginu og þótti vel af því staðið.

Á seinni degi þingsins undirritaði Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héröðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti sáttmálann þann 10. september s.l. og var Mosfellsbær þar með fyrst allra sveitarfélaga til að gera það.

Jafnrétti

Á myndinni eru: Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður fjölskyldunefndar, Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar og Anna Guðrún Björnsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þetta frábæru tímamót.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú ert nú meiri kallinn !!!!

kíki á þetta á morgun hehe

knús á þig og þína

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.9.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband