fös. 9.5.2008
Ekki virðist það ætla að fara vel af stað
Ótrúlegar ásakanir má nú sjá og lesa frá nýjum stjórnarmanni Varmársamtakanna og viti menn, hvar annarsstaðar en á síðu Valda nokkurs Sturlaugz. Reyndar hefur þessi nýi stjórnarmaður verið drjúgur og duglegur að skrifa á þá síðu undanfarna mánuði. Heimasíðu sem haldið hefur verið úti í eitt ár til þess eins að herja sérstaklega á einn lýðræðislega kjörinn bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ, Vinstri græn og nokkrar aðrar persónur sem hafa leift sér að gagnrýna vinnubrögð Varmársamtakanna.
Þrátt fyrir að Varmársamtökin hafi verið með tengil á þessa síðu svo mánuðum skipti en síðar séð ástæðu til að klippa á öll tengsl og svarið af sér allt sem á þeirri síðu hefur farið fram, lætur nýkjörinn stjórnarmaður í samtökunum, Ólafur Ragnarsson verða sitt fyrsta verk að tjá sig á umræddri síðu. Það er undarlegt að hann kjósi ekki frekar að tjá sig á heimasíðu Varmársamtakanna.
Í dag skrifar Valdi þessi svohljóðandi texta:" Á bloggsíðu nokkurri sá ég yfirlýsingu þess efnis að Ólafur Ragnarsson hefði verið beittur þrýstingi (af VG og Sjöllum) til þess að ganga í samtökin og höggva að þeim innan frá".
Nýkjörinn stjórnarmaðurinn Ólafur svarar:" Það er rétt Valdó með VG og Sjallana varðandi yfirtökuna"
Um bæjarstjórann, Harald skrifar stjórnarmaðurinn Ólafur: "Já Valdi nú líst mér á þig ég held nú að Halli hagsmunaseggur hafi nú ekki mikinn áhuga á hillbillígolfi og dalstúrisma en það væri reynandi að koma Kalla í kúlustuð"
Ef þetta er tónninn sem koma skal hjá nýju stjórnarfólki Varmársamtakanna þá spyr ég. Ætlast samtök sem vilja láta taka sig alvarlega til þess að svo verði, þegar farið er með slíkt fleipur?
Nú segi ég við þig Ólafur. Þú ert ekki lengur "bara" Óli í Hvarfi, þú ert stjórnarmaður í samtökum sem telja sig ópólitísk umhverfissamtök og leggja þunga áherslu að láta taka sig alvarlega sem slík.
Nú krefst ég þess að nýi stjórnarmaðurinn svari hér á minni síðu nokkrum spurningum um skrif sín.
1. Hvenær og hvaða fulltrúar Vinstri grænna í Mosfellsbæ skoruðu á þig að gefa kost á þér til setu í stjórn Varmársamtakanna til að höggva í starf þeirra innan frá?
2. Á síðustu tveim aðalfundum Varmásamtakanna þar sem á þeim fyrri stóð til að fara í stjórnakjör og á þeim síðari í gær fór fram stjórnarkjör, hversu margir af áhrifamönnum VG í Mos sáu ástæðu til að mæta og taka þátt í kosningu og reyna þar með að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna?
3. Um hvaða dömu sem elskar óelskuna vitið þið að hafi staðið á bakvið skrif sem ungviðið þurfti svo að bera sök á og fórna sér fyrir. Hver er daman og hvert er ungviðið og hverjir eru þessir þið?
Ég hvet þig til að svara þessum spurningum mínum eða að biðjast á þeim afsökunnar á síðu minni og Varmársamtakanna.
Athugasemdir
Ótrúlegt að koma svona fram, maður í ábyrgðarstöðu. Vonandi svarar hann þessu hér á þinni síðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 21:31
Karl Tómasson, þó að þú virðist vera múlbundinn stjórnmálamaður, þá er það mér algerlega óviðkomandi. Annaðhvort ertu maður eða mús.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:45
Takk fyrir svarið Ólafur Ragnarsson. Það hefur samt sem áður ekki virst þér óviðkomandi að ég sé stjórnmálamaður ef marka má skrif þín undanfarna mánuði. Heldur hefur þú einmitt verið að höfða til þess í hvívetna að ég ætti að láta til mín taka á þeim vettvangi, múlbundinn eða ekki.
Ég lagði fyrir þig þrjár spurningar og vil fá svör. Reynast þér svörin of erfið?
Annað hvort ert þú maður eða mús.
Karl Tómasson, 9.5.2008 kl. 23:16
Þú hefur tönglast á því að bloggið þitt sé ekki vettvangur pólitískrar umræðu og skammast yfir því að ég hafi endurtekið bent á óeðlilegar fjárveitingar úr bæjarsjóði þar sem verið er að hygla hagsmunum valdra aðila í samfélaginu á meðan þið hunsið aðra. Þið í bæjarstjórn sem þú ert í forsvari fyrir hefur nýverið samþykkt 126 milljón króna aukafjárveitingu til byggingu golfskála hjá golfklúbbnum Kili. Fjárveiting þessi var ekki hluti af málefnasamning milli þín og sjálfstæðismanna. Þið gáfuð út fréttatilkynningu um 120 millj. króna styrk til golfþiþróttarinnar, en gleymdist að nefna að hér var fjárveiting til að byggja flottara klúbbhús fyrir golfklúbbinn Kjöl. Það var verið að kasta ryki í augu bæjarbúa með fréttinni og stóð aldrei til að styrkja íþróttastarf golfklúbanna beggja með þessum fjármunum.
Þetta er aukafjárveiting umfram þá tugi og hundruði milljóna sem þegar hafa runnið til golfklúbbsins. Nú hef ég leitað svara hjá þér vegna fjárveitinga til golfíþróttarinnar í heild sinni og reynt að fá mynd af þeirri misskiptingu sem á sér stað í þessum málaflokki. þú hefur ávallt skorast undan að svara fyrir þessi mál og með dyggri aðstoð flokksfélaga þíns og starfsmanns Hjördísar Kvaran, hafið þið leitast að öllum mætti eftir því að leiða alla umræðu út á aðrar brautir svo ekki sé meira sagt.
Þú vilt ekki svara fyrir eyðslu á hundruðum milljóna úr sameiginlegum sjóði okkar en ætlast til að ég fari í skítkastaumræðu við þig til að dreyfa athyglinni frá gerðum þínum. Þú ert kjörinn fulltrúi og átt að svara fyrir gerðir þínar, ég er íbúi sem leita svara og því er það þín skylda fyrst og fremst að standa fyrir máli þínu þegar þú eyðir fjármunum okkar bæjarbúa.
Þú hamast eins og rjúpan við staurinn að verja þetta fjáraustur ykkar VG og sjálfstæðismanna og verra er að Haraldur Bæjarstjóri er fyrrum formaður klúbbsins og núverandi meðlimur, formaður íþrótta og tómstundanefndar er einnig fyrrum stjórnamaður Kjalar og núverandi nefndarmaður, núverandi formaður Kjalar er góðvinur Haraldar bæjarstjóra, þú hefur þegið að mæta í dekurgolf hjá Kili í fylgd meistaranna og þegið veitingar og þér var boðið að spila eins mikið frítt á vellinum og þig lysti, og það sagðir þú mér sjálfur.
Síðan farið þið til vinnu og ákveðið fjárveitingar til klúbbsins, svona alveg" hlutlausir", þetta kalla ég sauðspillingu og þessvegna geri ég eins og þeir í Vestmannaeyjum, ég gef ykkur viðeigandi viðnefni eða Kalli í kúlustuði og Halli hagsmunaseggur.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 00:52
Jæja Karl, hún Hjördís vinkona þín þolir auðsjánlega illa að ég og Lína áttum nokkur vingjarnleg orðasamskipti í þarsíðasta bloggi, og það var í samhengi við síðasta komment Hjördísar í því bloggi sem ég átti við að Hjördís "elskar óelskuna", þar hefurðu svar við því.
Enda er bloggið þitt orðinn dúett ykkar Hjördísar, karókí í gestlausu húsi.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 03:16
2:29 og 3:16 ???
HP Foss, 10.5.2008 kl. 11:19
Sæll vinur.
Það er svo skrýtið að ég hreinlega verð að fá að koma því hér að. Oft er mín upplifun sú þegar ég les samskiptin hér á síðunni við Óla í Hvarfi og Gunnlaug að eitthvað meira liggi að baki en það sem við bloggarar lesum. Oft líður mér eftir lestur á ykkar samskiptum eins og ég hafi tekið upp bók og opnað hana í miðju og legg frá mér án þess að skilja upphaf eða endi......er engu nær.
Eitt til þín Hjördís. Ég var að ljúka við að lesa kílómetrana þína hér að ofan og skil ekki reiði þína vegna ályktunar íbúa Mosfellsbæjar sem er annt um umhverfið. Mér finnst nefnilega ekkert skrýtið að okkur bæjarbúum sé annt um umhverfið og að óskað sé eftir samstarfi við bæjaryfirvöld.
Sigga Hjólína, 10.5.2008 kl. 13:07
Hugvekja dagsins...
Manni
Upp rennur aftur nýr
ægifagur dagur skýr.
Ef samtaka við erum öll
forðumst læti og frekjuköll,
leggjumst öll á eitt,
óánægju dagsins getum breytt.
Eins og stóra bókin ber
að best er þeim sem hjálpa sér.
Það eina svarið er,
að ætla að breyta sér.
Vandi er að velja úr
vegum, áttum, regn og skúr.
En ef þið sýnið landsins lýð
ljóð ykkar og hugarsmíð,
hugsjónir, hetjudáð.
Þið hegðið ykkur eins og til var sáð.
Þið engan þurfið ofurmann.
Hann inni býr í brjóstsins rann.
Að einum brunni ber
að breyta verður sér.
Upp rennur annar dagur.
Ykkar eigin samviska.
Bestu þakkir til Vilhjálms Vilhjálmssonar heitins fyrir þessa góðu hugvekju.
orðin eru sterk...
steinimagg, 10.5.2008 kl. 16:55
Ágæta Sigga, þú segir orðrétt í athugasemd þinni. "Oft líður mér eftir lestur á ykkar samskiptum eins og ég hafi tekið upp bók og opnað hana í miðju og legg frá mér án þess að skilja upphaf eða endi......er engu nær"
Við þetta vil ég bæta hjá þér, auðvitað færð þú engan botn í þetta frekar en lestur bókar sem þú hefur lestur á frá miðju eins og þú segir sjálf.
Þess vegna skalt þú kinna þér málavöxtu allt frá upphafi. Byrja á því að lesa fyrsta kaflann í sögunni. Um það snýst málið. Áður en þú furðar þig á einu eða öðru. Þetta er allt skrásett, langt aftur í tímann.
Það er alltaf auðvelt að standa utan við og mynda sér skoðun.
Hverjum er ekki annt um umhverfið? Þeir hinir sömu sem vilja láta til sín taka í þeim efnum, svo ekki sé nú talað um undir nafni félagasamtaka gera það ekki með háði, spotti og lítilsvirðingu í hægri höndinni, því þá verður lýðræðislega og málefnalega umræðan aumkunarverð í þeirri vinstri.
Hér í minni færslu lagði ég upp með þrjár spurningar til stjórnarmanns í Varmársamtökunum, nú er liðinn sólarhringur og ég hef ekki fengið önnur svör en þú getur sjálf kynnt þér hér að ofan. Ef þú sérð eitthvað athugavert við mín samskipti eða skrif hér að ofan, en sérð ekkert athugavert við svör hans til mín, þá vekur það furðu.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 10.5.2008 kl. 21:10
Sæll Kalli.
Gott viðtal í útvarpinu við þig í dag, þar voru málin reifuð vítt og breitt og varpaði ljósi á hlutina fyrir menn eins og mig sem stend nú fyrir utan túngarðinn ykkar, svona dags daglega.
HP Foss, 10.5.2008 kl. 23:24
Gunnlaugur B Ólafsson, 12.5.2008 kl. 14:05
Maðurinn á bágt.
HP Foss, 12.5.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.