Glæsitorg og útilistaverk

Glæsitorg

Um næstu helgi þ.e.a.s. á laugardaginn kl. 13 verður vígt nýtt glæsilegt torg, útilistaverk og fræðsluskilti í Mosfellsbæ. Eins og flestir bæjarbúar hafa eflaust orðið varir við hefur hópur manna lagt nótt við dag að fullklára torgið sem er sannkölluð bæjarprýði og mun án vafa eiga eftir að nýtast vel við hin ýmsu tækifæri um ókomin ár.

Um árabil hefur þetta svæði í miðbæ Mosfellsbæjar verið frekar óhrjálegt og jafnvel til vansa ef eitthvað er. Eins og áður segir hefst dagskráin kl. 13 og að henni lokinni verður boðið upp á göngu á vegum Sögufélags Kjalarnesþings og Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar undir leiðsögn Bjarka Bjarnasonar og Guðjóns Jenssonar. Gengið verður frá Kjarna, upp með Varmá og að Reykjum. Í bakaleiðinni verður komið við í Dælustöðinni.

Vonandi sjá sem flestir Mosfellingar og aðrir gestir sér fært að fagna okkar fyrsta eiginlega miðbæjartorgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga Hjólína

Nei sko, ég er fyrst .

Mikið hlakka ég til vígslunnar. Mæti í hana og fer án efa í gönguna með þeim sem það vilja á mínu heimili.

Sigga Hjólína, 28.5.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband