Moggabloggið, fjandi menningarlífsins?

Upp kom nýlega sérstakt mál á Moggablogginu. Lokað var fyrir þann möguleika hjá ötulum bloggara, Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur, (blekpenni.blog.is) að geta bloggað við fréttir. Ekki stóð á viðbrögðum félaga hennar úr bloggheimum að lýsa yfir furðu sinni á þessum gjörningi ritstjórnar Moggabloggsins.

Á annað hundrað manns hafa tjáð sig um málið og virðist sem yfirgnæfandi meirihluti eigi ekki til orð yfir þessari ákvörðun.

Árni Matthíasson ritstjóri Moggabloggs sendi Helgu skeyti þar sem fram kemur ástæða lokunarinnar og má sjá hana á síðu Helgu.

Þessi skrif ryfjuðu upp fyrir mér mál sem tengist mér persónulega og skrifum Árna Matt. Þannig var að Árni Matthíasson var eitt sinn ræðumaður á baráttutónleikum sem haldnir voru í Reykjavík þar sem verið var að mótmæla vegi sem átti reyndar að leggja í Mosfellsbæ.

Á þessum tónleikum var ein af uppáhaldshljómsveitum Árna, Sigurrós, aðalnúmerið en hljómsveitin Sigurrós kom talsvert við sögu í lokunarumræðunni hjá Helgu Guðrúnu.

Árni sagði á þessum tónleikum m.a. í ræðu sinni orðrétt.

"Það er svo gráglettni örlaganna að Gildrumaðurinn Karl Tómasson sé einn helsti fjandi menningarlífsins í kvosinni, nú orðinn forseti bæjarstjórnar".

Árni bætti svo um betur og skrifaði þessi ummæli sín einnig á bloggið sitt.

 

Ég vellti því nú fyrir mér hvort er saknæmara eða á lægra plani, að kalla mann fjanda menningarlífs í bæjarfélagi sínu eins og Árni Matt gerði, eða blogga við óviðeigandi frétt.

Um það snýst þessi færsla mín í raun. 

Ég hef aldrei átt í útistöðum við Árna Matt, kvorki fyrr né síðar, öðru nær. Árni féll hinsvegar, á þessum tónleikum og á bloggi sínu, í þá gildru eins og svo margir aðrir á sínum tíma, að taka afstöðu í máli sem hann þekkti greinilega lítið til, ef nokkuð, ef marka má skrif hans.

Að taka afstöðu til mála eða mynda sér skoðun án þekkingar og skeyða fram á ritvöllinn með hástemdar yfirlýsingar og niðrandi skrif er alltaf slæmt. Ekki bætir það heldur úr skák ef slík afstaða er einungis tekin, jafnvel vegna afstöðu stórstjarna eða þátttöku þeirra í baráttunni.

Slíkt er á góðri íslenskri tungu kallað snobb.

Það er engan vegin sæmandi ritstjóra Moggabloggsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já hún er skrítin ritskoðunin á moggablogginu .. eiginlega alveg stórfurðuleg.

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Gulli litli

Já, þetta er stórskrítid....

Gulli litli, 18.9.2008 kl. 23:39

3 identicon

Nú er ég ekki bloggari og þekki ekki reglur blog.is eða hefðir blogg samfélagsins.

En eins og ég hef skilið þennan möguleika að tengja bloggfærslur við fréttir er um að ræða viðbót sem að gerir notendum kleift að koma skoðun sinni á tilteknu málefni á framfæri og um leið hugsanlega að bæta við efni um viðkomandi frétt, lesendum glöggvunar.

Í hvert sinn sem að bloggfærsla er tengd við frétt á mbl.is er um leið valmöguleiki að tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt.

Að þessu sögðu þá skil ég ekki hvernig færsla sem að ber heitið "
Klukk, þú ert´ann!" hafi nokkra merkingu við fréttina "Réðust á lögreglu - Fimm handteknir."

Eins og þetta blasir við mér, utanaðkomandi netnörd, þá er þarna verið að misnota bæði "blogga um frétt" möguleikann sem að kerfið býður upp á sem og notendaskilmálana um relevance; þ.e. að bloggfærslan verði á einhvern hátt að tengjast innihaldi fréttarinnar.

Svo má aftur spyrja sig hvort að viðvaranir hefðu ekki skilað betri árangri.

JHJ (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 03:04

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki ætla ég að blanda mér í væringar ykkar Árna Matt sem spruttu upp af heitu deillumáli og þá gerist nú oft ýmislegt. Hins vegar eru reglur Moggabloggsins skýrar og Helga tengdi æ ofan í æ við fréttir an þess að fjalla nokkuð um þær eins og JHJ bendir á. Ég þekki Árna Matt og hann er mikill sómamaður og það ert þú eflaust líka.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.9.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband