Moli flugustrákur

Moli flugustrákur

Frćndi minn og móđurbróđir Ragnar Lár, teiknari og blađamađur sem lést nýlega eftir erfiđ veikindi var óborganlegur lífskúnstner og húmoristi. Hann skapađi m.a. nokkrar skemmtilegar teiknimyndafígúrur. Ein ţeirra var Moli flugustrákur.

Um Mola komu út nokkrar bráđskemmtilegar bćkur sem ég las spjaldanna á milli og hef gert fyrir börnin mín. Myndirnar í bókunum eru frábćrar, í einfaldleika sínum segja ţćr svo miklu meira en mörg orđ eins og auđvitađ góđum barnabókum sćmir. Á myndirnar gat mađur horft tímunum saman og bókstaflega dottiđ inn í atburđarásina.

Moli átti góđan vin sem hét Jói járnsmiđur. Jói passađi alltaf vel upp á Mola litla flugustrák og ţá sérstaklega fyrir Köngul kónguló sem vildi óspart ná Mola í vefinn sinn.

Ég held ađ ţessar bćkur séu ekki fáanlegar í dag en eflaust eru ţćr til á bókasöfnum.

Ég mćli međ Mola flugustrák hann er skemmtilegur og góđur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ţetta eru frábćrar sögur, og mjög skemmtilegar teikningar. Ég las ţetta sem krakki og hef alltar tekiđ reglulega á bókasafninu til ađ lesa fyrir börnin mín. Hvernig vćri ađ ţćr yrđu lesnar í Stundinni okkar í sjónvarpinu, held ađ bćđi börnin og foreldrarnir myndu hafa gaman af ţví

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráđ) 26.4.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Elín Sigríđur Grétarsdóttir

ég á einmitt eina, sem er orđin frekar lausgirt og snjáđ ... fer um mig hlýr straumur minninga ţegar ég tek hana upp og snusa af henni geymslulyktina

Elín Sigríđur Grétarsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: steinimagg

Já sammála bćkurnar um Mola eru frábćrar, mínar eru orđnar annsi lúnar og ćttu skiliđ ađ fara í smá lagfćringu, ţađ vćri réttast ađ finna góđan bókbindara og biđja hann um ađ laga ţćr.

steinimagg, 27.4.2008 kl. 00:37

4 identicon

Sćll, ég man vel eftir ţessari mynd ţó ég muni ekki eftir sögunni..En einhverra hluta vegna teiknađi frćndi ţinn andlitsmynd af mér sem barni. Ofbođslega flott og nú er ég alveg ađ panikka ţví ég man ekki hvar hún er ;o)

P.s biđ ađ heilsa Liney bekkjarsystur minni úr Fósturskólanum..

Hildur (IP-tala skráđ) 27.4.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

takk fyrir ađ minna á Mola.. hann er eiginlega gleymdur greyiđ..

Óskar Ţorkelsson, 27.4.2008 kl. 01:05

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

hann er frábćr !!!

hafđu fallegan dag í dag kćri kalli

steina 

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 27.4.2008 kl. 05:25

7 Smámynd: HP Foss

Sá aldrei Mola. Var ekki seldur í kaupfélaginu en Óskar var eitt sinn međ hana á sér ţegar hann fór í söluferđ međ Magnúsi í Vesturbotni. Hann vildi ekki sýna mér hana.

HP Foss, 27.4.2008 kl. 09:52

8 Smámynd: HP Foss

Til hamingju međ daginn, litla fjölskylda.

HP Foss, 28.4.2008 kl. 07:09

9 identicon

Hćhć, elsku Kalli og gleđilegt sumar!

Til hamingju međ strákinn ţinn                                                 Skilađu afmćliskveđju til "litla frćnda" míns...

Knús, Gyđa frćnka

Gyđa frćnka (IP-tala skráđ) 28.4.2008 kl. 13:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband