Það fara fáir í skóna hans Bigga

BiggiÞað var gaman að heyra unga manninn í þættinum, Bandið hans Bubba, spreyta sig á útgáfu Gildrunnar á Vorkvöldi í Reykjavík. Drengurinn lagði sig greinilega allan fram eins og fram kom hjá dómurunum og leysti það ágætlega en samt vantaði talsvert uppá. Það fór ekki fram hjá þeim, frekar en væntanlega mörgum áhorfendum.

Það var fyndið að heyra Bubba segja að þetta hafi verið flutningur eins og hjá múmíu á sterum og ef eitthvað væri þá myndi Ragga Bjarna frekar takast að vekja hana frá dauðum en Gildrunni. Það var einnig fyndið að heyra Björn Jörund segja að Gildran hafi eyðilagt lagið.

Ég er á þeirri skoðun og í raun veit, að Gildran gaf laginu heljarinnar púst með útgáfu sinni og vakti á því landsathygli hjá annars fólki sem seint eða aldrei hefði áttað sig á þessu stórkostlega lagi. Vinsældirnar hljóta að segja meira en mörg orð um það. 

Í svona þáttum átta áhorfendur sig oft á því hver munurinn er á reyndum og frammúrskarandi flytjendum og hinum sem eru að stíga sín fyrstu skref, sem þó hafa hljómað ágætlega á ættarmótum, skólaböllum eða sveitaböllum. Þar skilur hins vegar himinn og haf að.

Ég var ánægður með drenginn unga, mér fannst hann viðkunnanlegur og áræðinn að ráðast í þetta lag í okkar útsetningu. Það er á fárra færi að klára það með stæl. Ég er einnig ánægður með drengina tvo sem eftir eru. Þeir eru báðir flottir söngvarar og Eyþór, sá ljóshærði, ótrúlegur söngvari og performer aðeins 18 ára gamall.

Það eru sannarlega orð að sönnu hjá Bubba að bandið í þættinum er súpergrúppa, valinn maður í hverju rúmi. Undiröldunni í Vorkvöldinu náðu þeir hins vegar engan veginn. Ég veit að ég er hundleiðinlegur og eflaust hrokafullur að segja þetta og skrifa en ég hlýt að mega það.  Súpergrúppur hafa verið stofnaðar marg oft og flutt lög annarra flytjenda en Þar vantar oft mikið upp á til að ná neistanum eins og flestir vita og það gerðist hjá köppunum í þetta skiptið.

Birgi, vini mínum Haraldssyni, söngvara Gildrunnar kynntist ég fyrir 30 árum og höfum við átt frábært samstarf alla tíð. Birgir er stórkostlegur rokksöngvari sem á sér fáa líka þótt víða væri leitað. Það vita allir sem hafa hlustað á Gildruna og séð og heyrt Bigga syngja.

Fyrst og fremst er hann samt yndisleg manneskja, laus við alla tilgerð og leikaraskap. Það er svo aftur hlutur sem virðist oft nauðsynlegt að hafa í poppbransanum sem og í lífinu sjálfu.

Þannig er það nú bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég horfði á þennan þátt eins og afplánun.  Svei mér þá Kalli þetta er skólasjónvarp.

Gildran gerði þetta frábærlega.  En með besta vilja þá get ég ekki hrósað drengnum sem tók lagið.  Hann náði því enganveginn.

OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef ekki séð neitt af þessu "Bandinu hans Bubba".  Kannski sem betur fer.  Veit það ekki.  En Biggi er frábær söngvari.  Ég þekki hann lítið sem ekkert umfram smávægileg orðaskipti þegar við Billy Start höfum hitt hann á Classic Rock. 

  Biggi er stórkostlegur söngvari.  Raddsvið hans er bæði ofur sterkt og víðfemmt.  Mín stærsta gagnrýni á söng hans er að honum hættir til að þenja sig of snemma í lögum.  Það getur komið betur út að spara þetta rosalega raddsvið til síðasta hluta lagsins. 

Jens Guð, 5.4.2008 kl. 01:10

3 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna kæru bloggvinir, Jenný og Jens Guð.

Mín kæra Jenný, ég hélt ég hefði komið því til skila að talsvert hafi vantað upp á hjá unga manninum þegar ég sagði hver munurinn væri á reyndum og frammúrskarandi flytjendum og hinum sem eru að stíga sín fyrstu skref, sem þó hafa hljómað ágætlega á ættarmótum, skólaböllum eða sveitaböllum. Ég dáðist hinsvegar að hugrekki hans sem oft er kallað eftir hjá dómurum svona þátta að keppendur síni. Taka sénsinn. Hann tók laglega sénsinn að mínu mati og það sáu allir og heyrðu.

Jens Guð, fáir eru betur að sér í Íslenskri tónlist en þú og því er það gaman að fá þig hér inn á mína síðu með þína athugasemd. 

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó. 

Karl Tómasson, 5.4.2008 kl. 01:23

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það eru orð að sönnu, það fara fáir í skóna hans Bigga  og ykkar Gildrustráka þið eruð bara SVALASTIR

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 5.4.2008 kl. 08:52

5 identicon

Þarna erum við í það minnsta sammála, það er bara einn B Hara og verður hann ekki kóperaður..... frábær náungi með sinn einstaka öfluga og skemmtilega stíl.

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: HP Foss

Hlustaði á tónleikaupptökur með þessum John Fogerty. Biggi nær honum mikið betur

HP Foss, 5.4.2008 kl. 12:35

7 Smámynd: steinimagg

Ég hef nú hlustað á tvö þrjú lög með Bigga, þau voru alveg ágæt.

steinimagg, 5.4.2008 kl. 20:44

8 identicon

Biggi Rokkar!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Snærið hans Bubba er einhver alleiðinlegasti þáttur sem Tuðarinn hefur horft á og hefur hann nú þrælað sér í gegnum þá nokkra all svakalega um ævina. Sat meira að segja undir heilum þætti af Ópru og lét einn þátta af snærinu hans Bubba duga. Meyjan stendur upp úr hjá Gildrunni að mati Tuðarans sem ekki sér nokkra einustu ástæðu til fylgjast frekar með Bubbanum. Biggi er fínn

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2008 kl. 01:42

10 Smámynd: HP Foss

Já, ég er nú reyndar nokkuð sammála Halldóri Egilssyni, finnst þessi þáttur ekki marka þáttaskil, skil ekki alveg hvað Bubbi er sífellt að hnýta út  í Árna Jonsen,  hef áður sagt að það er lítill munur á kúk og skít þegar báðir velta.

Ég held að hann ætti að einbeita sér að sér og sjálfum sér, það hefur hann gert hingað til með ágætum árangri.

Ég fer ekki í skóna hans Bigga, ekki að ræða það, takk samt.

Það er fallegt í Síðunni.

HP Foss, 6.4.2008 kl. 08:32

11 Smámynd: Karl Tómasson

Sko, svo það sé alveg á hreinu kæru félagar.

Svo virðist sem þættir af þessu tagi séu vel til þess fallnir fyrir unga og áhugasama söngvara að vekja á sér athygli og það er gott. Útfærsla þáttanna og allir stælarnir í kringum þá er svo allt annað mál.

Auðvitað er það kvöl að þurfa að hlusta á söngvara í sjónvarpi sem gæti ekki einu sinni sungið á ættarmóti. Það er mjög vont og erfitt.

Svo fara að verða eftir söngvarar sem standast öll ættarmóta- og skólaballapróf og hafa fengið að heyra það að þeir séu frábærir söngvarar oftar en einu sinni. Hafa á sér svolitla trú og performa þannig í svona þáttum.

Það sem ég var að reyna að segja í færslu minni var að flestir þeirra söngvara eigi en samt svo langt í land og svona þættir undirstrikuðu slíkt svo oft.

Karlsöngvararnir tveir í þætti Bubba sem eftir eru hafa bjargað þættinum ef einungis er talað um söng og öllum öðrum glamúr í kringum þáttinn sleppt en þar sem svona þáttur snýst nú um fleira en söng þá er spurning um hvort það breyti einhverju. 

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Tungunni.

Karl Tómasson, 6.4.2008 kl. 12:53

12 Smámynd: HP Foss

Haaa?

HP Foss, 6.4.2008 kl. 17:52

13 Smámynd: Karl Tómasson

Aha ævintýrið var löngu síðar.

Bestu kveðjur úr Mosó.

Karl Tómasson, 6.4.2008 kl. 18:55

14 Smámynd: HP Foss

Haaaaaa?

HP Foss, 6.4.2008 kl. 19:18

15 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Ég er ekki búinn að sjá umræddan flutning á þessu, einu af mínu uppáhaldslagi. Ég misti af þessum þætti, reyndar sá eini sem ég hef mist af. Mér fannst og finnst þessi útfærsla Gildrunar á Esjuni, ein sú geggjaðasta sem ég hef heyrt á nokkru lagi fyrr og síðar. Nokkrum sinnum hef ég heyrt menn reyna við þetta lag, en því miður fyrir þá alltaf með sterkum samanburði við hinar margar mismunandi útgáfur Gildrunar. Sá samanburður getur ekki annað en hallað á flytjandann sem reynir, þar sem Birgir Haraldson söngvari er búinn að leggja svo kirfilega línurnar að þessum flutningi á þessu lagi í rokkútgáfu. Aðrir einfaldlega standast ekki samanburðinn nema því eins að viðmiðið verði lækkað verulega. Það má að mínu mati taka fleirri svona perlur og rokka þær upp. Rokkarar eru nefnilega líka hlustendur.

Guðmundur St. Valdimarsson, 8.4.2008 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband