fös. 8.8.2008
Úrslit hafin. Besti bloggari Íslands árið 2008
Kæru bloggvinir og aðrir gestir.
Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna í þessari skoðanakönnun um besta bloggara Íslands árið 2008. þátttakan hefur farið fram úr björtustu vonum. Tæplega 100 manns hafa nú á aðeins tæpum þremur sólarhringum valið þá bloggara sem fara nú í loka úrslit og eru nöfn þeirra birt hér í skoðanakönnuninni hjá mér, hér efst til hægri.
Í upphafi ætlaði ég mér að hafa þessi undanúrslit aðeins lengur en vegna mikillar þátttöku og heimsókna ykkar bloggara tel ég ekki ástæðu til að dvelja lengur við undanúrslitin og hef ég því ákveðið að nú sé lag að úrslit hefjist og tími sé kominn til að velja hinn eina sanna.
Besta bloggara Íslands árið 2008.Nokkrir bloggara hafa skarað fram úr og tryggðu sér öruggt sæti í úrslitum nánast strax. Ég ákvað því að fjölga nöfnum þeirra sem komast í loka úrslit úr 10 í 18, þar sem svo margir voru nefndir og hnífjafnir í baráttunni.
Bloggari ársins 2007, Jens Guð hafði ákveðið vægi um þá sem skutust inn á lokasprettinum en hefur ekkert með loka úrslit að gera, enda geta allir séð það í skoðanakönnuninni hér til hliðar.
Ég vil þakka ykkur öllum kærlega fyrir skemmtunina og vona að ég þurfi ekki að tíunda það, að allt er þetta í gamni gert, enda hef ég ekki upplifað annað en skemmtilegheit frá ykkkur öllum.
Munum samt að öllu gamni fylgir alvara og ég efast ekki um að sá sem stendur uppi sem sigurvegari hefur til þess unnið.
Takk fyrir kæru vinir og munið þann 31. ágúst kl. 21.00 verða úrslit gerð opinber.
Munið að nú gilda aðeins atkvæði sem greidd eru í skoðanakönnuninni hér uppi, efst til hægri. Ekki í athugasemdum við þessa færslu.
Vegna tæknilegra mistaka set ég hér fyrir neðan skoðanakönnunina efst til hægri aðra könnun með nöfnum sem oft voru nefnd til sögunnar í forvalinu. Hún kemur seinna í kvöld.
Þannig vona ég að tryggt sé að allt sé í himnalagi.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Athugasemdir
Maður kom in í kjötverslun. Hann spurði zenmeistarann, hvaða kjötbiti væri bestur. "Þeir eru allir bestir", svaraði zenmeistarinn. Maðurinn fékk hugljómun.
Júlíus Valsson, 8.8.2008 kl. 09:41
Mér finnst þetta skemmtileg tilbreyting á vinsældakönnun, sumir rembast eins og rjúpan við staurinn að komast sem hæst á vinsældalista blog.is, lista sem byggist á fjölda heimsókna. Galdurinn felst i að safna sem flestum "blogvinum" og tengja við fréttir daginn út og daginn inn, oft með innihaldslausum endurtekningum á fréttinni sjálfri, eða andlausri athugasemd sem venjulegt fólk lætur sér nægja að hugsa í hljóði.
Könnun þessi getur varla talist vísindaleg og greinilega til gamans gerð, eins og Anna virðist sjá og kemur fram í athugasemd hennar og skemmtilegu glettni.
HP Foss, 8.8.2008 kl. 10:51
Svona könnun er álíka ógáfuleg og óáreiðanleg eins og könnun hjá Jens um leiðinlegustu hljómsveitina.
Yngvi Högnason, 8.8.2008 kl. 11:10
Skemmtilegri glettni, átti þetta nú að vera.
HP Foss, 8.8.2008 kl. 11:20
Nei... en sniðugt hehe
Mér líkar þetta með kjötbitann.
en ég get ekki kosið. Afhverju er það?
Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2008 kl. 11:23
Jóna þó... ekki ætlaðiru að fara kjósa sjálfa þig?
Signý, 8.8.2008 kl. 12:13
Ég fæ ekki séð að þessi nafnaupptalning sé vel valin. Ágæt nöfn sum en önnur út í hött að tengja lýsingarorðinu "bestur". Við tillögugerðina í fyrri færslu komu fram nöfn sem þarna sárlega vantar, eins og Sigurð Þór Guðjónsson. Sæmundur Bjarnason? Ég sakna séra Baldurs. Hvar er Egill Helga? Eru þetta bara Moggabloggarar?
Ég get engan kosið af þessum lista sem besta bloggarann.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.8.2008 kl. 12:17
Á nú að fara að skilja útundan Kalli?
Ég var tilnefndur 5 sinnum og kemst ekki einu sinni á blað.
Við önsumessuekki...
Sniðugt egókitl samt.
Hrannar Baldursson, 8.8.2008 kl. 14:59
Þetta er ekki hægt Hrannar ég biðst innilegrar afsökunnar á þessu. Það sem ruglaði mig var að þú ert nefndur ýmist undir bloggheiti eða eigin nafni. Ég laga þetta strax.
Takk fyrir að láta mig vita.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 8.8.2008 kl. 16:15
Vegna tæknilegra mistaka set ég hér fyrir neðan skoðanakönnunina efst til hægri aðra könnun með nöfnum sem oft voru nefnd til sögunnar í forvalinu.
Þannig vona ég að tryggt sé að allt sé í himnalagi.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 8.8.2008 kl. 17:13
Takk fyrir að hringja, Kalli. Enginn sár hérna megin.
Hrannar Baldursson, 8.8.2008 kl. 17:56
Valkvíði
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.8.2008 kl. 18:47
Mig langaði að tilnefna Aðalbjörn Leifsson og Snorra í Betel, svona til að vera smá sósíódem.
Veitir ekki af smá kristilegum innblæstri í öllu þessu dægurhjali.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 23:13
Hvar er Riddarinn???
bloggnördar...
kv. Geiri
Hvíti Riddarinn, 9.8.2008 kl. 03:26
Kjartan Pálmarsson, 9.8.2008 kl. 14:56
hmm .. ég virðist vera þarna Jón Steinar .. er það ekki nóg?
En ekki skil hvernig ég komst einu sinni á blað!
Ég þakka samt tilnefninguna (hver svo sem tilnefndi mig) ... 
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.8.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.