Konur kunna ekki að spila á bassa og trommusett

Fyrir tveimur árum síðan sat ég í mestu makindum með konu minni við kvöldmatarborðið og tók upp á þeirri umræðu að ég furðaði mig á því að konur gætu ekki spilað á bassa og trommusett. Ég gerði mér fullkomlega grein fyrir því að ég væri farinn á hálann ís en lét þessi ummæli flakka og virkilega var að meina það sem ég sagði. Viti menn auðvitað fékk ég allar þær gusur yfir mig sem ég átti von á og ekki ætla ég að hafa þær eftir hér.

Viku síðar, já athugið aðeins viku síðar var heimildarmynd í ríkissjónvarpinu um bandarísku konuna og bassaleikarann Carol Kaye. Við hjónin horfðum á myndina og hafi ég einhverntíman þurft að éta ofan í mig heimskuleg og vanhugsuð ummæli þá var það eftir áhorf á þeim þætti.

Já, karlremban er en til staðar en hún minnkaði mikið þetta kvöld og ég held að þetta sé allt á réttri leið.

Carol Kaye er einn besti og skemmtilegasti bassaleikari sem ég hlusta á og hefur hún einnig verið mörgum frægustu bassaleikurum heims mikil fyrirmynd.

Nú er bara spurning um trommuleikarann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu bara inn á YouTube og sláðu inn "best female drummer" eða eitthvað slíkt og þú færð upp fullt af fínum trommuleikurum. Þessi er t.d. mjög góð:

http://www.youtube.com/watch?v=jKGcrrhNvD0

Þórhildur (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Jens Guð

  Það eru kannski ekki margir merkilegir kventrommuleikarar í umferð.  En góðir kvenbassaleikarar eru margir.  Nægir að nefna Herdísi í Grýlunum og Suzy Quatro.  Líka kvenbassaleikara í Talking Heads og Talk Talk,  Gang of Four,  PIL,  Feminist Improvising Group og svo framvegis. 

  Í vor skrapp ég til Boston.  Þar voru þá hljómleikar með New York hljómsveit sem kallar sig Les Zeppelin.  Krákuband (=cover) stelpna sem spilar bara lög eftir Led Zeppelin.  Það var uppselt á hljómleikana þannig að ég var fjarri góðu gamni.  En samkvæmt blaðadómum nær trommuleikarinn að afgreiða sjálfa Bonham með glæsibrag. 

Jens Guð, 2.8.2008 kl. 23:08

3 identicon

Mér dettur í hug bassa- og Chapmanstick-leikarinn Carrie Melbourne

http://www.globalbass.com/archives/may2001/carrie_melbourne.htm

http://www.youtube.com/watch?v=IRnYZLEpRDU

http://www.youtube.com/watch?v=UdTtwvWLy2g

Ingvar (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég spilaði einu sinni á trommur í einu lagi Kalli minn í hljómsveitakeppni í Reykjaskóla... man reyndar ekki hvað hljómsveitin hét, en man samt að við unnum ekki  ......

Herdís Sigurjónsdóttir, 3.8.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Þær gefa sér bara ekki nægan tíma til æfinga þessar elskur og við karlarnir erum ekki nógu duglegir við hafa þær með.
Bílskúrinn er svona "strákahellir". 

Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband