Á puttanum úr Mosó

Pabbi minnÞað þekkja margir Mosfellingar að hafa farið á puttanum úr Mosó til Reykjavíkur. Það þótti á sínum tíma mjög eðlilegur ferðamáti. Oftar en ekki stóð maður á þjóðbrautinni, Vesturlandsvegi, fyrir framan Þverholt, baðandi út öllum skönkum í von um far til höfuðborgarinnar.

Fyrsta skiptið sem ég fékk að gera þetta er mér ógleymanlegt. Það að fá, að fara, einn með góðum vinum til höfuðborgarinnar bar vott um að nú væri maður að verða fullorðinn. Þetta voru stór tímamót.

Í minni fyrstu ferð keypti ég styttu handa pabba og ég man hvað ég var stoltur af því þegar ég færði honum hana þegar ég kom heim. Þessa styttu var pabbi alltaf með á skrifborðinu sínu og eftir hans dag fékk ég hana og geymi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi svo krúttlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 09:58

2 identicon

Vá hvað það er gaman að sjá mynd af þessari styttu! Minnir mig sko þvílíkt á afa. Afi besti.

Kveðja úr borginni, arna

arna (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband