fim. 8.5.2008
Næst fallegasta sveitin
Alltaf um þetta leiti verður mér hugsað til daganna í sveitinni. Annað hvort var maður nýfarinn eða rétt ófarinn. Ég var svo heppinn að dvelja yfir sumartímann í næst fallegustu sveit landsins, svo ekki sé nú talað um hvað fólkið á sveitabænum mínum var yndislegt.
Símanúmerið á mínum bæ var ein stutt, ein löng og tvær stuttar. Þegar það var hringt á minn bæ vissi hún Bogga mín alltaf hver var að hringja, það var svo misjafnt hvað þessar löngu og stuttu voru langar og stuttar hjá þeim sem hringdu. Ég náði því aldrei hvernig hún Bogga fór að því.
Bogga var ótrúlega flink á síman, hún setti sig alltaf í ákveðna stellingu áður en hún hringdi og svo allt í einu snéri hún sveifinni með slíkri sveiflu og list að unun var á að horfa. Aldrei tókst mér þetta þau ár sem ég var í sveitinni, ég hringdi alltaf á vitlausan sveitabæ. Hitt er annað að þegar ég reyndi virtist sem fólk af öðrum bæjum flykktist að símunum til að hlusta, þarna var einhver hringing sem engin kannaðist við. Þær stuttu og löngu í engum takti við það sem venjulegt gat talist. Stundum kom það fyrir að það var hnerrað eða hóstað á einhverri línunni, það þótti ekkert tiltöku mál.
Það var gaman í sveitinni.
Flokkur: Bloggar | Breytt 18.5.2008 kl. 20:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
-
Hulda Bergrós Stefánsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Bjarni Bragi Kjartansson
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Benedikt Halldórsson
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Brynjólfur Þorvarðsson
-
Hrannar Baldursson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Viðar Eggertsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eyþór Árnason
-
Fjarki
-
Baldur Fjölnisson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
gudni.is
-
Guðmundur H. Bragason
-
Guðmundur Rafnkell Gíslason
-
Gústav J. Daníelsson
-
Haukur Nikulásson
-
Heimskyr
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Sigga Hjólína
-
Hlynur Hallsson
-
HP Foss
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
JEA
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhann Kristjánsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Bergur Thorberg
-
Þorkell L. Þorkelsson
-
Pétur Björgvin
-
Kristján Kristjánsson
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Valdemarsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Laugheiður Gunnarsdóttir
-
Linda Samsonar Gísladóttir
-
Helga Sveinsdóttir
-
Magnús Már Byron Haraldsson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Markús frá Djúpalæk
-
Þráinn Árni Baldvinsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Mummi Guð
-
Myndlistarfélagið
-
Jón Svavarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Paul Nikolov
-
Vilborg
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Huld S. Ringsted
-
Rósa Harðardóttir
-
Rúnar Birgir Gíslason
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Gammur drils
-
Matti sax
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Óskar V Kristjánsson
-
Guðmundur St. Valdimarsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Gunnar Ólafur Kristleifsson
-
Sóley Valdimarsdóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Sverrir Stormsker
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þrúður Finnbogadóttir
-
TómasHa
-
Halldór Egill Guðnason
-
Úrsúla Jünemann
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Guðfríður Lilja
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Aðalheiður Haraldsdóttir
-
Auðunn Hilmarsson
-
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Haraldsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Dunni
-
Elísabet Sigmarsdóttir
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gulli litli
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Halldór Baldursson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
hilmar jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Jack Daniel's
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Pétur
-
kreppukallinn
-
Leikhópurinn Lotta
-
Linda litla
-
Ólafur Th Skúlason
-
Páll Rúnar Elíson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
steinimagg
-
Sveinn Arnar Sæmundsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Þórður Björn Sigurðsson
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 458341
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sveitasíminn var alltaf kostulegur. Einhverju sinni hringdi bóndi einn suður og kvaðst ekki geta tekið sumarstrák eins og um hafði verið rætt. Allt í einu grípur annar bóndi fram í og spyr: „Hvenær er hann laus?“ og þar með var málið leyst með einu símtali!
Fræg er sagan af Júlíusi Hafstein sýslumanni á Húsavík þegar annálaður bruggeftirlitsmaður að sunnan var kominn norður. Sýslumaður Hafstein hringir í fremsta bæinn í dalnum og spyr hvernig vegirnir eru. „Á morgun er von á heiðursmanni að sunnan og ef hann lendir í vandræðum treysti eg ykkur manna best að greiða götu hans“. Allir skildu hvað sýslumaðurinn raunverulega var í raun að segja. Með þessu vildi hann aðvara alla bruggara að þeir ættu von á eftirliti og leit.
Einu sinni kom kaupmaður á Húsavík og klagaði strák einn fyrir að stela rófu úr garði sínum. Frægt er hvernig Júlíus tók á því máli en hann tók loforð af strák að hann stælist aldrei aftur í kaupmannsgarðinn en hann mætti vita það að hann væri líka með rófur í sínum garði! Sjálfur sagðist hann hafa hnuplað rófum þegar hann hefði verið yngri!
Margar skemmtilegar þjóðsögur eru sagðar af þessum öðlingi sem allt héraðið elskaði og bar mikla virðingu fyrir honum. Á Héraðssafninu á Húsavík má sjá nokkurn veginn gamla kontórinn hans eins og hann var í gamla sýslumannshúsinu og embættisbúning. Eiginlega ættu Þingeyingar að koma sér upp eftirlíkingu af honum og klæða í gamla vinnugallann með valdsmannslegt kaskeitið!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2008 kl. 10:38
Já, það er magnað hvað þær gátu verið snöggar á sveifinni Heima hjá mér voru þrjár stuttar en þetta hefur verið hálfgerð óláns hringing hjá Boggu.
Það var tali'ð jaðra við broti á manréttindum þegar gamla fólið gat ekki lengur hlerað, þegar árans sjálfvirki síminn kom.
ps. Númer hvað er eiginlega Mosfellssveitin hjá þér?? Þriðja fallegasta sveitin? Hélt nú reyndar að hún væri sú í öðru sætinu hjá ykkur í efra, því eins og hún amma mín segir, hverjum þykir sinn fugl fagur, þó hann sé bæði fjaðralaus og magur.
HP Foss, 8.5.2008 kl. 19:18
Já, sveitin var frábær.
steinimagg, 8.5.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.