Falleg bók, skemmtilegt handbragð

Bókband 1

Að binda inn bók í höndunum er sérstaklega skemmtilegt, svo ekki sé nú talað um þegar allt gengur eins og best verður á kosið. Þolinmæði kemur sér vel í starfinu.

Einu sinni ætlaði ég að gerast atvinnu handbókbandsmaður. Ég hætti við það þegar einn af mínum fyrstu viðskiptavinum, sem ég lagaði bók fyrir, kvartaði undan of háum reikningi hjá mér. Hann sagðist eins geta keypt sér nýtt eintak af henni. Kallfurskurinn virtist ekki gera sér nokkra grein fyrir því að bókin hans var bæði miklu flottari og betri heldur en hún var þegar hann keypti hana.

Ég man að reikningurinn samsvaraði verði á klippingu. Ég hugsaði með mér ætli kallinn kvarti við rakara sinn sem er í tuttugu mínútur að klippa hann? Ég sem eyddi klukkustundum í bókina hans.

Bókband 3

Mér hefur alltaf þótt svolítið rock and roll við handbandið en það er nú kannski óþarfi að vera í föðurlandinu og sauðskinnsskóm í djobbinu.

 

Bókband 4

 

Bókband 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flest fólk vill kaupa hluti sem eru fjöldaframleitir í láglaunalöndum.
Margir gera sér ekki grein fyrir gæðum og tíma sem maður hefur lagt á sig við handavinnuna.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: steinimagg

HAAAndbAAAnd er málið

steinimagg, 11.5.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: steinimagg

Hér er einn snillingur sem er að bjóða handband, þarna er boðið upp á allt frá viðgerðum á bókum, einföldu bandi á ritgerðum og skýrslum upp í listbókband.

steinimagg, 11.5.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Ég vildi að ég hefði þessa þolinmæði sem þarf þegar bók er bundin inn. Þetta er listgrein sem auðvitað þarf að borga fyrir.

Sóley Valdimarsdóttir, 11.5.2008 kl. 22:11

5 identicon

Þetta eru fallegar myndir ég fór einu sinni á námskeið í bókbandi og það var virkilega gaman ég á nokkrar bækur sem ég gerði. Ása.

Ásrún (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:58

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég man þegar ég var pjakkur, að mamma mín heitin var að læra bókband. ég fór eitt sinn með henni og fékk að sjá. mér fannst mikið til koma.

Brjánn Guðjónsson, 12.5.2008 kl. 02:25

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Enginn hefur orðið ríkur á að vinna einungis með höndunum. Að vinna við að binda inn bækur er sennilega eitt það vanþakklátasta starf sem um getur. Þar þykir jafnvel gott að fá kaup á borð við skúringataxta.

Að binda inn bækur er vandvirk fagmannsvinna. Því er ekki venja að handbinda hvaða bók sem er heldur einungis kostagripi, fágætar og eftirsóttar bækur sem borgar sig að láta fagmann á þessu sviði binda inn.

Gaman væri að ræða betur um þessi mál Kalli við tækifæri. Get sagt þér frá ýmsu varðandi bókbandið en áður batt eldri maður nokkrar bækur fyrir mig. Það var snilldarhandbragð sem fáir hafa tök á. Sjálfur fór eg í námskeið hjá Helga Tryggvasyni sem var mikill og góður meistari á þessu sviði en það er önnur saga.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 12.5.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband