Takið'i meyjan hrein

Á fyrstu hljómplötu Gildrunnar var lag sem af mörgum er talið eitt af okkar bestu lögum. Lag sem við komumst aldrei upp með að spila ekki þegar við komum fram.

Mærin er eitt af þessum lögum sem hafa fylgt okkur alla tíð. Textann við lagið samdi hirðskáld okkar á þeim tíma, Þórir Kristinsson og er þessi texti klárlega eitt af hans meistaraverkum.  

Flestir stóðu í þeirri meiningu að við værum að syngja um hreinar meyjar þar sem textinn hefst á orðunum meyjan hrein en við vorum vissulega að syngja og flytja lag um mærina einu og sönnu.

Oft munum við félagarnir eftir því á tónleikum að hafa heyrt öskrað utan úr sal: "Takið'i meyjan hrein". 

Lagið hef ég nú sett í spilarann hjá mér og njótið vel.    

 

 

Mærin 

Meyjan hrein

Sér þú til mín

Alltaf ein

Bænin ein

Ber mig til þín

Meyjan hrein

Faðir vor

Sér þú til mín

Engin orð

Himna storð

Tak mig til þín

Faðir vor

Bregður birtu

Mærin sofnar

Dofnar dagur burtu

Daufri varpar glóð

Kristur kær

Kom þú til mín

Himni nær

Hatri fjær

Tak mig til þín

Kristur kær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta lag er líka bara snilldin ein :)

Óskar Þorkelsson, 5.9.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég var nú búin að fatta þetta með mærina , flott lag. En lagið andvökunætur, er samt eitt af mínum uppáhalds.

Herdís Sigurjónsdóttir, 5.9.2008 kl. 11:29

3 identicon

Elsku settu fleiri lög í spilarann þinn - sérstaklega fleiri Gildrulög !!

Kv, Hrabba

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 14:32

4 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Gildran er góð hljómsveit og fáir sem hafa fallegri rödd en söngvari hennar. Er hræðilega gleymin og man ekki hvað hann heitir

Þessi texti er fallegur eins og má segja um aðra texta hjá ykkur.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.9.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

ÆÐI

Kjartan Pálmarsson, 5.9.2008 kl. 20:34

6 identicon

Hvernig er það, er einhver möguleiki eða von til þess að endurútgefa efni eða hljómplötur með Gildrunni ?

Kannski fær maður engin svör við því. 

Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 01:31

7 Smámynd: Fjarki

Sæll Kalli.

Ég sem aðfluttur í Mosó (nú brottfluttur, í bili) þá hafði ég alltaf þá tilfinningu að Mærin væri Þjóðsöngur Mosfellinga.

Frábært lag.

Fjarki , 6.9.2008 kl. 11:15

8 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Skemmtilegur tími. Þórir Kristinsson er bara snillingur. Ekki nóg með að vera skemmtilegur textahöfundur heldur stórskemmtilegur sagnamaður á samtímasögur úr sveitini.

Guðmundur St. Valdimarsson, 6.9.2008 kl. 19:49

9 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

góður texti,enda ekki við öðru að búast af ykkur

Laugheiður Gunnarsdóttir, 6.9.2008 kl. 20:30

10 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna kæru vinir og falleg og skemmtileg orð.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 8.9.2008 kl. 20:54

11 Smámynd: Karl Tómasson

Steinn, ég gleymdi að svara spurningu þinni.

Það er allt í skoðun þessa dagana með endurútgáfu á einhverju efni Gildrunnar.

Bestu kveðjur. Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 8.9.2008 kl. 20:58

12 identicon

Takk fyrir að muna eftir mér, ég var orðin úrkula vonar um ég fengi einhver svör, en allt tekur sinn tíma, en loksins kom það. Enn og aftur, innilega takk fyrir það !

Já, gott mál en Gildruna og endurútgáfumál, og vona svo að svo verði í tímans rás

Með mjög góðri kveðju. Steinn Skaptason. 

Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband