Þeir gerðu það á sinn hátt

Þjóðin er í sigurvímu og eins og Þorgerður Katrín sagði í Kastljósinu í kvöld eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu ævintýri.

Strákarnir gerðu þetta á sinn hátt. Á hátt sem að við höfum ekki átt að venjast fram að þessu móti, fullir af sjálfsöryggi og það sem meira er, að slæmi kaflinn er hættur að sjást. Þeir eru öryggið uppmálað alla leið.

Frank Sinatra þótti nú t.d. seint vera talinn annað en öryggið uppmálað, hann átti svör við öllu, alltaf. Bæði á sviði, í söng sínum og jafnframt utan sviðs.

Í þessu myndbandi sést t.d. glögglega þegar hann syngur eitt af sínum þekktustu lögum hverslags yfirburða sviðsmaður og listamaður hann var, hreint stórkostlegur söngur og flutningur.

Áfram Ísland.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ohhh Kalli. Takk fyrir þetta. Hefurðu séð svo áreynslulausan söng hjá einhverjum öðrum en þessum kalli? Hreinn unaður að horfa og hlýða á.

Og ég fékk eitthvað í augun þarna í dag eftir leikinn..

Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Karl Tómasson

Nei Jóna mín þetta verður vart afslappaðra og glæsilegra.

Hreint stórkostlegt.

Bestu kveðjur til þín mín kæra, frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 22.8.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: HP Foss

Sinatra var m.a mjög góður söngvari

HP Foss, 23.8.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband