Frístundahandbók Mosfellsbæjar

fristundforsidaÁ Mánudaginn kemur verður dreift inn á öll heimili í Mosfellsbæ okkar árlegu og vönduðu handbók, Frístund 2008 - 2009.

Eins og flestir vita er þetta handbók sem hefur að geyma upplýsingar um fjölbreytt og skemmtilegt íþrótta- og tómstundarstarf í bæjarfélaginu fyrir fólk á öllum aldri. Að vanda er úr heilmiklu og vönduðu starfi að velja sem stýrt er af fagfólki og áhugasömum leiðbeinendum. 

Handbókina má sjá á heimasíðu Mosfellsbæjar, mos.is

 

Ágætu Mosfellingar.

Mosfellsbær hefur löngum verið talinn fjölskylduvænn útivistarbær. Á meðal íbúa hans og bæjaryfirvalda ríkir einhugur um að viðhalda þeirri stefnu og ímynd fyrir bæjarfélagið.  Ásókn eftir búsetu í Mosfellsbæ hefur aldrei verið meiri og segir það okkur vonandi að bæjaryfirvöld séu á réttri leið í mótun á fjölskylduvænu samfélagi. Bærinn státar af nokkrum glæsilegustu íþróttamannvirkjum landsins, sama hvar niður er borið.  Allur sá fjöldi íþróttagreina, sem stundaður er innandyra sem utan-, býr við fyrsta flokks aðstöðu.

Þessa dagana er undirbúningur í fullum gangi vegna fyrirhugaðs ævintýragarðs á milli Varmár og Köldukvíslar, fuglaskoðunarhús rís brátt í Leiruvogi og skátar hafa unnið að gerð göngukorts í samvinnu við Mosfellsbæ. Einnig mun útivistaraðstaða við Hafravatn rísa bráðlega. Þar er m.a hugmyndin að setja upp bryggju sem mun gerbreyta aðstöðu þeirra sem vilja fara út á vatnið.

Frístund hefur komið út um þetta leyti árs um nokkurra ára skeið. Blaðinu er dreift inn á öll heimili í Mosfellsbæ og verður vonandi kærkomin sending.  Ég hvet alla Mosfellinga til að kynna sér vel það gróskumikla tómstundastarf sem blómgast í bæjarfélaginu og kynnt er á síðum Frístundar.

Gleðilegt sumar.

Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Skrambi er þetta gott ávarp hjá forsetanum, orð í tíma töluð.
Heyr, heyr! Húrra. Húrra.Húrra. Húrraaaaaa!

Kveðja frá útungunarstöð kratanna, Hafnarfjörður 100 ára og verulega farið að sá í hann.

HP Foss, 2.5.2008 kl. 22:43

2 identicon

Sæll Kalli.

Gætirðu verið svo vænn að kíkja aðeins í gestabókina hjá þér.

Ég er með fyrirspurn þar, sem á ekkert skylt við bæjarmálin ykkar megin.

Með bestu kveðju, Steinn Skaptason.

Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 01:37

3 identicon

Ég vil benda á að upplýsingar sem koma fram í bæklingnum um Golfklúbbinn Bakkakot eru allar rangar og úreltar, það þarf ekki annað en fara inn á golf.is til að sjá að hér hafa menn ekki unnið vinnuna sína.

Gerð frístundarblaðsins hefur væntanlega farið í hendurnar á lægstbjóðnda þegar verkið var boðið út, en gæta skal að því að vandað sé til verka og hverri starfsemi sýnd sú virðing sem henni ber og ekki sé kastað til hendinni þó kapp sé um að fá verkefnið.

Annars leikur mér forvitni á að vita hvaða fyrirtæki sá um gerð frístundarbæklingsins ?  Veist þú eitthvað um það Karl ?

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:31

4 identicon

Svona góðum hugmyndum stelur maður norður yfir...kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:51

5 Smámynd: Karl Tómasson

Óli, mikið kemur þú með neikvæða sýn og brag á allt sem reynt er að gera hér í bæjarfélaginu inn á mína síðu í tíma og ótíma.

Ég hvet þig eindregið til að reyna að snú af þessari braut og koma þínum hugðarefnum og þankagangi fram á jákvæðari hátt. 

Sá félagsskapur sem þú, af öllum mönnum, ert nú dottinn í og kýst að reyna að blómstra og fanga óskipta aðdáun frá með skrifum þínum, skammast sín fyrir málflutning sinn. Þess vegna kemur þar engin fram undir nafni.

Er ekki ómögulegt að eyða heilu og hálfu dögunum í skrif og svara þeim svo aftur sjálfur hálftíma síðar undir einhverju öðru nafni og fá svo aðdáun klukkustund síðar frá einum af nafnleysingjunum.

Þetta er vægast sagt óskaplegt tilhugsunar. 

Karl Tómasson, 4.5.2008 kl. 20:09

6 identicon

Það vakti undrun mína þegar ég las frístundarbæklinginn að allar upplýsingar um Bakkakot voru úreltar, en þar er bæði gömul verðskrá og röng nöfn á stjórnarmönnum sem nefndarmönnum jafnt sem rangar upplýsingar varðandi kennslu osvfrv.

Það má vera að þetta sé neikvætt að benda á þetta en er það ekki jákvætt í raun og veru að benda á það sem illa er gert svo að bæta má úr því ?

Ég ætla ekki að munnhöggvst við þig um þau atriði sem þú nefnir hér að ofan, en ég vil gjarnan fá svar við því hvaða fyrirtæki hefur unnið að gerð frístundarbæklingsins ?

Þegar verkið var boðið út þá hlítur að hafa komið fram hver fékk verkið og ég geri ráð fyrir að þú vitir hver vann að gerð bæklingsins?

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:07

7 Smámynd: Karl Tómasson

Óli, á meðan ég ritstýrði Mosfellingi fór Sigurður íþróttafulltrúi þess á leit við mig að umbrjóta Frístund og það gerði ég í nokkur skipti.

Sennilega ástæður þess tel ég vera að í myndasafni Mosfellings eru þúsundir mynda frá bæjarlífinu. Undanfarin þrjú hefur þessi vinna verið á höndum Hilmars Gunnarssonar núverandi ritstjóra Mosfellings.

Eins og annað sem þú hefur verið að reyna að finna eitthvað misjafnt við, var þetta löngu fyrir mína tíð í bæjarstjórnarmálunum í Mosfellsbæ.

Þetta er ekki verkefni að þeirri stærðargráði að þörf sé á útboði.

Hvað varðar léleg vinnubrögð að þínu mati í handbókinni þá veit ég að ítrekaðar tilraunir til að fá sendar upplýsingar frá Bakkakoti báru ekki árangur. 

Karl Tómasson, 4.5.2008 kl. 23:09

8 identicon

Ég þekki ekki til samskipta Mosfellings ehf við Golfklúbb Bakkakots, en eitt veit ég þó að allar upplýsingar um Golfklúbba er að finna á golf.is og er það ekki mikil vinna að sækja þangað upplýsingar.  Ég mun að sjálfsögðu spyrjast fyrir hvort eða hvers vegna þessum umleitunum ykkar var ekki svarað.

http://www.golf.is/pages/klubbasidur/golfklubburbakkakots/gjaldskra/

http://www.golf.is/pages/klubbasidur/golfklubburbakkakots/stjornirognefndir/

Það er hinsvegar umhugsunarefni varðandi verkefnaúthlutun til skildra aðila án þess að leita tilboða því dæmin eiga það til að sanna regluna.  Ég ætla ekkert að vera að eltast við þig með þetta mál sérstaklega, þú verður sjálfur að gera það upp við þig hvað þér finnst rétt og rangt í slíkum málum.   Eins og komið hefur fram þá er ég að skoða fjárveitingar innan ákveðins málaflokks og það vakna þær spurningar hvort að það þurfi að endurskoða hvernig málum er almennt háttað hjá bænum.  Þarna er kannski verkefni fyrir þig að vinna.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:37

9 Smámynd: Karl Tómasson

Samskipti Mosfellings og Bakkakots hafa held ég verið ágæt. Nokkrum sinnum hefur blaðið birt myndir frá starfinu þaðan.

Ég held Óli að þú áttir þig nú á því sjálfur að við gerð og upplýsingaöflun í handbók sem þessa er ekki hægt að reiða sig á upplýsingar frá heimasíðum, þær geta rétt eins verið úr sér gengnar. Það er hvorki hægt að fara fram á slíkt við þann sem sér um handbókina né áræðanlegt að reiða sig á slíkt.

Þess vegna fá öll félagasamtök sendan póst þar sem óskað er eftir nýjum upplýsingum og mörg dæmi eru um talsverða vinnu við að ganga á eftir slíku, það þekki ég t.d. mæta vel frá því að þetta starf var á mínum herðum.

Þannig hefur þetta farið fram öll árin og því engan vegin sanngjarnt að sakast við þann sem umbrýtur blaðið.

Karl Tómasson, 5.5.2008 kl. 00:12

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég hef ekki flett þessum bæklingi til fulls, en mér er sagt að FaMos sé að engu getið í honum. Og fullyrði að FaMos hefur ekki fengið bréf eða aðrar upplýsingar um að útgáfan stæði til.

Þannig var þetta einnig hér áður fyrr með Kirkjukór Lágafellssóknar, það var barningur að fá hann inn í frístundabæklinginn og satt að segja veit ég ekki hvort hann hefur haldist inni.

Nú ætla ég að fara og leita í blaðabunkanum að þessu nefnda blaði og skoða það vandlega. En ég skal ekki kenna umbrotsmanninum um neitt.

Sigurður Hreiðar, 6.5.2008 kl. 10:20

11 identicon

Ég hef verið í sambandi við forráðamenn hjá golfklúbbi Bakkakots og þar kannast enginn við að hafa fengið hvorki póst, tölvupóst né
símhringingu frá ykkur varðandi frístundarblaðið.

Þið gerið ykkur væntanlega grein fyrir því að gjaldskráin sem þið birtið er tveggja ára gömul og þarf í kjölfarið á þessu klúðri væntanlega að lækka vallargjöld þar sem að ótækt er að neita bæjarbúum um að spila völlinn á því gjaldi sem að þið gefið upp í Frístundarblaðinu.   Það er vart á bætandi í þeim efnum þar sem 99,9% af fjárveitingum frá Mosfellsbæ  til golfíþrótta fer til Kjalar.

Mér er spurn hvort að hér væri ekki betur staðið að málum og faglegri
vinnubrögð höfð í heiðri ef að leitað hefði verið tilboða í gerð
Frístundarblaðsins frá fagaðilum, í stað þess að vera í sérhagsmunagæslu með því að veita Mosfellingi ehf. sem
er í eigu forseta bæjarstjórnar verkefnið án útboðs.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:23

12 identicon

Ég tek eftir að Sigurður Hreiðar bendir á að það reynist erfitt fyrir aðila í bænum að koma upplýisingum í bæklinginn, ég hef einnig heyrt samskonar umkvörtun þar sem reynt hefur verið í tvö ár að koma upplýsingum á framfæri um þá frístunda og menningarstarfsemi. 

Mann leggur í grun að hér þurfi menn ekki að vera á tánum til að halda verkefninu og þannig stundi of mikip copy/paste við framleiðsluna.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:46

13 identicon

Góðan daginn

Í kjölfar umræðu ákveðins aðila hér á síðu Karls um vinnslu Frístundahandbókar sé ég mig knúinn til að sýna þeim sem vilja þau samskipti sem fram hafa farið við Golfklúbbinn Bakkakot við vinnslu blaðsins.
Ég semsagt sé um umbrot á þessari handbók sem Mosfellsbær gefur út. Því miður sáu þeir sér ekki fært um að uppfæra upplýsingar frá fyrra ári. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til þess að reyna fá þá til þess.
Ég veit ekki af hverju sjálfskipaður talsmaður Bakkakots hér á síðunni er að reyna að gefa það í skyn að illa sé staðið að vinnslu þessa blaðs og vinnubrögð ekki sæmandi.
Sem fyrr, er öllum klúbbum/félagasamtökum í Mosfellsbæ velkomið að koma á framfæri upplýsingar um starfsemi sína í Frístund þeim að kostnaðarlausu. Netfangið er fristund@mosfellingur.is
Hins vegar er áhuginn misjafn, en reynt er að ná til allra sem að hlut eiga. T.d. sendur póstur á stóran póstlista sem inniheldur m.a. netföng allra sem titlaðir eru fyrir sinni starfsemi frá fyrra ári. Einnig var auglýst í bæjarblaðinu Mosfellingi eftir texta um starfsemi klúbba í bæjarfélaginu. Þannig að það er reynt eftir fremsta magni að ná sem allra flestra.
Í frístund er safnað saman upplýsingum frá hátt í 100 aðilum.

Ég sé ekki tilgang í því að tjá mig frekar um þetta hér á síðu Karls. En allar ábendingar og fyrirspurningar varðandi Frístund má senda á fristund@mosfellingur.is

Kv. Hilmar Gunnarsson, s. 694-6426

Hér koma þau samskipti við Bakkakot þar sem þeir fengu tækifæri eins og aðrir að koma sínum upplýsingum til skila.  

------------------
14. mars 2008
Auglýsing í Mosfellingi
Frístundastarf
Upplýsingarit um tómstundastarf
Hópar og félagasamtök eru minnt á að skila inn upplýsingum fyrir Frístund 2008-2009. Skilafrestur er 4. apríl Netfangið er fristund@mosfellingur.is

-----------------
20. mars 2008
Sendur póstur á stóran póstlista. Ma. formenn klúbba/félaga eða þá sem hafa séð um upplýsingaflæði frá viðkomandi klúbbi.
Þar á listanum var Anton Bjarnason, anton@glerborg. Formaður golfklúbbsins Bakkakots skv. upplýsingum frá fyrra ári í Frístund. Ennþá í stjórn klúbbsins og er gjaldkeri klúbbsins í dag skv. golf.is

> Subject: Frístund 2008-2009 > > > >
Góðan daginn öll sömul
Nú er hafin söfnun upplýsinga fyrir árlega frístundahandbók sem kemur út í lok apríl. Upplýsingarit um tómstundastarf sem Mosfellsbær gefur út. Öllum félagasamtökum/klúbbum er velkomið að vera með upplýsingar um sína starfsemi þeim að kostnaðarlausu.Gjarnan má láta fylgja með mynd úr starfinu. Skilafrestur er til 4. apríl.Hægt er nálgast Frístund frá því í fyrra á eftirfarandi slóð:  http://mos.is/Files/Skra_0019410.pdf
Nánari upplýsingar sendist á þetta netfang: fristund@mosfellingur.is

-----------------
4. apríl 2008
Auglýsing í Mosfellingi
Skilafrestur fyrir FrístundahandbókFrístund 2008-2009. Upplýsingarit um tómstundastarf.
Hópar og félagasamtök eru minnt á að skila inn upplýsingum fyrir Frístund 2008-2009.

Gjarnan má láta fylgja mynd úr starfinu.

Skilafrestur er til 6. apríl.
Netfangið
er fristund@mosfellingur.is

-----------------
6. apríl 2008
Frestur rennur út 
--------- 
8. apríl 2008  

Ítrekun send á stjórnarmenn Bakkakots.

Meðfylgjandi er textinn frá fyrra ári.

 

Anton Bjarnason, formaður 2007, gjaldkeri 2008, anton@glerborg.is

Guðjón Jóhannsson, ritari 2007, ainga@binet.is

Páll Júlíusson, formaður barna- og unglinganefndar 2007 og 2008, pj@pj.is

Páll sá einnig um þennan texta í fyrra fyrir hönd Bakkakots.

  

Góðan dag

 

Mig vantar enn texta frá ykkur í Frístund.

árlegu frístundahandbókina sem gefin er út af Mosfellsbæ.

Ég sendi ykkur textan frá því í fyrra.

Þið endilega uppfærið hann og sendið sem fyrst til baka

 

Kv. Hilmar

 

----------------

16. apríl 

Tala við Sigurð Guðmundsson, íþróttafulltrúa og ábyrgðarmann Frístundar.

Bið hann um að hafa samband við Bakkakot.

Ekki næst í þá.

 

---------------------

 

25. eða 26. apríl (man ekki hvor)

 

Hringi persónulega í Pál Júlíusson, formann barna- og unglinganefndar og inni eftir textanum í Frístund þar sem hann hafi séð um þessi mál fyrir klúbbinn síðustu ár.

Hann bendir mér á að tala við formann klúbbsins.

 

Ég hringi persónulega í Anton Bjarnason, titlaðan formann í síðustu Frístund skv. upplýsingum frá Páli Júlíussyni.

Hann segist ætla að bjarga þessu hið fyrsta eða í síðasta lagi á mánudaginn 26. apríl.

Ég kem honum í skilning um að Frístund fari í prentun á mánudagskvöld. Hann gefur mér upp annað netfang, anton@maxco.is, sem ég sendi texta fyrra árs á.

  

-------

 

26. apríl

 

Póstur sendur á Anton, anton@maxco.is

 

Sæll

Hérna kemur textinn frá því í fyrra.

Endilega uppfærið og sendið til mín sem allra fyrst.

Blaðið ferð í prentun á mánudagskvöld.

Kv. Hilmar

 

-----------

 

28. apríl

 

Enginn póstur hefur borist frá Antoni þannig að ég sendi honum aftur póst.

 

Sæll

Þú manst að senda á mig uppfærðan texta.... sem allra fyrst.

Fer í prentun í kvöld

Kv. Hilmar

 

-----------

 

29. apríl

 

Frístund fer í prentun. Því miður hefur ekkert enn borist frá Bakkakoti þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Ég ákveð því að birta svipaðan texta og í fyrra. Vildi leyfa þeim engu að síður að vera með.

 

----------

 

Þannig hafa samskiptin við Bakkakot verið í sambandi við Frístund 2008.

Auðvitað má vera að einhver netföng séu orðin úrelt. En það var allavega mikið reynt að fá upplýsingar frá þessum tiltekna golfklúbbi eins og sjá má. Bæði í gegnum síma, þá sem sáu um hlutina í fyrra sem og formann klúbbsins. En því miður.

Það er öllum velkomið að vera með í Frístund. Bara svo lengi sem menn láta heyra frá sér eða svara kallinu. Netfangið er sem fyrr fristund@mosfellingur.is 

Hilmar (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:04

14 identicon

Í fyrsta lagi er lítil auglýsing í Mosfellingi ekki til að fanga athygli, í örðu lagi hefur Páll ekki sinnt störfum fyrir klúbbinn síðustu 2-3 ár og í þriðja lagi þá hafa allar upplýsingar um nöfn og tengiliði legið fyrir á formlegri síðu klúbbsins með öllum réttum netföngum síðan í febrúar

http://www.golf.is/pages/klubbasidur/golfklubburbakkakots/stjornirognefndir/

Ég talaði meðal annars við Anton Bjarnason fráfarandi formann í dag til að vita hvort að einhver póstur hafi borist og beiðni um upplýsingar hafið legið hjá honum og fullyrti hann að svo er ekki, enda er það ekki í hans verkahring að sjá um slíkt.  Allar formlegar upplýsingar frá golfklúbbum íslands eru á golf.is til að þær séu aðgengilegar öllum og þar er verðskráin meðal annars rétt eins og upplýsingar um tengiliði, en eins og þið sjáið þá enda öll netföng á gob.is

Staðreyndin er sú að þessar upplýsingar um Bakkakot eru rangar og verðskrá röng, það er ykkar fullyrðing að þið hafið gert allt sem gera skal til að vinna samviskusamlega og faglega en þar bera verkin  veruleikanum vitni.

Eftir stendur enn sú spurning hvort að sami metnaður er lagður í verk  fyrir hönd bæjarins sem forseti bæjarstjórnar skaffar fyrirtæki sínu án samkeppni og útboðs ?

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:26

15 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Sigurður. Það eru þrjú ár síðan ég kom síðast nálægt vinnslu á Frístund.

Eins og fram kemur hjá Hilmari Gunnarssyni hér að ofan er lang heppilegast að senda á hann tölvupóst eða að hringja í hann ef þörf er á upplýsingum um hvaðeina sem varðar handbókina.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 6.5.2008 kl. 23:38

16 identicon

Já Karl Tómasson, þú ættir að gefa samstarfskonu þinni og flokksfélaga í Vinstri Grænum handbók um spillingu í stjórnmálum, þið gætuð síðan lesið hana saman og tekið til við að koma á umbótum í bæjarstjórnamálum í stað þess að vera í uppeldi hjá íhaldinu og læra af þeim gamaldags vinnubrögð bitlinga og sérhagsmunagæslu.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband