sun. 6.4.2008
Ef veggirnir fengju mál
Það er alltaf jafn gaman að glugga í bráðskemmtilega og fróðlega bók Bjarka Bjarnasonar og Magnúsar Guðmundssonar um sögu Mosfellsbæjar. Þetta er að sjálfsögðu skyldu eign allra Mosfellinga og alveg tilvalin að hafa alltaf við hendina og grípa í þegar svo ber undir.
Á 6. áratugnum var Hlégarður eitt stærsta samkomuhús á Stór- Reykjavíkursvæðinu og því þétt bókað, til dæmis fyrir átthagafélög og árshátíðir. Svonefnd Hlégarðsböll voru einnig geysivinsæl á 7. áratugnum og voru þá sætaferðir úr Reykjavík. Hlégarður var stækkaður með viðbyggingu á 9. áratugnum og síðan hefur Vignir Kristjánsson veitingamaður séð um rekstur hússins.
Í Hlégarði hafa frá fyrstu tíð verið haldin alls kyns mannamót: leiksýningar og leikfimisæfingar, kosningafundir og kökubasarar, tónleikar og tombólur, bíósýningar og böll. Húsið hefur ævinlega endurspeglað mannlífið í héraðinu og ef veggir salarins fengju mál gætu þeir greint frá mörgum gullkornum, sem þar hafa fallið, endurómað hlátrasköll og hátíðarræður og kallað fram kaffiilm og kökulykt. Tilvitnun líkur.
Já, það eru margar ógleymanlegar stundir úr Hlégarði. Samkomur af öllu tagi eins og tilheyrir alvöru félagsheimilum. Hlégarður er sérstaklega fallegt hús og með smávægilegri hressingu og endurbótum verður það að nýju glæsilegt. Sannkölluð bæjarprýði.
Mér eru minnisstæð böllin í Hlégarði sem haldin voru reglulega og stærstu hljómsveitir landsins kepptust við að fá að halda þar dansleik. Þá gekk Hlégarður undir nafninu Fégarður hjá tónlistarmönnunum því þeir fóru ekki tómhentir þaðan, að því gátu þeir gengið vísu. Mér eru böllin ekki minnisstæð vegna þess að ég hafi verið á þeim, ég var of ungur til þess þá, heldur var það flöskutínslan utandyra að morgni eftir ball. Það var eins og að komast í gullnámu og svo var farið beint upp í sjoppu og keypt nammi fyrir allan ágóðann.
Galdurinn fólst í því að vera nógu snemma á ferðinni, því það voru oft margir mættir í flöskutínslu strax að morgni. Stundum kom það fyrir ef maður var of snemma á ferðinni að þeir alhörðustu voru ekki farnir heim og sátu jafnvel en að sumbli. Stundum var maður hræddur við svoleiðis kappa og snéri aftur heim, eða fylgdist með úr fjarlægð hvenær þeir færu og sætti færis að hirða upp eftir þá allar flöskurnar.
Þetta var í denn.
Athugasemdir
Blessi þig minn kæri á sunnudegi.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 06:04
Hún Steina, frænka hans Valda, sefur ekki yfir sig á sunnudögum. Hún er því líka frænka Sigga Hall, ef það segir ykkur eitthvað .
Sigga Hall, sem hefur átt heima í Vík frá því ég man eftir mér en er nú fluttur á Klaustur. Það liggur við að mér finnist þetta ekki hægt. Dettur í hug hvort þetta sé svipað og ef ég þyrfti að flytja til Víkur. Sennilega ekki, Siggi Hall er alvöru kall og lætur ekki slíkar kreddur skemma fyrri sér daginn. Lét ekki heldur skemma fyrir sér daginn þegar æfa átti rýmingu húsa í Vík vegna Körlugoss. Hann var að þvo bílinn sinn þegar björgunarsveitin kom aðvífandi og ætlaði að kippa honum með upp á Bakka. Þeir náðu honum ekki þvi hann lét vatnið bylja á þeim frá þvottakústinum.
Hann lætur ekki spila með sig. Siggi Hall er afi Valda Kalda.
Já, það er fallegt í Víkinni.
HP Foss, 6.4.2008 kl. 08:40
Það er örugglega eins fallegt fyrir suma að veggirnir þegi áfram
Það hafa nú ekki ófáar Hlégarðsögurnar verið sagðar við eldhúsborðið í Litlagerði
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.4.2008 kl. 10:11
Hlégarður var Glaumbær Mosfellssveitar. kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 13:57
Já held það sé best þeir geti ekki talað og þó....
kveðja!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 14:22
ég man eftir því að við fórum í leikfimi í Hlégarði áður en íþróttahúsið kom,og já það er víst best að veggirnir geta ekki sagt frá .
Laugheiður Gunnarsdóttir, 6.4.2008 kl. 21:46
Guðjón H Finnbogason, 6.4.2008 kl. 22:33
Pólitíkusinn þann 8. apríl 2008 23.53
Sæll Valdi, ég hef einnig verið upptekinn að ræða við góða veggi, tók einn rúnt á Draumó og spjallaði við stóra vegginn sem sagði mér margar frægðarsögur, ég hef í hyggju að kíkja í könnu á Láka og eiga samtal við trúnaðarvegginn minn, fá góð ráð og innblástur. Einu veggirnir sem ég er ekki alveg sáttur við eru ráðhúsveggirnir, þeir virðast tala tungum sem ég hreinlega átta mig ekki á en …… aha afsakið ég verð að fara núna, það var verið að auglýsa útsölu hjá vini mínum Nevada Bob, maður verður að vera fínn í veislunni hehe.
Frá Varmársamtaka-Valda Sturlaugz, Fílópokanum, pólitíkusinum Úle og öllum hinum.
Varmársamtaka-Valdi Sturlaugz (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.