Fjórar hæðir í viðbót hefðu gert gæfu muninn

Kjarni

Ég velti oft fyrir mér þeirri feimni okkar Íslendinga að reisa há hús. Há hús geta í senn verið óhemju tignarleg og falleg og síðast en ekki síst frá öllum sjónarmiðum verið hagkvæm.  Auðvitað skiptir  staðsetning þeirra öllu máli, það segir sig sjálft. 

Ég hef skrifað um það nokkru sinni að ég gæti vel hugsað mér eina til tvær slíkar byggingar í Mosfellsbæ. Það eru of mörg dæmi um misheppnaðar Þriggja, fjögurra hæða blokkir staðsettar í miðjum íbúðarhverfum þar sem þær ræna jafnvel oftar en ekki smærri íbúðarhúsum öllu útsýni og skemma jafnvel fyrir allri heildar ásýnd fallegra hverfa.

Mikið held ég t.d. að ráðhúsið okkar (Kjarni) hefði verið fallegri og reisulegri bygging þremur til fjórum hæðum hærri. Ég nefni það nú bara sem dæmi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband