Ósanngjörn umræða um Bubba Morthens

BubbiSú umræða sem átt hefur sér stað vegna ummæla Bubba Morthens í Morgunblaðinu um síðastliðna helgi hefur á margan hátt verið með ólíkindum og vakið hjá mér mikla furðu. 

Hún hefur einkennst af heift, afbrýðisemi og misskilningi að ég held.

Í viðtalinu leyfði hann sér að varpa fram þeirri skoðun sinni að jafnvel hefði verið nær hjá Björk og Sigurrós að halda tónleika fyrir bágstadda Íslendinga í stað þess að vekja athygli á umhverfismálum.

Ég álít að Bubbi hafi þar varpað fram af einlægni skoðun sinni á málefnum þeirra sem minna meiga sín í íslensku samfélagi burt séð frá öllum pólitískum þankagangi, hlutabréfaviðskiptum eða viðhorfi sínu til umhverfismála sem ég efa ekki að eru honum hugleikin. Bubbi hefur örugglega einhverntíman spilað á tónleikum til styrktar umhverfinu, rétt eins og Björk til styrktar bágstöddum. 

Bubbi Morthens hefur í áratugi fært okkur tónlist og texta sem eiga eftir að lifa með þjóðinni um ókomna tíð.

Hann hefur farið fleiri hringi í kringum landið en nokkrir aðrir tónlistarmenn og sjaldan sleppt úr fámennustu byggðarlögum.

Gleymum því ekki.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér

Óskar Þorkelsson, 22.7.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vel mælt Karl.  Þetta var það sem vantaði í alla þessa umræðu.

Takk fyrir mig. Ía

Ía Jóhannsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gott hjá þér Kalli, það eru ekki margir íslenskir tónlistarmenn sem hafa verið svona iðnir við að heimsækja "krummaskuðinn"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.7.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

við vorum að ræða þetta í gær ég og gunni og furða okkur á hversu viðbrögðin eru heiftarleg, en hann blessaður má alveg hafa þá skoðun sem hann vill án þess að vera skotin, drepinn og grafinn, það liggur eitthvað meira undir eins og þú gefur í skin kæri kalli !

knús

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sammála þessari færslu þinni Karl. Ég las viðtalið við Bubba og mér finnst með ólíkindun hvernig hægt er að fyllast allri þessari heift við að lesa það.

Hroki er jú vanmáttarkennd.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.7.2008 kl. 13:44

6 Smámynd: Brynja skordal

Heyrheyr tek undir þessa færslu hjá þér

Brynja skordal, 23.7.2008 kl. 15:23

7 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég tek undir þetta,hef velt þessu dálítið fyrir mér og er ekki að skilja þetta fjaðrafok sem ummælinn vöktu.Bubba er auðvita frjálst að hafa sína skoðun,ég er ekki að skilja hvað sumt fólk er að búa til úr þessum orðum.Það er fullkomlega rétt hjá Bubba að það eru líka aðrir málaflokkar sem eru mjög mikilvægir.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.7.2008 kl. 18:16

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bubbi á heiður skilinn fyrir mörg góð lög, sem lifa með þjóðinni.  En mér finnst bara að fólk eigi að fá að vera í friði með að vekja athygli á sínum hjartansmálum, án afskipta annara.  Hann getur bara sjálfur vakið athygli á fátækt, ef það er honum svona hugleikið. Mér býður í grun að hér sé einhverskonar athyglissýki í gangi.  En það er bara mín skoðun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2008 kl. 20:01

9 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl kæru vinir og takk fyrir komuna.

Anna mín, ég og mitt fólk er á faraldsfæti um allt land þessa dagana og þessa stundina. Vöfflurnar verða klárar innan skamms. Ég verð í sambandi.

Kæra bloggvinkona, Ásthildur.

Tónlistarmenn fá oft spurningar í viðtölum sem koma á óvart og jafnvel að einhverju leiti slá þá út af laginu.

Ég stend staðfastur í þeirri trú að Bubbi hafi ekki á nokkurn hátt verið að setja út á, eða gagnrýna umhverfistónleika Sigur Rósar eða Bjarkar. Hann hafi miklu frekar einfaldlega bent á og varpað fram þeirri spurningu hvort ekki væri komin tími á, eða nær að halda tónleika fyrir þá sem minna meiga sín í samfélaginu.

Bubbi hefur allt frá upphafi síns tónlistarferils vakið athygli á þeim sem eiga við fátækt að strýða eða verið undir í þjóðfélaginu okkar.

Þrátt fyrir að hann sé vel stæður maður í dag finnst mér hann en eiga fullan rétt á því að halda þeirri baráttu áfram og ég veit að rætur hans og sá þankagangur verður ekki svo auðveldlega frá honum tekinn. Við eigum ekki að efast um það. Þetta snýst engan vegin um athyglissýki. Hann getur fengið hana hvar og hvenær sem hann vill.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 23.7.2008 kl. 21:38

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já er ekki með ólíkindum hvað Bubba tekst að rugga bátnum. Líka þegar hann ætlar sér það ekki endilega.

Ég viðurkenni alveg að ég skil hvorki upp né niður i öllu þessu fjaðrafoki. Spurning hvort fólk hefði orðið jafn æst ef ummælin hefðu verið á hinn veginn.. þ.e. Björk sagt eitthvað  um Bubba í þessa átt í viðtali

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2008 kl. 12:01

11 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Burtséð frá því hvernig manni fellur Bubbi persónulega (kynntist honum lítillega á því tímabili sem hann vill sjálfsagt sjálfur helst gleyma, því miður ekki síðan) fannst mér þau orð sem hann lét falla í moggaviðtalinu í tíma töluð og réttmæt.

Það er kannski það sem olli fjaðrafokinu. Hann strauk köttunum öfugt og andhæris við það sem tískan krefst um þessar mundir. Þá má alltaf búast við hvæsi og klóri.

Sigurður Hreiðar, 24.7.2008 kl. 12:20

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vel mælt Karl og gott innslag hjá Sigurði.

Halldór Egill Guðnason, 27.7.2008 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband