Ævintýrið sem kom okkur hvað mest á óvart

Gildrumezz 1010

Gildran hafði í raun aldrei verið hljómsveit sem fékkst við að spila annað en að mestu sín eigin lög. Vissulega tókum við gamla slagara inn á milli á tónleikum okkar og uppákomum og höfðum gaman af því og þá voru það auðvitað lög frá helstu áhrifamönnum okkar og átrúnaðargoðum.

Nokkru síðar, eftir að við vorum ákveðnir í að taka frí, fluttum við dagskrá sem sló gersamlega í gegn og kom öllum á óvart og sennilega þegar upp er staðið mest okkur sjálfum.

Sagan var þannig að eftir eina tónleika á Álafoss föt bezt í Mosfellsbæ, ræddum við það félagarnir að gaman væri að halda eina tónleika í Mosó og að sjálfsögðu á Álafoss föt bezt og spila eingöngu lög Creedence Clearwater Revival.

Við höfðum í gegnum árin flutt mörg lög þeirrar frábæru hljómsveitar sem var einnig í miklu uppáhaldi hjá okkur félögunum. Þessi hugmynd hefði vafalaust aldrei komið upp nema vegna þess að við kunnum að spila flest lög þeirra og vissum að söngvari okkar, hann Biggi, var engum líkur þegar kom að þessum lögum.

Ákveðið var að auglýsa CCR helgi á Álafoss föt bezt og viti menn, þetta varð eitt af okkar stóru ævintýrum.

Þessa dagskrá fluttum við 60 sinnum í Mosfellsbæ á Álafoss föt bezt, í hálft ár á Hótel Íslandi og í hálft ár á Kaffi Reykjavík. Einnig ferðuðumst við um land allt með þessa dagskrá. Í rúm tvö ár gerðum við ekkert annað. Það sem þetta virkaði og oftast komust færri að en vildu á þeim stöðum sem við spiluðum.

Þetta ævintýri kom okkur félögunum gersamlega á óvart og var einstaklega skemmtilegt.

Gildrumezz 1010+

Gildrumezz með Eiríki Haukssyni sem tróð upp með okkur á ógleymanlegum tónleikum í Mosfellsbæ í risatjaldi við Álafoss föt bezt og á Akureyri.

Síðar hljóðrituðum við Gildrumezz, eins og við kölluðum okkur þá, hljómplötu með öllum þessum lögum snillinganna í CCR. Gítarleikari var Sigurgeir Sigmundsson, söngvari Birgir Haraldsson, trommari Karl Tómasson og bassaleikari var Jóhann Ásmundsson.

Þessi hljómplata er enn sem komið er sú síðasta sem við höfum hljóðritað saman.

Þar með er þessari yfirferð minni um samstarf okkar og hljómplötuútgáfu lokið í bili.

Ég vona að þið hafið haft gaman af.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó. 

Biggi 50 ára 10 10

Félagarnir og vinirnir í 50 ára afmæli höfðingjans og stórsöngvarans

Bigga Haralds nú á dögunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þið eruð einfaldlega magnaðir gaurar og tónlistin æðisleg. Takk fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 01:23

2 Smámynd: Dunni

Get sagt það með hendurnar krosslagðar yfir brjóstin CCR-plata Gildrunnar er ein af mínu fav. diskum.  Hafð gert nokkrar tilraunir til að ná þi þessa plötu heima en án árangur.

Svo var það að Kolla "Baker" Sveinbjörnsdótir sem vissi um áhuga minn á að ná í þennan disk.  Einvhern veginn komst hún yfir hann og færði mér er hún kom til Noregs eftir eina af sínum Íslandsferðum.

Síðan þá hljómar þessi diskur oft í mínum híbýlum, oftar en orginalinn CCR, mér til mikillar ánægju.

Ég bíð bara eftir því að Gildran slái í klárinn aftur og taki næst Grand Finck Railroad kataloginn fyrir.  Held að það henti ykkur afar vel í flutningi. Það er alla vega frumstætt gæðarokk sem gleður. 

Dunni, 20.8.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

alltaf góðir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Frábær músík.Skylduhlustun eitt lag á dag.

Guðjón H Finnbogason, 21.8.2008 kl. 14:55

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

er en hægt að kaupa cd með ykkur kalli minn, það gengur bara ekki að ég viti ekki hvað þú ert að tala um !!! ég verð að skaffa mér skífu 1

knús inn í fmmtudaginn og bráðum helgina

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband