þri. 22.7.2008
Ósanngjörn umræða um Bubba Morthens
Sú umræða sem átt hefur sér stað vegna ummæla Bubba Morthens í Morgunblaðinu um síðastliðna helgi hefur á margan hátt verið með ólíkindum og vakið hjá mér mikla furðu.
Hún hefur einkennst af heift, afbrýðisemi og misskilningi að ég held.
Í viðtalinu leyfði hann sér að varpa fram þeirri skoðun sinni að jafnvel hefði verið nær hjá Björk og Sigurrós að halda tónleika fyrir bágstadda Íslendinga í stað þess að vekja athygli á umhverfismálum.
Ég álít að Bubbi hafi þar varpað fram af einlægni skoðun sinni á málefnum þeirra sem minna meiga sín í íslensku samfélagi burt séð frá öllum pólitískum þankagangi, hlutabréfaviðskiptum eða viðhorfi sínu til umhverfismála sem ég efa ekki að eru honum hugleikin. Bubbi hefur örugglega einhverntíman spilað á tónleikum til styrktar umhverfinu, rétt eins og Björk til styrktar bágstöddum.
Bubbi Morthens hefur í áratugi fært okkur tónlist og texta sem eiga eftir að lifa með þjóðinni um ókomna tíð.
Hann hefur farið fleiri hringi í kringum landið en nokkrir aðrir tónlistarmenn og sjaldan sleppt úr fámennustu byggðarlögum.
Gleymum því ekki.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
-
Hulda Bergrós Stefánsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Bjarni Bragi Kjartansson
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Benedikt Halldórsson
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Brynjólfur Þorvarðsson
-
Hrannar Baldursson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Viðar Eggertsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eyþór Árnason
-
Fjarki
-
Baldur Fjölnisson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
gudni.is
-
Guðmundur H. Bragason
-
Guðmundur Rafnkell Gíslason
-
Gústav J. Daníelsson
-
Haukur Nikulásson
-
Heimskyr
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Sigga Hjólína
-
Hlynur Hallsson
-
HP Foss
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
JEA
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhann Kristjánsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Bergur Thorberg
-
Þorkell L. Þorkelsson
-
Pétur Björgvin
-
Kristján Kristjánsson
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Valdemarsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Laugheiður Gunnarsdóttir
-
Linda Samsonar Gísladóttir
-
Helga Sveinsdóttir
-
Magnús Már Byron Haraldsson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Markús frá Djúpalæk
-
Þráinn Árni Baldvinsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Mummi Guð
-
Myndlistarfélagið
-
Jón Svavarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Paul Nikolov
-
Vilborg
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Huld S. Ringsted
-
Rósa Harðardóttir
-
Rúnar Birgir Gíslason
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Gammur drils
-
Matti sax
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Óskar V Kristjánsson
-
Guðmundur St. Valdimarsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Gunnar Ólafur Kristleifsson
-
Sóley Valdimarsdóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Sverrir Stormsker
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þrúður Finnbogadóttir
-
TómasHa
-
Halldór Egill Guðnason
-
Úrsúla Jünemann
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Guðfríður Lilja
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Aðalheiður Haraldsdóttir
-
Auðunn Hilmarsson
-
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Haraldsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Dunni
-
Elísabet Sigmarsdóttir
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gulli litli
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Halldór Baldursson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
hilmar jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Jack Daniel's
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Pétur
-
kreppukallinn
-
Leikhópurinn Lotta
-
Linda litla
-
Ólafur Th Skúlason
-
Páll Rúnar Elíson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
steinimagg
-
Sveinn Arnar Sæmundsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Þórður Björn Sigurðsson
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 458340
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
algerlega sammála þér
Óskar Þorkelsson, 22.7.2008 kl. 23:45
Vel mælt Karl. Þetta var það sem vantaði í alla þessa umræðu.
Takk fyrir mig. Ía
Ía Jóhannsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:37
Gott hjá þér Kalli, það eru ekki margir íslenskir tónlistarmenn sem hafa verið svona iðnir við að heimsækja "krummaskuðinn"
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.7.2008 kl. 10:01
við vorum að ræða þetta í gær ég og gunni og furða okkur á hversu viðbrögðin eru heiftarleg, en hann blessaður má alveg hafa þá skoðun sem hann vill án þess að vera skotin, drepinn og grafinn, það liggur eitthvað meira undir eins og þú gefur í skin kæri kalli !
knús
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 10:16
Sammála þessari færslu þinni Karl. Ég las viðtalið við Bubba og mér finnst með ólíkindun hvernig hægt er að fyllast allri þessari heift við að lesa það.
Hroki er jú vanmáttarkennd.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.7.2008 kl. 13:44
Heyrheyr tek undir þessa færslu hjá þér
Brynja skordal, 23.7.2008 kl. 15:23
Ég tek undir þetta,hef velt þessu dálítið fyrir mér og er ekki að skilja þetta fjaðrafok sem ummælinn vöktu.Bubba er auðvita frjálst að hafa sína skoðun,ég er ekki að skilja hvað sumt fólk er að búa til úr þessum orðum.Það er fullkomlega rétt hjá Bubba að það eru líka aðrir málaflokkar sem eru mjög mikilvægir.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.7.2008 kl. 18:16
Bubbi á heiður skilinn fyrir mörg góð lög, sem lifa með þjóðinni. En mér finnst bara að fólk eigi að fá að vera í friði með að vekja athygli á sínum hjartansmálum, án afskipta annara. Hann getur bara sjálfur vakið athygli á fátækt, ef það er honum svona hugleikið. Mér býður í grun að hér sé einhverskonar athyglissýki í gangi. En það er bara mín skoðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2008 kl. 20:01
Sæl kæru vinir og takk fyrir komuna.
Anna mín, ég og mitt fólk er á faraldsfæti um allt land þessa dagana og þessa stundina. Vöfflurnar verða klárar innan skamms. Ég verð í sambandi.
Kæra bloggvinkona, Ásthildur.
Tónlistarmenn fá oft spurningar í viðtölum sem koma á óvart og jafnvel að einhverju leiti slá þá út af laginu.
Ég stend staðfastur í þeirri trú að Bubbi hafi ekki á nokkurn hátt verið að setja út á, eða gagnrýna umhverfistónleika Sigur Rósar eða Bjarkar. Hann hafi miklu frekar einfaldlega bent á og varpað fram þeirri spurningu hvort ekki væri komin tími á, eða nær að halda tónleika fyrir þá sem minna meiga sín í samfélaginu.
Bubbi hefur allt frá upphafi síns tónlistarferils vakið athygli á þeim sem eiga við fátækt að strýða eða verið undir í þjóðfélaginu okkar.
Þrátt fyrir að hann sé vel stæður maður í dag finnst mér hann en eiga fullan rétt á því að halda þeirri baráttu áfram og ég veit að rætur hans og sá þankagangur verður ekki svo auðveldlega frá honum tekinn. Við eigum ekki að efast um það. Þetta snýst engan vegin um athyglissýki. Hann getur fengið hana hvar og hvenær sem hann vill.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 23.7.2008 kl. 21:38
Já er ekki með ólíkindum hvað Bubba tekst að rugga bátnum. Líka þegar hann ætlar sér það ekki endilega.
Ég viðurkenni alveg að ég skil hvorki upp né niður i öllu þessu fjaðrafoki. Spurning hvort fólk hefði orðið jafn æst ef ummælin hefðu verið á hinn veginn.. þ.e. Björk sagt eitthvað um Bubba í þessa átt í viðtali
Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2008 kl. 12:01
Burtséð frá því hvernig manni fellur Bubbi persónulega (kynntist honum lítillega á því tímabili sem hann vill sjálfsagt sjálfur helst gleyma, því miður ekki síðan) fannst mér þau orð sem hann lét falla í moggaviðtalinu í tíma töluð og réttmæt.
Það er kannski það sem olli fjaðrafokinu. Hann strauk köttunum öfugt og andhæris við það sem tískan krefst um þessar mundir. Þá má alltaf búast við hvæsi og klóri.
Sigurður Hreiðar, 24.7.2008 kl. 12:20
Vel mælt Karl og gott innslag hjá Sigurði.
Halldór Egill Guðnason, 27.7.2008 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.