Þetta verður fallegt ljóð kæru bloggarar

Nú semjum við saman fallegt ljóð bloggarar, landsins alþýðuljóð. Fyrsta línan er fædd í athugasemdinni hér að neðan og áður en við vitum af er fallegt bloggaraljóð orðið staðreynd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Dagurinn var góður geyslandi af fegurð

Karl Tómasson, 7.9.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Ekki kann ég að kveðast á

Þóra Sigurðardóttir, 7.9.2008 kl. 01:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fegurð er ekki gott rímorð Kalli. Prófaðu.

En what the heck...

golan strauk mér blítt, sem móðurhönd.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2008 kl. 01:19

4 Smámynd: Karl Tómasson

Þetta er vissulega rétt hjá snillingnum Jóni Steinari.

Það verður nú samt að láta reyna á mannskapinn minn kæri.

Komið er semsagt.

Dagurinn var góður, geyslandi af fefgurð

golan strauk mér blítt, sem móðurhönd

Karl Tómasson, 7.9.2008 kl. 01:25

5 Smámynd: Karl Tómasson

Ég verð að gera smá breytingu vegna athugasemda Jóns Steinars sem eru vissulega hárréttar. Orðið fegurð er ekki gott og því breytti ég því í fagur.

Dagurinn var góður, geyslandi og fagur

golan strauk mér blítt, sem móðurhönd

Karl Tómasson, 7.9.2008 kl. 01:34

6 Smámynd: Karl Tómasson

Dagurinn var góður, geyslandi og fagur

golan strauk mér blítt, sem móðurhönd

Karl Tómasson, 7.9.2008 kl. 01:36

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki dýrt en tillaga að byrjun: 

Dagurinn var fagur, geislandi af gleði.

Golan strauk mér blítt sem móðurhönd.

Allt sem yfir þandist, eyddi sorg og streði

Sæll í huga flaug um himnesk lönd.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2008 kl. 01:50

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitthvað vandmeðfarið með hlöfuðstafina hér. Eiga þeir að vera í enda eða miðju. Hvað segja rímnaspekingar?

Dagurinn var góður, geislandi og fagur.

Golan strauk mér blítt sem móðurhönd.

Söngur fyllti bæinn, bjartur gleðibragur.

Bláminn ríkti tær við sjónarrönd.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2008 kl. 02:08

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er gott fyrir þá sem vilja vera með að styðjast við Rímorðasafnið. Það er þó ekki gallalaust og smekkvísin hlýtur að hafa síðasta orðið. Það er þó ágætis hvati.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2008 kl. 02:14

10 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Upphafið er ort í þátíð og gæti vel átt við mann sem stendur í dagslok og lítur yfir æskustöðvar sínar. Í því samhengi sé ég vísuna svona:

Dagunrinn var góður, geislandi og fagur,

golan strauk mér blítt sem móðurhönd.

Í huga mínum myndast, heitur gleðibragur,

í hjarta mínu finn ég tryggðabönd. 

Guðbjörn Jónsson, 7.9.2008 kl. 11:00

11 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Næsta vísa gæti byrjað svona.: 

En héðan og út í heiminn,

skal halda og beisla andann. 

Guðbjörn Jónsson, 7.9.2008 kl. 11:06

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dagurinn var góður og geislandi fagur,

Golan strauk mér blítt sem móðurhönd.

Á þessu ljóð'er ei byrjenda bragur,

Bíður þess frægðin við sjónarrönd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 13:57

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Byrjunin var hörmung. Eiginlega hálfgert slys að breyta fyrstu línunni því geyslandi er nauðsynleg staðfesting á því að þetta er dæmt til andlegs dauða. Og í góðu samræmi við þessa tilraun kemur mér í hug stef eftir misheppnað alþýðuskáld. Þar setur hann raunalega reynslu sína í bundið mál:

Endurminningu á ég sára

og um hana ræða vil.

Nú væri sonur minn átján ára

ef hann hefð´orðið til.

Í guðs bænum notið gáfur ykkar í eitthvað annað.

Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 16:37

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Grunaði að bragfræðitréhestarnir kæmu hér inn með fussumsvei sitt, þótt þeir hafi aldrei getað hnoðað saman skammlausri vísu.  Trikkið er að láta alla halda að maður sé skáld með því að níða raunveruleg skáld. 

Árni: Eyddu nú gáfum þínum í eitthvað annað gera lítið úr öðrum með niðurrifi og neikvæðni. Þú hefðir til dæmis getað komið með uppbyggileg ráð eða vísubrot, fyrst þú ert svona mikill fagmaður. Þá hefði þessi færsla kannski getað orðið hvati og fræðsla um þessa eðlu kúnst og opnað fleirum mögueika til að tjá sig í bundnu máli.

Fólk finnur til þess þörf og hefur vilja, en fyrir svona kalla eins og þig, þá þorir enginn. Kannski eruð þið analistar og beturvitar á íslenska tungu og hefðir helsti dragbítur þess að húm blómstri. Geri það að minni kenningu hér með.

Fussumsvei.

Áfram með smérið Kalli. Það er alltaf hægt að slá í nýjan takt.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2008 kl. 16:51

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrripartur í sama formi en í anda Guðbjarnar. 

Nú bjartsýnn út í heiminn held ég keikur

hugumstór og  nærður bernskublóma.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2008 kl. 17:05

16 identicon

Jón Steinar - bara að leiða niðurrifsöflin hjá sér og eyðileggja ekki skemmtilegan leik. Þeirra innlegg er reyndar nauðsynlegt fyrir okkur hin sem spekúlerum í þessu þar sem þá sjáum við betur hvað við höfum það skemmtilegt.

Mér finnst reyndar vísan hans Árna eftir  misheppnaða alþýðuskáldið alls ekki svo misheppnuð. Þar kemur fram skemmtileg hnyttni, þó það hafi ekki verið ætlunin.

Alþýðuskáldin voru jú ekki langskólagengin og það hefur sýnt sig í rannsóknum að það eru málvöndunarsinnar og sjálfskipaðir sérfræðingar í íslensku rit-og talmáli ekki heldur, þeir virðast ekki skilja að tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þróast og þroskast - þetta eru hvorttveggja vísindalega sannaðar staðreyndir. Kannski það sé syndrómið sem við sjáum hér á ferð? 

Varðandi spurningu þína um stuðlana og höfuðstafina þá er allt í lagi með þá í þinni útgáfu ljóðsins. Ég er sammála Guðbirni að þetta erindi kallar á fleiri erindi svo ég segi bara - áfram með ljóðagerðina ...

Spörri Spekúlant (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 17:06

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég ætlaði að koma ykkur úr jafnvægi en nú sé ég að það hefur ekki tekist sem skyldi. Ég ætla að hugsa málið vandlega áður en ég geri aðra tilraun.

Bíðiði bara.

Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 17:27

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú bjartsýnn held ég út í heimin keikur,

Hugumstór og nærður bernskublóma.

Ef að lífið væri bara leikur

léki ég við hvern minn fingurgóma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 17:33

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er búinn að botna fyrir þig Guðbjörn:

En héðan og út í heiminn

skal halda og beisla andann.

Mikið andskoti er ég gleyminn-

er ég búinn með landann?

Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 17:37

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég skal lofa að skemme ekki meira fyrir ykkur.

Nú dimmir nótt, og dökkur nálgast vetur

Dagur styttist, kárnar okkar geð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 17:47

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Flest sem rímar fært er nú í letur

þó ferskeytlan sé ýmsum hálfgert streð.

Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 18:21

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er vandalaust að ríma á móti megurð.

Dagurinn var góður, geislandi af fegurð.

Nú gleymast allar þrautir og blessuð sólin skín. 

Afturpart af rollunni sem andaðist úr megurð

ætla ég að senda þér með pósti væna mín.

Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 19:01

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flest sem rímar fært er nú í letur

þó ferskeytlan sé ýmsum hálfgert streð.

Kvæðamaður skammlaust klámi getur

kastað fram, svo leirinn fyligir með.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2008 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband