Sextíuogsex

66

66 bak 1

66 í Sveitinni

66 bak

Árið 1993 fór Gildran í frí og upp úr því stofnuðum við Biggi dúettinn Sextíuogsex. Dúett sem varð fljótlega tríó með Frikka Hall, þeim ótrúlega náttúru tónlistarmanni, sem hefur komið mörgum á óvart með tónlistarhæfileikum sínum. Einnig starfaði með okkur í Sextíuogsex Jonni Ólafs Pelicani. Mikill húmoristi og snillingur, fullur af grallaraskap og endalausri reynslu sem var ómetanleg fyrir okkur.

Það sem meira var að upp úr þessu ævintýri okkar komu tveir hljómdiskar sem við hljóðrituðum á ógleymanlegum tíma með Óla í Hvarfi. Sextíuogsex var nefnilega svolítið skemmtileg hljómsveit.

Við spiluðum um land allt og það var bókstaflega brjálað að gera hjá okkur. Oftar en ekki fyrir troðfullum litlum krám. Krám sem höfðu öllu jafna ekki átt að venjast mikilli aðsókn. Það kom fyrir að auglýst væri að Gildran væri með tónleika. Það var stundum svolítið erfitt hjá okkur Bigga í upphafi slíkra tónleika að réttlæta þann gjörning en oftast tókst það.

Eitt sumarið fórum við með Bylgjunni og öllu hennar starfsfólki hringinn í kringum Ísland. Það var einstaklega skemmtileg ferð. Þá tróðum við upp við öll tækifæri í útvarpsþáttum þeirra fyrri part dags um land allt og síðar um kvöldið með dansleik. 

Þetta 66 ævintýri var sannarlega skemmtilegur tími.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn elsku frændi! Skilaðu kveðju í kotið

arna (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Karl Tómasson

Takk elsku Arna frænka.

Skilaðu góðri kveðjur til Óla.

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 17.8.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Karl Tómasson

Arna mín og til hamingju með mömmu gömlu.

Karl Tómasson, 17.8.2008 kl. 21:14

4 identicon

Flott grein hjá þér mjög fróðleg fyir músík nörda eins og mig.

Takk fyrir að boðið okkur í heimsókn.

Ertu búinn að skoða viðtalið Sprengjuhöllina .

Gunnlaugur Kári (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Karl Tómasson

Takk sömuleiðis Gulli. Ég hafði sérstaklega gaman af heimsókn ykkar félaga og geymi viðtalið vandlega í mínum fórum.

Gangi ykkur allt í haginn, þetta er sérstaklega skemmtilegt framtak hjá ykkur og ég fylgist reglulega með ykkur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 18.8.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

voðalega hefurðu verið aktívur hér á árum áður Kalli minn. Og ert sennilega enn.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband