Ride cymbal

Góður vinur minn og fyrrverandi samstarfsfélagi Jón Ólafsson, best þekktur sem bassaleikari Pelican dásamaði alltaf ride cimbal, rétt eins og ég dásamaði góðann bassaleik. Jón sagði ride cymbalinn stórkostlega vanmetið hljóðfæri. Mér eru þessi orð Jonna alltaf jafn minnisstæð.

Hljóðfærið var vissulega alltaf í uppáhaldi hjá mér og notaði ég ride cymbal talsvert í mínum trommuleik en í raun eins og gengur með aðra sjálfsagða hluti spáði ég ekkert sérstaklega í hann. Hann var alltaf til staðar og partur af trommusetti, með öðrum orðum sjálfsagður hlutur og partur af því.

Pælingar Jonna hafa samt gert það að verkum að ég hef veitt þessu hljóðfæri æ meiri athygli þegar ég hlusta á trommuleik.

Ég set hér inn af því tilefni lag sem er hreint meistaraverk og glöggt má heira í því hvað ride cymballinn spilar mikla rullu og hlustiði nú.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Kalli, kannski þegar við verðum komnir á elliheimilið spilum við bara á ride -:)

bkv

sandkassi (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Bjarni Baukur

Altaf flottur Karl. Mér finnst nú High-hatturinn t.d. mikilvægur og finnst flott að heyra þegar hann er tikkaður flott.

Sá Rolling Stones í fyrra og náði að sjá Charlie Watts trommileikarann og sá þá enn og aftur jazz-handtök hans s.s. á kjuðum. Hann sló ekki mikið í stóru diskana en þess meira í high-hattinn. En þarna vantaði Bill Wyman sem fyllti svo flott upp í rythmann me Charlie. Bill Whymann var sennilega frægastur fyrir það sem hann spilaði ekki- en hann var spar á bassatóninn,- en þessi svarti sem var í Khöfn. á basanum spilaði alltof mikið. Bill spilaði spart á bassann og gaf þung trukk og fá en las altaf trommurnar rétt hjá Charlie Watts.

Bjarni Baukur, 8.9.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna strákar og skemmtilega færslu Bjarni.

Gunnar það var gaman og fróðlegt að kíkja á síðuna þína.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó. 

Karl Tómasson, 8.9.2008 kl. 21:00

4 identicon

Rosalega ert þú reffilegur í Fréttablaðinu í dag! Það var aldeilis kominn tími að þú létir til þín heyra og lýstir þinni skoðun á þessu umhverfiskúgunarliði sem þessi Varmársamtök eru í raun. Og þínir menn áttu svo sannarlega inni kveðjur frá þér, raggeitur sem þeir voru í hita leiksins.

Ég tek undir með Bjarna - Alltaf flottur!

Spörri Spekúlant (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband