Afi borðaði nánast allt brauðið sjálfur

Afi og brauðið

Undanfarin ár höfum við alltaf gert okkur ferð að Bakkatjörn á Seltjarnarnesi að kíkja á Svandísi, kallinn hennar og ungana þeirra. Eins og frægt er orðið og heilmikil umræða spannst um nú á dögunum, var talið að Sílamávar hefðu steypt undan þeim hjónum en annað kom á daginn sem betur fer. Svandís og fjölskylda spókuðu sig í blíðviðrinu í dag en voru ekkert frekar en aðrir fuglar á Bakkatjörn svöng og komu því hvergi nærri bakkanum að bragða á góðgætinu.

Því var ákveðið að fara og gefa fuglunum á Tjörninni í Reykjavík. Ekki tók skárra við þar, allir saddir og sælir og endaði ferðin á því að afi borðaði nánast allt brauðið sjálfur og vakti það mikla kátínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta nú orðin Halli(sverris)lújasíða? Er þetta mótvægi við Kalli(tromm)lújasíðuna?
Frá mínum bæjardyrum felast gæði sjálfstæðismanna helst í því að þau hafa vit á því að láta aðra gera sig að fífli.
Sjálfstæðisfélagi Mosfellinga hefur tekist þangað til núna að koma fulltrúa sínum í stjórn Varmársamtakanna til að njósna og skemma fyrir samtökunum. Undirróðri þeirra er vissulega haldið frá kastljósi bloggs og fjölmiðla eftir að Ragnheiður fór á þing.
En er þetta ekki einhversskonar pólitísk misnotkun hvernig fíflinu er á foraðið att?

Valdi Sturlaugz

Valdi Sturlaugz (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Karl Tómasson

Mikið ósköp er þetta orðið á lágu plani hjá ykkur sem herjið á síðu mína í tíma og ótíma með þennan texta sem á ekkert skylt við færslurnar hjá mér.

Má ég biðja ykkur um að halda ykkur á ykkar "fallegu" slóðum ef þið hafið ekkert uppbyggilegt eða málefnalegt um að ræða hér hjá mér.

Karl Tómasson.

Karl Tómasson, 25.5.2008 kl. 20:57

3 identicon

Ég mæli með að þú látir rekja IP töluna og birtir hana síðan hér svo að hægt verði að sjá hver er að senda þér afrit af Valdasíðum.  Það er ein manneskja sem hefur verið dugleg við þessa yðju eins og kom fram í stóra IP tölumálinu eða Hjördís Kvaran.  Taktu af allan vafa og láttu rekja Ip töluna, skora á þig.

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, 270 Mosfellsbæ (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Óli, ég skora á þig að koma þér sem fyrst út úr þessum félagsskap, Valda nokkurs Sturlaugz. Þetta er ein sú mesta háðung sem nokkur maður getur lagt nafn sitt við. Aldrei hefði ég trúað þér til þess. Öllum verða á mistök en þau er hægt að laga og leiðrétta ef vilji er fyrir hendi.

Ég mun aldrei sætta mig við að bæjarfélag mitt eða stjórnendur þess séu dregnir inn í slíka for sem þessi umræða er þrátt fyrir að ég þurfi fyrir vikið að sæta látlausri niðurlagingu. Ég reyni eftir fremsta megni að taka því.

Fyrir mér er Mosfellsbær meira virði en það að ég láti fáeinar manneskjur gera allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ímynd hans og um leið velgengni.

Karl Tómasson, 25.5.2008 kl. 22:00

5 Smámynd: HP Foss

Skemmtilegur dagur að baki, Kalli og sá gamli hefur heldur betur brugðið á leik, eitthvað sem Birna á eftir að muna alla æfi.

 Hvað er málið með þessa Valda síðu? Má drulla yfir nafngreinda menn eins og manni sýnist í skjóli nafnleyndar? Ég veit að það er hvorki göfugt né stórmannlegt, en er það löglegt?

Ég tel að þetta verði að skoða nánar, þetta er gengið of langt, hjá þessum mannleysum.

kv-Helgi

HP Foss, 25.5.2008 kl. 22:44

6 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Var afi svangur þetta hýtur að hafa verið skemmtileg ferð

Hvernig er þetta ,ætlar þessi leiðindaskrif aldrei að hætta,eins og þú Kalli þá þykir mér vænt um Mosfellsbæin og leiðist þessi skrif sem hafa komist inn á síðuna þína.fólk ætti að fullorðnast og bera aðeins meiri virðingu fyrir mönnum og málefnum.Eins og góður skólastjóri í Varmárskóla sagði einu sinni við bekkin minn kurteisi kostar ekki peninga.(held að þú kannist við kauða)

Laugheiður Gunnarsdóttir, 25.5.2008 kl. 23:20

7 Smámynd: Karl Tómasson

Minn kæri Óli. Valdi er ekki til, við honum gengst engin frekar en öllum þeim sem á þá grátbroslegu síðu skrifa nema, jú þú öðru hverju, undir þínu nafni. Þetta er sorglegt kæri vinur og hættu þessu nú.

Ég var hér að ofan að skrifa um ferð fjölskyldu minnar í dag og ekkert annað. Mannleysur sem treysta sér ekki til að koma fram undir nafni og í skjóli þess lítilsvirða og reyna að gera háðung af mætum Mosfellingum eru ekki til umræðu hér.

Ef þér er í mun að taka þátt í þeirri umræðu, gerðu mér þá þann greiða kæri vinur að halda þig á þeirra slóðum.

Þessi umræða á ekkert erindi inn í mína fjölskylduferð í dag. Ef þú sérð eitthvað ljótt eða mannskemmandi í mínum færslum skrifaðu þá um það eins og margir aðrir nafnleysingjar á þeirri síðu.

Kæri Óli gerðu mér þann greiða að koma ekki og aldrei aftur inn í mína umræðu með þetta bull. Það á ekkert erindi hér.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 25.5.2008 kl. 23:27

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Frábær afi  þér veitir ekki af þegar commentin eru af þessum toga

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.5.2008 kl. 16:40

9 Smámynd: Sigga Hjólína

Þetta er greinilega gæðabrauð fyrst afi vill smakka. En hvað er nú að gerast með Tjörnina? Keyrði framhjá í morgun og þar stendur í miðri tjörn fagurrauður kofi eiginlega á hlið, með blúndugardínur fyrir gluggum og loftnet við þakskegg. ???

Sigga Hjólína, 28.5.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband