Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar

Guðjón 1010 ++Fyrir ári síðan var haldinn stofnfundur Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar. Aðal forsprakki að stofnun félagsins og núverandi formaður  er Guðjón Jensson en hann hefur um árabil sýnt umhverfismálum mikinn áhuga.  Af einurð, dugnaði og með sanngirni í skrifum sínum og málflutningi hefur hann opnað augu margra til að átta sig á því sem betur má fara í umhverfinu. Með Guðjóni í stjórn Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar eru þau: Bjarki Bjarnason og Vigdís Pétursdóttir. 
Aðalfundur samtakanna verður haldinn á morgunn, þriðjudag 29.apríl í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar og hefst kl.17.30. Rétt er að skora á sem flesta að mæta.
Tjaldur_20 ++Eftir venjuleg aðalfundarstörf heldur Jóhann Óli Hilmarsson erindi um fuglalíf í Mosfellsbæ og fyrirhugað fuglaskoðunarhús sem til stendur að reisa við Leiruvog. Jóhann Óli er m.a. höfundur umhverfismatsskýrslna sem tengjast fuglum og Mosfellsbæ. Skoða má þær á heimasíðu Mosfellsbæjar. 
Að lokum vil ég að gamni benda á fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Guðjón Jensson á leirvogstunga.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Í minni sveit var stundum talað um tuðrutjalda. Þeir voru gjarnan af Snæfellsnesinu.

HP Foss, 28.4.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

ég kem ekki spurning

Herdís Sigurjónsdóttir, 29.4.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband