36% aukning frá kosningum

Ég fékk gleðilega hringingu frá formanni Vinstri grænna nú rétt í þessu þegar hann tjáði mér að félagsmönnum í Mosfellsbæ hefði fjölgað um 36% frá síðastliðnum sveitarstjórnarkosningum nú að hálfnuðu kjörtímabili.

Þetta er gríðarleg aukning og mikil gleðitíðindi fyrir okkur sem stöndum í framvarðarsveit flokksins í  meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Eins eru þetta ómetanleg skilaboð og hvatning í seinni hálfleikinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Já!

HP Foss, 28.5.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:01

3 identicon

Greinilega einhver glóra í mínum gamla heimabæ !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 00:19

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.5.2008 kl. 07:06

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingu með þetta Kalli og öll. Glæsilegt! Áfram svona. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 29.5.2008 kl. 12:14

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ojæja, en VG verður jafndauður innanbúðar sem fyrr þrátt fyrir þessi 36% í Mosfellsbæ. VG er nefnilega fyrist og fremst þingmannaflokkur sem gerður er út af litlu ljótu flokkseigendaelítuni. VG er semsagt alls ekki flokkur ,,fólksins" allra síst verkafólksins.

Jóhannes Ragnarsson, 29.5.2008 kl. 12:57

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta voru takmarkaðar upplýsingar....35 % aukning við hvað...td ef þið voruð 10 væruð þið núna 13,8

35 % viðbót við hvað félagi ?

Jón Ingi Cæsarsson, 29.5.2008 kl. 13:09

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjór er mikils vísir. Hittumst í Hitaveitugöngunni eftir að hafa verið við opnun ráðhússtorgsins okkar Mosfellbæinga!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 31.5.2008 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband