mið. 30.4.2008
Lýðræði eða ekki.
Aðalfundur Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar sem haldinn var s.l. þriðjudag heppnaðist í alla staði mjög vel. Hann var í senn fróðlegur og skemmtilegur. Fyrirlestur Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings og myndasýning var sérstaklega áhugaverð. Stjórn félagsins verður sú sama og undanfarið ár, skipuð þeim Guðjóni Jenssyni formanni, Vigdísi Pétursdóttur og Bjarka Bjarnasyni.
Framundan er nú öðru sinni aðalfundur Varmársamtakanna en flestum er kunnugt um hvernig fyrsta aðalfundinum lyktaði. Fyrir þann fund var skorað á fólk að gefa kost á sér í framboð og til stjórnarsetu og skilaði sú áskorun árangri. Dæmi voru um talsverðan undirbúning á meðal þeirra sem gáfu kost á sér. Þegar komið var að liðnum um kosningu til stjórnar var sá hluti fundarins, öllum að óvörum, blásinn af . Í kjölfarið leystist fundurinn upp og að sögn fundargesta olli sú afgreiðsla bæði hneykslan og vonbrigðum.
Nú er spurning hvort lýðræðið fái að njóta vafans í annarri tilraun Varmársamtakanna. Það er engan veginn Varmársamtökunum til framdráttar sem hafa endalaust hamrað á ólýðræðislegum vinnubrögðum hjá bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar í fjölmiðlum og á hvaða vettvangi sem er, að láta slík vinnubrögð spyrjast út um sig.
Það má líka spyrja sig hvort í raun lýðræði sé fólgið í því að láta fámennan hóp fólks, sem virðist hafa flest á hornum sér gagnvart bæjarfélaginu og framkvæmdum því tengdu, sama hvort um veglagningar er að ræða, lagningu nýs knattspyrnuvallar, lagningu göngustíga eða hönnun og framkvæmdir við nýtt miðbæjartorg svo eitthvað sé nefnt, bitna á þorra bæjarbúa, ekki einungis með neikvæðum skrifum heldur einnig með kærum og málaferlum. Slíkt kostar bæjarfélagið og þegna þess óhemju fjármuni. Þess vegna er það afar mikilvægt að ígrunda alltaf vel forsendur og tilgang slíkra málaleitanna.
Athugasemdir
Ég mæli eindregið með að þú kannir hvernig á því stóð að aðalfundi var frestað. Þú talar að frambjóðandi hafi eytt talsverðri vinnu í að undirbúa sig. Sá hinn sami veit manna best af hverju fresta þurfti fundinum. Hann gat ekki sætt sig við lög samtakanna og ákvað fundurinn því að taka þau til endurskoðunar. Hvað er lýðræðislegra?
Í umræðu um bæjarmál lítilsvirðir þú ætíð þá íbúa sem hafa vilja áhrif á gang mála í bæjarfélaginu. Finnst þér lýðræðislegt að taka þannig á málum? Líttu þér nær Karl Tómasson.
Það er góð vinnuregla að vera viðstaddur þá viðburði sem maður greinir frá. Ég býð þig því velkominn á aðalfund Varmársamtakanna 8. maí!
Stjórnarmaður í Varmársamtökunum
Sigrún P (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:07
Fallegur dagur í dag, fullur af sól og vori. Forystumaður VG hlítur að koma með innlegg ríkt af væntumþykju og góðum óskum um til fólks um aðstæður allar á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.
Það er engin ástæða til að festast í leiðindum út í Varmársamtökin.
Gunnlaugur B Ólafsson, 1.5.2008 kl. 12:37
Ætlun mín var nú ekki að æsa Varmársamtakameðlimina tvo upp á þessum fallega degi. Staðreyndin er hinsvegar sú að sannleikanum er hver sárreiðastur.
Það var leitt að engin fulltrúi Samfylkingarinnar sá sér fært að mæta á fund Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar, þeir hafa verið svo duglegir að mæta á fundi umhverfissamtaka sem kenna sig við Varmá. Það sást þó til einhvers á vappi fyrir utan fundarsalinn í bókasafninu.
Ósköp er þetta allt ópólitískt og tilviljanakennt.
Karl Tómasson, 1.5.2008 kl. 13:14
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 13:25
Talandi um pólitík og tilviljanir, þá er það nokkuð broslegt að þú Karl virðist hafa krósnískt antipat á samtökum sem eru aðallega þekkt fyrir að halda uppi virkri baráttu á málefni sem þú nýttir þér til atkvæðaveiða á sínum tíma ef ég man rétt, ertu ekki í raun þeim sannleika sárreiðastur ?
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 13:49
hvenær a ad bæta vid ibudum þad er þeggar margir a lista ad bida eftir ibud mer finst þetta bara vestna en ad batna.omurlegt ad bua her sidan sjalfstædisflokkurin kom til valda og svo þu vid viljum fara a fa svor
þordis (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 16:28
U & n Mos var stofnað sem andsvar við Varmársamtökunum. Af fólki sem var í viðnámi og treysti sér ekki til þátttöku í opinni og lýðræðislegri umræðu. Á aðalfund þeirra mættu auk stjórnar Karl Tómasson og Hjördís Kvaran.
Já, þetta eru allt skemmtilegar tilviljanir.
Gunnlaugur B Ólafsson, 1.5.2008 kl. 17:26
vá, það er fjör hjá þér með ásökunum á bloggsíðunni þinni um ekki eitt sem þú þarft að hafa svar á heldur hitt og þetta kalli minn, en svona getum við notað lifið og æft okkur hver á öðrum til að læra að finna syntesen í hverjum hóp,
við byrjum á okkur og makanum,
svo kemur við og fjölskyldan
og svo kemur við og bæjarfélagið
svo kemur við og bæjarfélöginn
svo kemur við og heimsálfan og
svo kemur við og aðrar heimsálfur,
svo verður friður í Mið Austurlöndum,
svona er nú það, gangi þér vel kalli minn í þessari baráttu, þér mun takast að sameina það sem þarf að sameina til að þið finnið það besta í hverjum og einum í bæjarfélaginu ykkar, án áhrifa frá neikvæðum öflum sem vilja sundra, láttu vera að fókusera á þá sem eru neikvæðir í kringum þig, því þegar þú gefur því athygli þá eru litlir púkar sem klappa með litlu höndunum sínum og þeim hefur tekist það sem þeir ætluðu sér. það er ég viss um að þér tekst það.
Blessi þig kæri vinur
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 17:50
Þegar Vinstri græn mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar var ætlunin að vegurinn inn í hið nýja íbúðahverfi í Helgafellsland væri í nokkurra metra hæð þar sem hann liggur ofan Álafosskvosar. Þeim áformum breyttum við og nú liggur hann með landinu og einnig fjær Álafosskvos en til stóð. Ég fullyrði að í aðra eins vinnu og lögð hefur verið í Helgafellsveg eru fá dæmi um í bæjarfélaginu. Sennilega verður þetta einn fallegasti vegarkafli í Mosfellsbæ, hlaðinn náttúrugrjóti og gróðri. Svona skrifaði Gunnlaugur B. Ólafsson um Bjarka Bjarnason á bloggsíðu sinni þegar Bjarki gerði það opinbert að hann gæfi á sér kost til stjórnarsetu í Varmársamtökunum og dæmi nú hver fyrir sig um málefnalegu og kurteisilegu umræðuna sem þetta fólk hamrar á.
"Nú, skora ég á Bjarka og aðra af sama sauðahúsi að skrifa um sína framtíðarsýn og hugsjónir í þessum málaflokkum í stað þess að næra sál sína á því sem að þeir segja að aðrir séu að gera vitlaust."
Það er harla ólíklegt að varaformaður Varmársamtakanna hafi viljað fá mann úr sauðahúsi í stjórn sína. Það má auðveldlega áætla að kosningin hafi þess vegna m.a. verið blásin af á stjórnarfundinum. Öllum var ljóst að yfirburðaþekking Bjarka á umhverfi sínu og því sem hann hefur staðið fyrir hefði tryggt honum glæsta kosningu til stjórnarsetu í Varmársamtökunum.
Það skal tekið fram að formaður Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar, Guðjón Jensson kallar sig Mosa á bloggsíðu sinni og vann um árabil á bensínstöð í Mosfellsbæ. Svona skrifaði einn aðal talsmaður Varmársamtakanna oft nefndur Valdi Sturlaugz.
"Mér skilst að Georg Bjarnfreðarson og fleiri mosaþembur séu að saka Valda um að beita ofbeldi."
"Nú er það alræmt að Bjarki er mikill hæfileikamaður. Mér skilst að Karl sé það líka, a.m.k. á sviði tónlistar. Vinsældir Karls í hans hópi eru með ólíkindum og dettur Valda stundum í hug að hann þurfi ekki að gera annað en að leysa vind til þess að framkalla fagnaðarlæti hjá sumum þeim sem eru í hans innsta hring (sjá bloggsíðu Karls). Grein Bjarka í nýjasta Mosfellingi ber hins vegar ekki vott um mikinn frumleika. Það er von mín að Varmársamtökin fái að starfa áfram án þess að innsti hringur Karls Tómassonar sé þar með kjörinn fulltrúa í stjórn."
Já dæmi nú hver fyrir sig um kurteisina, málefnalegu og lýðræðislegu umræðuna.Karl Tómasson, 1.5.2008 kl. 19:13
Karl metur réttilega ýmsa kosti Bjarka Bjarnasonar en rangt er lesið í stöðu hans á fyrri aðalfundi. Þar kom fram í kosningu að viðhorf hans og neikvæð afstaða til stjórnar var í miklum minnihluta.
Annars fylgir Karl lítt andlegri ráðgjöf Steinunnar hér að ofan og byrjar með einhvern sparðatýning og klippitækni, sem skilar honum engu. Nær væri að heyra af sósialískri framtíðarsýn hans á 1. maí.
Gunnlaugur B Ólafsson, 1.5.2008 kl. 19:47
Gunnlaugur!!! Það er ekki spörðin sem liggja eftir þigog varmársamtökin og þennan Valda heldur heilu drulluklessurnar um allan bæ. Það eru allir að tala um það Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 20:09
Heilræði dagsins
Heiðarleiki og hreinskilni geta gefið höggstað á þér:
- MT...~ Vertu heiðarleg(ur) og hreinskilin(n), þrátt fyrir það.
steinimagg, 1.5.2008 kl. 21:57
Gulli er kannski ekki búinn að jafna sig eftir fýluferðina á jökulinn. Illa lesinn og án fjarskiptabúnaðar þverbraut hann vinnureglurnar, hissa á því að ferðafélagarnir settust niður losaði hann sig úr línunni.
Hann er sennilega eins og vegaskiltin, vísar veginn en fer hann ekki sjálfur. (Sparðatíningur er með einföldu, nema menn týni spörðum.)
fífill (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 22:09
Áhugavert væri að vita fullt nafn á þessari Guðrúnu sem upplifir að ég hafi eitthvað gert á hennar hlut. Svona hefur ekki nema ein manneskja talað til mín með upphrópunarmerkjum og gífuryrðum. Sú ber eftirnafnið Kvaran. En þeirri er ekki ástæða til að svara.
Gunnlaugur B Ólafsson, 1.5.2008 kl. 22:19
Hver er þessi huldumaður sem gerir sig að fífli með því að blanda óskyldu máli hér inn í umræðuna. Máli sem að hann telur sig geta dæmt um en hefur greinilega ekki kynnt sér.
Gunnlaugur B Ólafsson, 1.5.2008 kl. 22:23
Á bloggsíðu mína eins og aðrar koma oft og iðulega því miður einhverjir spekúlantar með athugasemdir sem tengjast umræðunni í það og það skiptið ekkert.
Mér dettur nýlegt dæmi í hug þegar ég var að skrifa um lagningu göngustiga í Mosfellsbæ. Þá birtist skyndilega ágætur maður sem sá sig knúinn til að ræða um spillingu í bæjarstjórn. Sú athugasemd tengdist golfíþróttinni í Mosfellsbæ.
Sú umræða náði hæstu hæðum hjá einum af aðal talsmönnum Varmársamtakanna sem oftast er nefndur Varmársamtaka Valdi. Ég held reyndar að umræðan hafi nú, þegar öllu er á botninn hvolft best átt heima þar. Risið á henni var þess eðlis.
Karl Tómasson, 1.5.2008 kl. 23:33
Uss, uss. Þessi Valdi er nú greinilega ekki skrifaður af manni með miklar gáfur og tæplega í jafnvægi. Hann þarf ekki að vera hissa á vinsældum Karls í hans hópi, því hef ég nú áður lýst. Blessaður Kalli, þetta Valda hyski er nú til þess fallið að hlusta á, enda held ég að þar nærist menn á hvers annars bakflæði. Ef hann væri á mbl blogginu, væri fyrir löngu búið að loka hann innan girðingar.
Kveðja frá Helga Páls
HP Foss, 1.5.2008 kl. 23:52
Það er ljúft og skylt að leiðrétta að ekki var farið rétt með nöfn þeirra tveggja sem sóttu aðalfund U & n Mosó. Það voru bæjarfulltrúarnir Karl Tómasson og Herdís Sigurjónsdóttir. Það er svolítið kómískur og sovéskur fréttastílll sem túlkar slíkt með setningunni "Aðalfundur . . heppnaðist í alla staði mjög vel". Búum til sannleika fyrir fólkið en ekki vettvang lýðræðis.
Gunnlaugur B Ólafsson, 2.5.2008 kl. 07:37
Mætti biðja um að hefja umræðuna á hærra plan?
Nokkrar ábendingar:
Gunnlaugur heldur því fram að Umhverfis- og náttúrurfræðifélag Mosfellsbæjar hafi verið stofnað til höfuðs Varmársamtökunum. Þessi fullyrðing er slæm kórvilla og eins röng og það að fullyrða að Álafosskvosin sé nafli alheimsins.
UNM er opinn félagsskapur áhugafólks um umhverfismál og náttúrufræði. Félagið starfar á lýðræðislegum og ópólitískum forsendum. Við viljum gjarnan vinna með öllu öllu fólki hvort sem þau eru bæjaryfirvöld eða aðrir að faglegri lausn þeirra viðfangsefna sem upp koma. Við skilgreinum okkur sem vettvang fræðslu um náttúru og umhverfi innan lögsagnarumdæmis Mosfellsbæjar. Við tökum ekki afstöðu til einstakra mála hvort þau séu rétt eða röng. Að þessu leyti stöndum við eðlilega ekki á sama meiði og Varmársamtökin sem virðast því miður oft taka mjög neikvæða umræðu fram yfir skynsemi og sanngirni. Hvað skyldi allt þetta þref sem tengist landnýtingu í hlíðum Helgafells hafa kostað bæjarbúa? Töluverðar tafir hafa orðið á framkvæmdum og e.t.v. kunna Varmársamtökin að hafa bakað sér skaðabótaábyrgð með ýmsum umdeildum athöfnum sínum.
Sem fyrrum lögfræðinemi þá tel eg ætíð farsælast að fara með mikilli gát og jafnvel betra að láta e-ð vera en að taka umdeilda afstöðu. Oft er því betra að þegja en segja!
Sú var tíðin að VG var núið um nasir að vera á móti öllu. Nú hefur Samfylkingin í Mosfellsbæ því miður tekið að sér það hlutverk. Að róa á móti straumnum hefur aldrei þótt auðvelt og oft betra að leita vars í tíma. Svo er einnig í þessari endalausu deilu Varmársamtakanna vegna tengivegarins í Helgafellshverfið.
Verkefni á sviði umhverfismála í Mosfellsbæ eru mörg. Þau eru víða um sveitarfélagið og þar er margt sem þarf að taka til hendinni áður en það verður of seint. Eitt þessara mála tengist nagladekkjanotkun en grjótnáma er í mynni Seljadals austan Hafravatns þar sem fögru stuðlabergi er fórnað í þágu óhóflegrar nagladekkjanotkunar á höfuðborgarsvæðinu. Betra væri að verja kröftum náttúruverndar við verndun umhverfisins þar sem unnt er að bjarga en óska eftir því að nauðsynlegar framkvæmdir verði eftir bestu ráðum bestu fagmanna.
MosiGuðjón Sigþór Jensson, 2.5.2008 kl. 15:26
Frú Konstantín og Kristín. Fjóla og Kristín. Fílósófinn og Óli. Bolla og Óli. Valdi, Gunnl, Sigrún og Ragnar á flakki. Allir á spjalli, hástemmdu, lýðræðislegu, málefnalegu og gáfulegu spjalli sem er þeim öllum þrekraun. Ef þau ganga heil til skógar þ.e.a.s.
Ágústa Jónsdóttir.
Ágústa (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 23:51
Ég fór hér inn á síðuna hjá Kalla til að skoða krummamyndir, en sá svo að ég blandaðist í umræðuna um umhverfis og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar. Það er rétt að ég fór á aðalfundinn, enda eigum við bæjarfulltrúar okkur líka líf. Ég hef hugsað mér að taka fullan þátt í starfinu í framtíðinni, sem einstaklingurinn Herdís Sigurjónsdóttir og vona að ég geti látið gott af mér leiða. Umræðan á aðalfundinum var afskaplega málefnaleg og fyrir þá sem ekki mættu var m.a. rætt um friðun landsvæða, ævintýragarð, samstarf við önnur félög, fuglaskoðunarferðir og gönguferðir sem félagið mun standa að. Fyrirlestur Jóhanns Óla var frá mjög fróðlegur og kom mér á óvart hvað fuglalífið er fjölbreytt í Mosfellsbæ og verður enn skemmtilegra að ganga um sveitina og skoða fugla, eftir kynningu Jóhanns Óla.
Herdís Sigurjónsdóttir, 3.5.2008 kl. 10:03
Hef fulla trú á að fundurinn hafi gengið vandræðalaust og innlegg Jóhanns Óla hafi verið fróðlegt. Það er bara kómískt eitt og sér að það skuli eingöngu mæta tveir bæjarfulltrúar. Svo komi þessi Kremlarlega fréttaskýring hér fyrir ofan um að fundurinn hafi verið vel heppnaður í "alla staði".
Það er sem sagt aukaatriði að það komi fólk á svona samkomur. Síðan er í næstu málsgrein byrjað á einhverju driti á Varmársamtökin. Tveggja manna partý lætur ekki ólýðræðisleg "vinnubrögð spyrjast út um sig" eða að afgreiðsla mála valdi "bæði hneykslan og vonbrigðum" meðal fundargesta. Það er auðvitað allt annað líf.
Liggur það ekki klárt og klippt að það er ekki hægt að ganga lengra í flokkspólitískum afskiptum af félagsstarfi en þegar tveir bæjarfulltrúar meirihlutans eru einu gestir fundarins? Sömu aðilar og hafa hamast hvað mest á Varmársamtökunum vegna meintra flokkspólitískra tengsla. Það er oft auðveldara að kenna heilræðin en halda þau.
Gunnlaugur B Ólafsson, 3.5.2008 kl. 10:58
Frá Varmársamtaka Valda.
Ólafur í Hvarfi þann 3. maí 2008 16.53
Þó að ég nenni ekki að tjá mig í halelújalandi þá er samt gaman að sjá hvernig Gunnlaugur B. flengir mannskapinn með föstum og skýrum rökum. Ég mæli með Gunnlaugi í bæjarfógetastöðuna, taka burt grámugguna og fá liti í bæjarlífið í Mosó
Úle (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 02:57
Ólafur í Hvarfi Ragnarsson þann 9. apríl 2008 0.35
Ég kann ágæta uppskrift í góða golfsúpu:
1. Koma að kjörnum fulltrúum með öflugt tengslanet í golfklúbb, helst stjórnamenn.
2. Drífa sig í að fjárfesta í fasteign við golfvöll
3. Útvega eðalland frá bæjarfélagi án leigugjalds undir golfvöll
4. Útvega veðheimildir á bæjarlandið með ábyrgð bæjarins
5. Fá verkefni frá bæjarfélagi án útboðs til fjáröflunar
6. Fá sumarvinnufólk til starfa á kostnað bæjarfélags
7. Kaupa tæki og láta aðra borga
8. Fara í vallargerð og losna við kostnað
9. Redda tugum milljóna á ári frá bæjarfélagi
10. Redda á annað hundrað milljónir frá bæjarfélagi og byggja golfskála
11. Reka klúbb með rekstrarhagnaði langt umfram venjulegar tekjur ( magic )
12. Bjóða kjörnum bæjarfulltrúum í golfmót með veitingum og spila með meisturunum
13. Fá sér góðan mat, kaffi og konjak, síðan vona að hinir kjörnu hugsi vel til klúbbsins
14. Og ekki gleyma að bjóða hinum kjörnu að spila eins og þeir vilja ( free of charge )
15. Jú og passa upp á það að önnur samskonar félög komist ekki í kjötkatlana.
16. Ekki má gleyma því að innlima samskonar félög þegar þau geta ekki meira vegna sveltis.
Þetta er nú svona naglagolfsúpa, en það er heilmikið af kryddi sem á enn eftir að setja í hana,
Þessi úgáfa er aðeins í grófum dráttum og er ekki lokum fyrir það skotið að nákvæmari uppskrift eigi eftir að líta dagsins ljós.
Höfundur er málsvari málefnalegra, gáfulegra og lýðræðislegarar umræðu og vill hafa allt flott út á við eins og Valdi og allt stjörnuliðið.
Stjörnuljós loga stutt, stjörnur lengi.
Úle á vafri (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 03:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.