Flug, fótbolti, golf, hestamennska, mótorhjól

Á föstudaginn var, bauð Flugklúbbur Mosfellsbæjar bæjarstjórn og bæjarstarfsmönnum öllum í heimsókn á Tungubakka. Á móti gestum var tekið með miklum glæsibrag og öllum boðið í flugferð og heilmikla fræðslu um flugvélar og starfsemi Flugklúbbs Mosfellsbæjar.

Það er óhætt að segja að Mosfellsbær státi af fjölbreyttum frístundarmöguleikum. Úr miðbænum er aðeins nokkurra mínútna gangur á íþróttavöllinn að Varmá, til hestamanna, kylfinga, knattspyrnumanna og flugmanna á glæsilegum Tungubökkum og nú styttist í braut mótorhjólaáhugamanna.

Allt er þetta við túnfótinn.

Hér koma nokkrar myndir frá flugdeginum skemmtilega.

Flug bæjó 1

Flug bæjó 3

Flug bæjó 4

Flugsamn

 

TF Mos

TF Mos 1

TF Mos 2

Halli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Frábær dagur Kalli. Þetta með að allt sé fyrir hendi í Mosfellsbænum er einmitt það sem Arnar flugmaður og verðandi íbúi í Leirvogstungu sagði. Konan í hestunum, hann sjálfur í fluginu og strákurinn í mótorkrossi og nálægðin við náttúruna allt um kring .

Herdís Sigurjónsdóttir, 8.6.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: gudni.is

Þakka ykkur fyrir skemmtilegan flugdag með okkur á Tungubökkum.

Já það er sannarlega mjög gott að búa í Mosfellsbæ. Ég hef sjálfur búið í Mosfellsbæ í næstum 31 ár, eða allt frá "day-one".

Það er gaman að lesa um þetta í þessu samhengi hjá þér Kalli með mismunandi frístundamöguleika íbúa.

Mosfellsbær - Lífsstíll fyrir alla...!! 

gudni.is, 9.6.2008 kl. 02:25

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er næstum því mannamót kæri kalli !

Blessi þig inn í fagurt kvöldið, með fugl á grein.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: steinimagg

Hvar fékkst þú þessi hnésíðu sólgleraugu?

steinimagg, 11.6.2008 kl. 22:52

5 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

alltaf sama fjörið í mosó

Laugheiður Gunnarsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tómstundir eru margar í Mosfellsbæ sem er góðra gjalda vert. Eitt er þó mjög mikilvægt að þeir sem stunda tómstundir sem hefur óþægindi í för með sér fyrir aðra eins og þessi flugklúbbur, þar þarf að taka mun meira tillit til annarra. Við sem búum í örskotshelgi frá þessum flugvelli sitjum uppi með töluverðan hávaða frá fluginu sem þyrfti að vera beint eitthvert annað.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.6.2008 kl. 20:38

7 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Með hverjum flaugst þú?

Guðmundur St. Valdimarsson, 16.6.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband