Til umhugsunar

Ég las fyrir um tveimur árum síðan viðtal við herra Sigurbjörn Einarsson biskup. Eins og svo oft áður við lestur hans texta var þar margt til umhugsunar. Ég gríp hér niður í stuttan bút úr viðtalinu.

Fannst þér stundum erfitt að bera þá ábyrgð að vera biskup?

"Það var alltaf erfitt, ekki bara stundum. Ekkert embætti, engir titlar og engin mannfélagstign skýlir manni. Því meiri ábyrgð sem manni er falin því meiri er vandinn. Um leið er maður berskjaldaður fyrir gagnrýni, sem getur stundum verið réttmæt, en getur einnig birst sem illkvittni og sjúkleg tortryggni.

Þetta getur sýnt sig á ýmsan hátt, til dæmis sem þessi makalausa sannfæring sumra manna að maður geri ekkert nema í eigingjörnum tilgangi og hugsi ekki um annað en að hygla sjálfum sér og sínum.

Það er reyndar erfitt að gera nokkurn hlut þannig að allir sjái hann í réttu ljósi"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er fallegt til umhugsunar kalli minn ! Ég upplifi mjög oft þetta með marga sannleika hjá okkur öllum. Hver og einn hefur sinn sannleika og það er fyrst vandamál þegar við gerum okkur ekki grein fyrir því og mælum allt og metum út frá okkar eigin sannleika. Það er gott að muna þegar á mann er ráðist, að sá sem ræðst á, gerir það út frá þeim sannleika sem hann/hún hefur sem litar þá mynd sem hann lifir í og hver hann er. Stundum eða oft hefur reiði frá einum til annars ekkert með hinn aðilann að gera en er eitthvað sem viðkomandi hefur fulla ábyrgð á sjálfur og kemur út frá einhverju sem viðkomandi þarf að vinna með til að verða betri og skilningsríkari manneskja. Hvernig maður svo bregst við reiði sem annar hefur til manns sjálfs er fullkomlega á eigin ábyrgð, því það er í raun hægt að velja hvernig maður bregst við hverju sinni með því að stjórna þeim tilfinningum sem koma. Oft upplifi ég líka að ef einhver ræðst að mér og fram koma í mér tilfinningar sem ég á erfitt  með að stjórna og þarf að nota alla mína kraft til að komast upp úr því ástandi að eiga erfitt og vera leið, akkúrat þar uppgötva ég hvað það er sem ég þarf að takast á við, svo viðkomandi"óvinur" gerði mér mikinn greiða. Allt hefur svo mörg lög sem gerir lífið svo spennandi og það er spennandi að skoða sjálfan sig í allavega krísum og átökum og sjá frá einum tíma til annars hvernig maður lærir að takast á við vandamálin betur í dag en í gær. Hafðu fallegan dag í dag og takk fyrir þessa fallegu morgunhugleiðslu sem var góð fyrir mig og þær hugsanir sem ég slæst við núna.

knús inn í daginn.

steina sem er sólarmegin í lífinu

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 06:32

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

„Vertu trúr yfir litlu þá verður þér treyst fyrir meiru seinna“ sagði amma mín einu sinni við mig smásnáða sem fannst hlutur minn rýr.

Það hefur alltaf þótt góður eiginleiki að vera trúr yfir litlu hversu auðvirðiulegt sem það kann að reynast.

„Að stjórna samfélagi er eins og að sjóða marga fiska í einum potti“ er haft eftir kínverska spekingnum Lao Tse sem fátt er nú vitað um annað en sú bók sem nefnd hefur verið Bókin um veginn. Halldór Laxness ritaði mjög fróðlega grein um hana og höfundinn og birti í Alþýðubókinni sinni. þá var hann mjög upptekinn við að rita sögur af fátæku alþýðufólki.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2008 kl. 08:06

3 identicon

hún er orðin aum pólitíkin þegar menn eru farnir að fela sig bakvíð orð biskups þegar kjósendur gagnrýna embættisfærlsur og fjárveitingar.  Ef þið Hjördís eruð ekki að svívirða og níða skóinn af pólitískum gagnrýnendum hér á síðum og síðum Hjördísar á beinan hátt, þá er bregða menn sér í væmna gírinn, gera orð guðsmannsins að sínum og væna gagnrýnendur um illt innræti og sjúklegan tilgang.

Ég segi nú bara eins og litlu börnin "ulla bjakk og oj bara"

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 09:48

4 Smámynd: steinimagg

Heilræði dagsins...

Það góða sem þú gerir í dag, gleymir fólk oft á morgun:
~ Haltu áfram að gera góðverk, þrátt fyrir það.

- MT... 

Heilræði dagsins...

Það góða sem þú gerir í dag, gleymir fólk oft á morgun:
~ Haltu áfram að gera góðverk, þrátt fyrir það.

- MT... 

Heilræði dagsins...

Það góða sem þú gerir í dag, gleymir fólk oft á morgun:
~ Haltu áfram að gera góðverk, þrátt fyrir það.

- MT... 

steinimagg, 7.5.2008 kl. 09:56

5 identicon

Margt gott skrifað um góðan og þarflegan pistil. Leitt þegar IP notendur koma svo inn og komast ekki upp úr pólitískum skotgröfum. Stjórnmálamenn og geistlega stéttin eiga margt sameiginlegt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:43

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Leitt að skítkastarar eins og þessi Ólafur í Hvarfi skuli geta skýlt sér bak við IP-tölu.

Sigurður Hreiðar, 7.5.2008 kl. 12:18

7 identicon

Jæja Sigurður, þú segir það.... hér skrifa ég bæði undir nafni og heimilisfangi, ég kann ekki að gera betur en svo.  Það má vel vera að þú upplifir gagnrýni mína á Karl og samstarfskonu hans Hjördísi sem skítkast, en þú gerir þér eflaust ekki grein fyrir því sem á undan er gengið og því tek ég orð þín ekki til mín.

Þeir sem hafa gerst svo djarfir að dreypa á viðkvæmum pólitískum málum á bloggi Karls hefur verið reistur rafrænn minnisvarði á síðum Hjördísar Kvaran í formi sögu sem hún nefnir " Hænsnabú dauðans" og ef þú hefur geð í þér eða nennu til að lesa þær 20 greinar sem þar hafa verið skrifaðar, þá séru hvaðan óhreinindin koma. 

Pólitískur málflutningur Vinstri Grænna í Mosfellsbæ, skrifað af Hjördísi Kvaran undir vaskri stjórn Karls Tómassonar:

http://kvaran.blog.is/blog/kvaran/entry/481838/

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, 270 Mosfellsbæ, sími: 8965112 (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 13:05

8 Smámynd: HP Foss

Svo gæti Sigurður einnig lesið síðu Valda Sturlaugz og dæmt hvort kom á undan, eggið eða hænan.
Þar skrifa nú ekki miklar hetjur, þú ert einn af fáum sem þar skrifa undir nafni Óli, það máttu nú eiga umfram hina hugleysingjana.´

kv
Helgi

HP Foss, 7.5.2008 kl. 13:40

9 identicon

Karl, ég tek eftir að hún samstarfskona þín talar um órökstutt hjal gegn stjórnmálamanni og sjálfri sér og tilkynnir að það varði við lög.

 Þið mynduð gera pólitíkinni í Mosfellsbæ mikinn greiða með því að kæra mig til löggjafans, ég er til í slaginn þar sem ég tel mikla þörf á endurbótum í forystusveit bæjarmála í Mosfellsbæ og slík kæra gæfi málinu þarfa athygli og í dómsölum þýðir ekkert að slá ryki í augu áheyrandans.  Ég skora á ykkur að kæra og sannið fyrir mér og öðrum að þig getið staðið við málflutning ykkar og hafið kjark til þess.

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, 270 Mosfellsbæ, sími: 8965112 (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:27

10 Smámynd: Karl Tómasson

Það er vægast sagt leitt að geta ekki haldið úti bloggsíðu og skrifað um daginn og veginn öðruvísi en á hana sé herjað með dónaskap og leiðindum í tíma og ótíma.

Sennilegast er þetta aðal ástæðan fyrir því að flestir stjórnmálamenn standa ekki í því að skrifa á þessum vettvangi en þeir hinir sem það gera og treysta sér til hafa flestir lokað fyrir athugasemda kerfi sitt. Með öðrum orðum fólk fær ekki tækifæri til að tjá sig um skrif þeirra.

Nú er svo komið að það er orðið nákvæmlega sama um hvað ég skrifa, einn maður sér alltaf ástæðu til að koma inn á vettvanginn með linnulausar athugasemdir um spillingu og eitthvað gruggugt í pokahorninu með samblandi af háðung og niðurlægingu.

Þessum sama manni benti ég góðfúslega á fyrir brátt þremur mánuðum, hér á síðunni, að fara rétta leið með sín erindi og hugðarefni og senda þau á opinberann vettvang bæjaryfirvalda, ekki á mína persónulegu síðu.

Ef eitthvað er þá gerast nú athugasemdirnar hjá honum æ svæsnari og í raun mjög alvarlegar. Það eitt að bendla mig persónulega og Vinstri græn í Mosfellsbæ sífellt við spillingu og bittlinga á opinberum vettvangi án þess að færa fyrir því nokkur rök er mjög alvarlegt.

Ég skora á Ólaf að benda á einhvern stað þar sem ég hef tjáð mig og veist með dónaskap og niðurlægingu að einhverri manneskju.

Ólafi er Hjördísi Kvaran hugleikin eins og svo mörgum öðrum. Hjördís er vinur minn rétt eins og svo margir aðrir gestir sem hingað koma. Allt sem hún skrifar hér og á sinni eigin síðu gerir hún undir sínu nafni og því á sína ábyrgð. Það er meira en margur getur sagt.

Ef Ólafur telur að hann sé á einhvern hátt að koma höggi á mig með marg ýtrekuðum tengingum Hjördísar við mig, þá er það mesti misskilningur.

Hjördís er einn af mínum bestu og skemmtilegustu vinum. Hún er manneskja sem er algerlega þess virði að kynnast betur en dæma ekki að ósekju. Hún hlýtur að meiga hafa skoðun eins og aðrir.

Nú skora ég á þig Ólafur í síðasta skipti að láta af þessum gengdarlausu, tilefnislausu og alvarlegu árásum og fara rétta leið með fyrirspurnir þínar.

Þín erindi varða ekki aðeins einn stjórnmálaflokk, svo ekki sé nú talað um eina persónu.

Karl Tómasson, 7.5.2008 kl. 15:10

11 identicon

Karl, í hvert sinn sem að einhver´"óþægileg" pólitísk málefni nálgast þig þá kemur þú með klisjuna að þú sért einungis að blogga þér til gamans og að þetta sé ekki vettvangur stjórnmálaumræður.  Því vekur það furðu mína að þegar umræðan dettur niður hjá þér kemur þú reglulega með stjórnmálalegt ádeiluinnkast á bloggið og nefnir þar menn eins og mig eða Gunnlaug B., Varmársamtökin eða Valda vin þinn  í því samhengi, og hvernig getur þú þá ætlast til að fá ekki viðbrögð.

 Það eru ekki margir dagar síðan þú gerðir það síðast og blandaðir mér í umræðuna í færslu kl 22:56 þar sem þu segir m.a.



"Mér dettur nýlegt dæmi í hug þegar ég var að skrifa um lagningu göngustiga í Mosfellsbæ. Þá birtist skyndilega ágætur maður sem sá sig knúinn til að ræða um spillingu í bæjarstjórn. Sú athugasemd tengdist golfíþróttinni í Mosfellsbæ.

Sú umræða náði hæstu hæðum hjá einum af aðal talsmönnum Varmársamtakanna sem oftast er nefndur Varmársamtaka Valdi. Ég held reyndar að umræðan hafi nú, þegar öllu er á botninn hvolft best átt heima þar. Risið á henni var þess eðlis."

http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/entry/525695/

Þetta geriri þú reglulega og ef þú vilt ekki umræðuna, hvers vegna ert þú þá að blása í lúðra??

Þú getur alveg verið rólegur með það að þegar ég fer með umfjöllunina á opinberan vettvang annan en þetta frístundarblogg hér, þá ert þú ekki miðdepill þeirrar umræðu, heldur bæjarstjórn Mosfellsbæjar í heild sinni og sjálfstæðismenn í fókus.

En nú verður athyglisvert að fylgjast með mögulegri aðför Vinstri Grænna og Sjálfstæðismanna að Varmársamtökunum á aðalfundi þeirra á morgun.  Það er eitt að vera ósammála í pólitík en að gera skipulagða aðför að íbúasamtökum, það verður athyglsivert að fylgjast með framvindu mála.

Það var haft samband við mig að ónefndum framámanni VG í Mosfellsbæ og fulltrúa sjálfstæðismanna fyrir síðasta aðalfund VS og ég beðinn um að taka slaginn með þeim gegn sitjandi stjórn VS, sem ég afþakkaði.  Það er betra að geta þess að ég viti frá fyrstu hendi hvað ég er að tala um áður en að ég verð aftur sakaður um að fara með fleipur.

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, 270 Mosfellsbæ, sími: 8965112 (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 16:01

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Karl, þetta er ágætur texti eftir Sigurbjörn og líka mjög góð pæling eftir Steinunni vinkonu þína. Þú berð hinsvegar einn ábyrgð á þínu píslarvætti. Það vex sem þú beinir athyglinni að.  

Tortryggni þín og vörn kemur í veg fyrir virðingu fyrir fjölbreytileika í skoðunum. Að vera kafbátur í pólitík, langrækinn og hefnigjarn er hlutskipti sem þú hefur valið sjálfur. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.5.2008 kl. 18:06

13 identicon

Skil ekki skrif Ólafs. Hér birtist hugleiðing út frá orðum biskups og einn maður urlast út af öllu. Hvernig væri að vera málefnalegur?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:09

14 identicon

Sæll Gísli,  ég skil vel að þú eigir erfitt með að botna ósköpin sem eru í gangi, þetta er eins og að koma inn í málstofu eftir langa umræðu þar sem er farið að hitna í kolunum.

Það er skemmst frá því að segja að niðurlag hugleiðinga Karls hér að ofan er m.a. beint að mér persónulega vegna þess að ég hef verið að gagnrýna misskiptingu, fjárveitngar, bitlinga og sérhagsmunagæslu í bæjarfélaginu og fengið að finna til tevatnsins fyrir að vera svona  „neikvæður“ .   Það er sjaldan vegur til vinsælda að fjalla um slíka hluti, en hvernig væri  samfélagið ef við leyfðum kjörnu fólki að gera nákvæmlega það sem þeim sýnist athugasemdalaust.

Það er ósköp skoplegt að bregðast við gagnrýni með því að nota orð biskups og gefa í skyn illt innræti og annarlegan tilgang, en þeim orðum var m.a. beint til mín og ég bregst við því J

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, 270 Mosfellsbæ, sími: 8965112 (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 19:39

15 Smámynd: Karl Tómasson

Óli, þú rærð lífróður í að réttlæta öll ósköpin sem þú hefur séð ástæðu til að hengja eina persónu fyrir og einn stjórnmálaflokk. Á sama tíma og þú segist ætla að fókusera á sjálfstæðisflokkinn og aðra bæjarfulltrúa einhvern tíman seinna. Ég spyr hvenær og enn og aftur af hverju gerðir þú það ekki á réttan hátt eins og ég benti þér á strax í upphafi.?

Þú reynir ítrekað að höfða til samvisku mætra manna eins og t.d. Sigurðar Hreiðars og nú Gísla og benda þeim á eitthvað misjafnt.

Átti semsagt fyrst að reyna að athuga hvort ég gæti beitt  persónulegri vináttu til að rétta af einhverja misskiptingu að þínu mati á milli klúbba í bæjarfélaginu. Einhverjum bitlingum. Samninga sem voru gerðir löngu fyrir mína tíð í bæjarpólitíkinni.?

Ef það er eitthvað sem þú sérð ástæðu til að taka til þín í færslu minni hér að ofan úr orðum biskups, þá er það þitt mál. Þú ert ekki nafngreindur þar.

Þú sérð hinsvegar ekkert athugavert við það að taka einn manna undir fullu nafni ásamt mörgum öðrum undir tilbúnum nöfnum þátt í að reyna að niðurlægja einn opinberan embættismann. Af hveju skrifa allir þar undir leyninöfnum? Er eitthvað í þeim skrifum sem fólk þarf að vera hrætt við eða skammast sín fyrir? Sú umræða hefur átt sér stað í eitt ár og var lengst af einn tengiliður á síðu Varmársamtakanna.

Komdu nú með allt þetta misjafna og ljóta að þínu mati á sjónarsviðið og sigldu hriplekri skútunni í var eða til Valda Sturlaugz á meðan svikin verða rannsökuð.

Ég get ekki gefið þér betra heilræði.

Kær kveðja Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 7.5.2008 kl. 20:22

16 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takið eftir hvernig Hjördís Kvaran og Karl Tómasson gera sitt til að ögra Ólafi inn í áframhaldandi ásakanir og skrif. Þanig að réttlæting fáist fyrir því að leika áfram hlutverk píslarvottsins.

En þið berið sjálf ábyrgðina og hafið val um framlag ykkar til umræðunnar. Þið hafið nýtt það illa um langt skeið og laðið að ykkur það sem þið eigið skilið. Hjördís er vonsvikin að ég fari ekki inn í veröld ljótleikans með henni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.5.2008 kl. 20:43

17 identicon

Mér þykir skondið að sjá mann eins Óla ásaka Hjördísi fyrir einhverskonar níðskrif í sinn garð á sinni síðu en geta svo ekki bent á neitt máli sínu til stuðninga og á sama tíma tekur þessi Óli þátt í því nákvæmlega sama og hann ásakar Hjördísi og aðra fyrir á síðu Valda Stulaugz. Þar hefur ekki vantað innlegg hans í umræðuna í garð annarra. Ég tek nú bara undir orð Hjördísar hér að ofan, þessum manni er ekki sjálfrátt 

Ágústa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:58

18 Smámynd: Karl Tómasson

Það er slæmt að geta ögrað manni eins og Ólafi inn í áframhaldandi ásakanir og skrif eins og Gunnlaugur B. varaformaður Varmársamtakanna segir hér að ofan. Ég hefði haldið að hver og einn sem vill taka þátt í opinberri, málefnalegri og lýðræðislegri umræðu verði að hafa til þess hvatir sjálfur.

Á hverra vegum er þá annars þessi penni sem lætur ögra sér ef hann er ekki á sínum eigin vegum.? Er honum ögrað inn á síðu Valda.? Nei, ég bara spyr.

Karl Tómasson, 7.5.2008 kl. 21:27

19 identicon

Gættu að einu atriði Karl, það á ekki að þurfa persónulega vináttu til að rétta af misskiptingu, það gerir maður vegna þess að misskipting er óréttlát.

Ég var búinn að skrifa langan pistil um misskiptingu, sérhagsmunagæslu osvfrv.  en ég hætti við, það hefur ekkert upp á sig, enginn heima hjá VG.  Kannski það sé einhver heima í sjallanum ?

Já og Karl, vinsamlegast ekki vera með meiningar eins og í niðurlagi greinarinnar hér að ofan og afneita síðan meiningunni, alltof mikið Kvarann stíll á því og er móðgandi fyrir vitsmuni fólks. 

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, 270 Mosfellsbæ, sími: 8965112 (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:50

20 Smámynd: steinimagg

Heilræði dagsins 2...

Ef þú sýnir öðrum góðvild, mun fólk hugsanlega ásaka þig um sjálfselsku og annarlegar hvatir:
~ Sýndu öðrum góðvild, þrátt fyrir það.

- MT...

steinimagg, 7.5.2008 kl. 21:51

21 identicon

Það komu svo margar athugasemdir inn á meðan ég var að senda síðasta texta þannig að ég vil árétta að ég var að vísa til niðurlags upphafsgreinarinnar hér að ofan, "til umhugsunar".

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:02

22 Smámynd: Karl Tómasson

Niðurlag greinarinnar eru einnig orð biskups kæri Óli og ef þér falla þau ekki og finnst þau móðgandi eða Kvaran stíll á þeim, þá er það þitt mál og ég tel einnig hrós til handa Hjördísi Kvaran.

Karl Tómasson, 7.5.2008 kl. 22:10

23 identicon

Þú vilt þá kannski vera svo vænn að leiða okkur sauðina í ljósið með þína íhugun á bakvið umrædd or biskups ?  Voru þetta kannski bara svona óígrunduð "orð dagsins" eftir það sem á undan er gengið

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:14

24 Smámynd: Karl Tómasson

Ég má til með að bæta við öðru úr þessari grein biskups sem ég vitna í, í færslu minni hér að ofan.

Þar segir hann.

"Ég bið fyrir því að kærleikurinn megi sigra í lífi sem flestra. Ég bið fyrir því að einfeldni, sakleysi og þjónusta fái meiri virðingu í þjóðfélagi okkar"

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 7.5.2008 kl. 22:17

25 identicon

Amen

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:26

26 identicon

Svona í lok þessa yndislega dags og eftri allar þessar góðu hugleiðingar og bænir þá er við hæfi að ljúka þessu með viðeigandi lagi:

http://www.youtube.com/watch?v=T2NEU6Xf7lM&feature=related

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:08

27 identicon

Elsku hjartans Óli minn. Þetta hjartnæma og fallega lag lýsir þér svo miklu meira en öll togstreitan sem hefur verið að brjótast um hér í þessum leiðindaskrifum. Sýnum hvort öðru kærleika og virðingu.

Líney Ólafsdóttir.

Líney Ólafsdóttir. (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:29

28 identicon

Sæl Lína mín og takk fyrir ljúf og hlý orð sem er kærkomin tilbreyting frá argaþrasinu, er það ekki bara þannig að þrátt fyrir allt þref og þras  berum við öll væntumþykju og virðingu fyrir hvort öðru innst inni... lognið í auga stormsins

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:47

29 identicon

Jú, svo sannarlega hefur þú ávallt sýnt virðingu, vináttu og elskulegheit.

Í mínum huga hefur aldrei verið stormur þegar þú átt í hlut. Það væri nær að segja Yfirveguð ígrundun á málefnum líðandi stundar.

Elsku Óli, vinátta þín er hafin yfir allt argaþras. Kveðja, Lína.

Líney Ólafsdóttir. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:31

30 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta eru nú meiri ósköpin! Það mætti halda að menn séu að æfa sig í að flytja Kærleiksheimilið á fjalirnar.

Hvenær og hvar verður frumsýningin?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband