Svakaleg súpa. Gasalega góð

Eftir nokkuð mikið fundastúss í dag, þ.e.a.s. mánudag ákvað ég að loknum þeim síðasta í kvöld að koma frúnni minni enn einu sinni á óvart með snilldar eldamennsku minni. Oft hef ég vakið lukku hjá henni í eldhúsinu en í kvöld sló ég í gegn og viti menn uppskriftin varð til hjá mér í Krónunni í Mosó kl 19:10 í kvöld.

Undirbúningur.

Kvöldið áður, það er sunnudagskvöld. Þá bauð ég frúnni upp á humar.

12 stórir humrar steiktir á pönnu upp úr smjöri, salti og pipar. Borið fram með ristuðu brauði og drykk eftir smekk. Við fengum okkur hvítvín.

Að lokinni þessari máltíð skellti ég öllum humarskeljunum í pott með c.a. 1 lítra af vatni og sauð í 30 mín á meðan ég vaskaði upp. Slökkt undir potti og látið standa næturlangt fram á mánudagskveld á eldavélinni og í pottinum.

Mánudagskveld

Vatnið úr pottinum með humarskeljunum sigtað í c.a. 3 lítra pott og einum lítra af köldu vatni bætt við.

8 stykki tómatar settir í blandara og maukaðir niður ásamt 1 bolla af tómatssósu og skellt í pottinn.

3 laukar saxaðir þokkalega smátt og beint í pottinn með þá.

8 stór hvítlauksrif söxuð smátt og beint í pottinn með þau.

2 teningar fiskekraft beint í pottinn með þá.

Saltað og látið sjóða í c.a. 25 mín.

Þá er 1 stk gott ýsuflak skorið smátt og skellt pottinn og látið malla þar í c.a. 3 mín.

Borið fram með American Idol og allir í skýjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ertu ekki að skrökva pínkuponsu... að þetta sér uppskrif sem kom til þín af himnum ofan? Ertu svona góður kokkur?

Mig langar í fiskisúpu

Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2008 kl. 01:04

2 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl Jóna, þetta er ekkert pínu skrökv. Hitt er annað að þetta er eins og með mörg góð lög, stundum notaðir sömu hljómarnir. Þessir röðuðust fínt saman, ég skora á þig að prófa.

Hjördís mín, takk fyrir fallega og góða fermingaveislu á sunnudaginn. Það vill nú svo til að kjúklingarétturinn  sem þú færðir okkur var borðaður fyrri part dags og smakkaðist hann sérlega vel. Súpuna impróviseraði ég um kvöldið og humarinn seint á sunnudagskveldið löngu eftir fermingaveislu.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm. 

Karl Tómasson, 8.4.2008 kl. 08:40

3 Smámynd: HP Foss

Já, takk fyrir mig Kalli, það var gott trix að segja Hjössu að það væri kjúklingur í matinn, (því hún er náttúrulega með ofnæmi fyrir hænum) var rólegra hjá okkur fyrir vikið í humrinum, konan mín var í skýjunum, já, takk fyrir okkur.

Sniðugt hjá þér að setja þetta í súpu, helvíti vorum við lengi að vaska upp. Vorum við í hálftíma að vaska upp?

HP Foss, 8.4.2008 kl. 08:48

4 identicon

Sæll karl, ég var að koma frá bæjarskrifstofum þar sem ég var að leita eftir því að fá svar við erindi mínu til bæjarstjórnar frá þ´vi í febrúar varðandi fjárveitingar til golfklúbbsins Kjalar.  Það er skemmst frá því að segja að bæjarritari sem þið hafið falið að "leggja drög að svari" neitar að gefa upp tímaramma hvenær svar mun berast.  Það virðist vera sama hátturinn á núna rétt eins og þegar ég bað þig um að skoða þessi mál, semsagt að komast hjá því að svara því hvernig þið farið með fjármuni bæjarsjóðs.  Þetta sýnir mér og öðrum að þið hafið vonda samvisku í þessu máli.  Það hefur ekki þótt góð stjórnsýsla hingað til að þiggja veitingar og gjafir áður en maður greiðir atkvæði um fjárveitingar sem kemur vinum og félögum til góða.  Þetta mál er engann veginn búið og spurningar vakna hvort að þið í bæjarstjórn stundið greiðastarfsemi fyrir bitlinga ?  Það sem veldur mér mestum vonbrigðum í þessu er að þú Karl Tómasson skulir taka þátt í þessu af fullum þunga.

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 10:04

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Prufa þetta.

Kveðjur inn í vordaginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ætla ekki einu sinni að reyna þetta... 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.4.2008 kl. 12:02

7 Smámynd: steinimagg

Já það er sko munur að vera bókbindari.

steinimagg, 8.4.2008 kl. 15:17

8 identicon

Valda vantar uppskrift

8. apríl 2008 kl. 22.37

Ef einhver á góða uppskrift af golfsúpu með sjávarréttaívafi, endilega hafa samband við stofnunina gegnum E-mail: valdist@hotmail.com.

Annars er Valdi í Frakklandi og kemur heim um helgina. Flogið var út í gær og búið að þvælast langar leiðir með lestum. Hér er lítið annað en vinnustep, en nokkur huggun í því að maturinn hefur verið þokkalegur. Á morgun er langur og strangur dagur, en endar þó með veislu. Reikna þó með því að verða orðinn svangur um helgi og þá verður elduð golfsúpa a la mos. Lumar frú Konstantín ekki á einhverju ljúffengum leyndarmálum?

Frá Varmársamtaka-Valda Sturlaugz, Fílópokanum, pólitíkusinum Úle og öllum hinum.

Valdi Sturlaugz (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:17

9 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Kvitt. Var hér á ferð. Búinn að kvitta á rúmum 30 síðum. Nenni ekki að skrifa neitt. Nema að sjávarréttasúpur eru góðar.

Guðmundur St. Valdimarsson, 9.4.2008 kl. 00:17

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur ertu Kalli minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:34

11 identicon

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson þann 9. apríl 2008 0.35

Ég kann ágæta uppskrift í góða golfsúpu:

1. Koma að kjörnum fulltrúum með öflugt tengslanet í golfklúbb, helst stjórnamenn.

2. Drífa sig í að fjárfesta í fasteign við golfvöll

3. Útvega eðalland frá bæjarfélagi án leigugjalds undir golfvöll

4. Útvega veðheimildir á bæjarlandið með ábyrgð bæjarins

5. Fá verkefni frá bæjarfélagi án útboðs til fjáröflunar

6. Fá sumarvinnufólk til starfa á kostnað bæjarfélags

7. Kaupa tæki og láta aðra borga

8. Fara í vallargerð og losna við kostnað

9. Redda tugum milljóna á ári frá bæjarfélagi

10. Redda á annað hundrað milljónir frá bæjarfélagi og byggja golfskála

11. Reka klúbb með rekstrarhagnaði langt umfram venjulegar tekjur ( magic )

12. Bjóða kjörnum bæjarfulltrúum í golfmót með veitingum og spila með meisturunum

13. Fá sér góðan mat, kaffi og konjak, síðan vona að hinir kjörnu hugsi vel til klúbbsins

14. Og ekki gleyma að bjóða hinum kjörnu að spila eins og þeir vilja ( free of charge )

15. Jú og passa upp á það að önnur samskonar félög komist ekki í kjötkatlana.

16. Ekki má gleyma því að innlima samskonar félög þegar þau geta ekki meira vegna sveltis. Þetta er nú svona naglagolfsúpa, en það er heilmikið af kryddi sem á enn eftir að setja í hana, Þessi úgáfa er aðeins í grófum dráttum og er ekki lokum fyrir það skotið að nákvæmari uppskrift eigi eftir að líta dagsins ljós.

Frá Varmársamtaka-Valda Sturlaugz, Fílópokanum, pólitíkusinum Úle og öllum hinum.

Varmársamtaka-Valdi Sturlaugz (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 00:41

12 identicon

Ég sé að þú hefur afritað þessa forláta uppskrift inn á síðuna þína Karl.

Hvernig líst þér á þessa súpu?

Finnst þér að þurfi að bæta í hana ?

Kveðja,

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 13:12

13 identicon

í Mosfellsbæ eru tveir golfklúbbar og í báðum klúbbum eru skattgreiðendur í Mosfellsbæ, en allar fjárveitingar og styrkir renna einungis í annan klúbbinn.

Þar renna t.d. tugir og hundruðir milljóna úr bæjarsjóði til golfklúbbsins Kjalar þar sem núverandi bæjarstjóri Haraldur Sverrisson var formaður á meðan golfklúbbur Bakkakots fær nokkur hundruð þúsund í stuðning.

Ég hef verið að leita skýringa á þessu og skoða hvað veldur þessu misræmi og mikla aðstöðumun en fátt er um svör.

Þess má geta að golfklúbburinn Kjölur var rekinn með 39M kr. hagnaði á síðasta ári, geri önnur íþróttafélög betur. Til samanburðar þá var golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar rekinn með 11,5M kr. tapi á sama tíma þrátt fyrir að árgjöld og vallargjöld voru tvöfalt hærri en hjá Kili.

Bakkakot sem telur um rúmlega helming félagsmanna Kjalar er hinsvegar að róa lífróður til að geta starfað. Athyglisvert er að það hefði ekki þurft nema lítinn hluta af þeim stuðnings til Bakkakots sem Kjölur fær frá bænum til að þar léki allt í lyndi.

Það vekur furðu að dælt er fjármunum í íþróttafélag sem er rekið með tugmilljóna hagnaði á meðan annað samskonar félag í bænum sem er einnig ÍSÍ og GSÍ félag er látið svelta á sama tíma.

Enn verra er að félagið sem fær alla þessa fjármuni úr sjóði Mosfellsbæjar er sama félag og Bæjarstjórinn er meðlimur í og hefur gengt formennsku fyrir.

En málið er í skoðun og vonandi eru eðlilegar skýringar á þessu öllu saman. Erfiðast er að fá ekki svör frá ábyrgðaraðilum þrátt fyrir formlega beiðni, en ársreikningar, ársfundarskýrslur og fjárhagsáætlanir tala sínu máli.

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 14:24

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta hljómar mjög vel !!! það er gott að gera gott fyrir maka sinn !!!

Blessi þig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 16:09

15 identicon

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson þann 9. apríl 2008 15.09

Jú Skjöldur, bærinn vil auðsjánlega að sumum bæjarbúum farnist vel í uppbyggingu og heilsueflingu, þó ekki öllum.

Fulltrúi VG í bæjarstjórn hefur ekki haft vilja til að styðja við bakið á þeim sem minna mega sín í þessu samhengi þó til hans hafi verið leitað. Málpípa hans fann svar við því með því að flokka slíka nöldurseggi undir fjóshaugslið og skrifa um það frægar greinar.w

Frá Varmársamtaka-Valda Sturlaugz, Fílópokanum, pólitíkusinum Úle og öllum hinum.

Varmársamtaka - Valdi Sturlaugz (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:11

16 identicon

Karl, þú mátt reyna að vera málefnalegur og svara fyrir gerðir ykkar bæjarstjórnarmanna í stað þess að beita fyrir þig þessari málpípu sem gjammar fyrir þig öllum stundum með þvílíku ómálefnalegu tilfinningaofbeldi að það veldur klígju.

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 08:49

17 Smámynd: Karl Tómasson

Ég hef nú Óli, litið á þessa síðu meira mér og mínum til gamans heldur en beint endilega pólitískann umræðu vettvang. Því síður dytti mér í hug að ganga svo langt að svara hér fyrir aðra bæjarfulltrúa eins og þú ferð framá.

Afhverju þú kýst hinsvegar að koma trekk í trekk inn í umræðu hjá mér á minni síðu sem kemur golfíþróttinni í Mosfellsbæ ekkert við átta ég mig hreinlega ekki á.

Ég hef nokkrum sinnum reynt að benda þér á þetta án árangurs og verð nú því miður að biðja þig hreinlega að halda þig með þá heift sem þér býr í brjósti gagnvart einhverjum ákvörðunum bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ á öðrum vettvangi, sem ég veit reyndar að þú hefur verið duglegur að gera. Ekki mínum persónulega. 

Karl Tómasson, 10.4.2008 kl. 10:13

18 identicon

Karl, ég vil biðja þig að gera greinarmun á réttlætiskennd og heift.  Þegar ég fer að kynna mér stuðning bæjarings við golfíþróttina almennt, þá var ég ekki að leita að neinu misjöfnu og óraði ekki fyrir því sem á vegi mínum varð. Í upphafi vildi ég einungis vera meðvitaður um hvers skyldi vænta í yfirleitt hófstilltum stuðningi bæjaryfirvalda til slíkra málaflokka. 

Ég bað þig að aðstoða mig og upplýsa hvernig þessum málum væri háttað, þú tókst fyrst vel í það en síðan gerðist ekkert.  Í kjölfarið þegar ég leita eftir svari fæ ég þá kuldalegu stemmningu að ég verði sjálfur að leita þeirra upplýinga sem umræðir annarstaðar en hjá þér.  Væntanlega hafa þá Haraldur Sverrisson og fleiri verið búnir að þagga niður í þér, enda er verið að ganga að áhugamáli þeirra og draga fram í dagsljósið gengdarlaust fjáraustur til vina og einkaáhugamála.  Við erum ekki að tala um nokkrar milljónir, hér eru hundruðir milljóna af skattpeningum Mosfellinga sem um ræðir og ef  það er ekki tilefni til pólitískrar umræðu, þá veit ég ekki hvað pólitík er.  Mitt heimili með 5 manns hefur þurft að opna veskið og borga háar fjárhæðir til golfklúbbsins Kjalar vegna ákvarðana bæjarstjórnar sem þú ert forseti fyrir og við á mínu heimili eru kjósendur þínir og það eina sem við krefjumst er að þú sýnir okkur örlítið af þeirri virðingu og trausti sem við sýndum þér með því að kjósa þig og velja til verka.

Ef að þú kærir þig ekki um að ræða pólitík og standa fyrir því sem þú ert að gera í umboði okkar kjósendanna, þá gott og vel, það segir allt sem segja þarf.  Ég kom til þín með spurningu hvort að spilling væri í bæjarstjórn og þeirri spurningu hefur ekki verið svarað.

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 11:48

19 identicon

Jæja Karl og jeminn eini, þó að hún vinkona þín sé alveg ótrúlega langt frá því að vera skemmtileg og það vorum við í það minnsta sammála um hér áður fyrr, þá vil ég ekki segja við hana að hún sé ómerkileg sál, í mínum huga er ekki til ómerkileg sál, aðeins persónur með misjafnlega góð tengsl við sálartetrið.

Nú ætla ég að láta ykkur í friði hér í Hallelújalandi, hér er ekkert að sækja og óska ykkur velfarnaðar á þeirri braut sem þið eruð á og guðs blessunar.

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:22

20 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Óli eins og þú getur nú séð á mos.is var mál þitt tekið fyrir hjá bæjarráði í morgun og afgreitt. Hér má sjá feril máls þíns hjá bæjaryfirvöldum og að sjálfsögðu á mos.is

  13. mars

12.  200802212 - Erindi Ólafs Ragnarssonar varðandi fjárveitingu til golfíþrótta

Frestað

  19. mars

5 200802212 - Erindi Ólafs Ragnarssonar varðandi fjárveitingu til golfíþrótta

Til máls tóku: HS, JS og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að undirbúa drög að svari til bréfritara.

  10. apríl

2. 200802212 - Erindi Ólafs Ragnarssonar varðandi fjárveitingu til golfíþrótta

Til máls tóku: SÓJ, HS, MM, HSv og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að senda bréfritara svar bæjarráðs við erindinu.

  

Nú bíða þín svör við öllum þínum spurningum hjá Mosfellsbæ. Ég skoraði á þig að fara þessa leið ekki síst vegna þess að svo margt í þínum hugleyðingum tengdist málum golfíþróttarinnar í Mosfellsbæ löngu fyrir mína tíð.

 

Afgreiðslutími á þínu máli er algerlega eðlilegur og því alrangt hjá þér, eins og þú hefur gert að halda öðru fram. 

 

 

Auðvitað svara ég ekki spurningum eða vangaveltum á minni heimasíðu sem bíða afgreiðslu bæjarráðs. Hvað þá fyrir hönd annara bæjarfulltrúa.

  

Þennan biðtíma eftir svarinu frá bænum hefur þú notað hvert tækifæri til að blanda þér inn í umræður á minni persónulegu heimasíðu, inn í mál og umræðu golfíþróttinni ekkert tengt. Við það hef ég gert athugasemdir.

Karl Tómasson, 10.4.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband