Bloggandi þrátt fyrir það

Bloggandi mönnum hefur fjölgað ört undanfarið ár. Nú skipta þeir orðið tugum þúsunda sem fást við þessa annars nokkuð skemmtilegu iðju, öllu jafna að ég held. Bloggandi er eitthvað sem kemur og fer eins og gengur og skiptir svosem ekki öllu máli að hann sé ekki alltaf til staðar. Bloggandi þarf maður nú heldur ekki að vera öllum stundum, ekki frekar en maður vill. Bloggendur eru margir hverjir bráðskemmtilegir, ég þekki nokkra slíka, þrátt fyrir að Þeir virðist ekki standa á bloggöndinni. Bloggandinn virðist samt oftast vera yfir þeim að því er virðist.

Mikið er þetta fallegur krókodíll, hver verða örlög hans.?  Vonandi verður hann ekki að veski eða skóm. Uppröðunin á eggjunum er samt skuggaleg.

Krókodíll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Blogg er nú bara mestmegnis eintómt gogg og krókódíllinn fer vel á horn og kjöl.

steinimagg, 14.5.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

miðað við uppröðun eggjana held ég að þeir endi í beltum

Óskar Þorkelsson, 14.5.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Karl Tómasson

Er hann ekki full smár á horn og kjöl kæri Hallsteinn.

Ert að meina hitabeltum Óskar?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 14.5.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: steinimagg

Nei nei, hann er einmitt í réttri stærð fyrir Boðorðin tíu sem Steinegg gaf út um árið.

steinimagg, 14.5.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ekkert smá mikið krútt þessi litli krókódíll kalli minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:59

6 Smámynd: HP Foss

Sorry Hallasteinn, bókin er uppseld.

kv-Helgi

HP Foss, 15.5.2008 kl. 08:43

7 Smámynd: steinimagg

Helv.... ég meina gat nú verið.

steinimagg, 15.5.2008 kl. 10:14

8 Smámynd: HP Foss

Afsakið, meinleg innsláttarvilla var þarna hjá mér, Hallsteinn átti þetta að vera, betra að hafa þetta teinrétt.

HP Foss, 15.5.2008 kl. 12:25

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Blogg er fíkn... og ég er fastur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 15:24

10 Smámynd: steinimagg

steinimagg, 15.5.2008 kl. 17:36

11 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Hæ Kalli, ég skrifaði smá innlegg í gestabókina þína:)

Ég deili áhyggjum þínum af fallega krókódílsunganum.

Helgarkveðja,

Linda Gísla. 

Linda Samsonar Gísladóttir, 17.5.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband