Hundraðþúsundmilljóntonn af sjóðheitu vatni

StekkjóÞað ætti ekki að hafa farið framhjá Mosfellingum þær framkvæmdir sem nú standa yfir í þverholti. Þar er nú unnið hörðum höndum við nýtt miðbæjartorg. Á þessu miðbæjartorgi verður reist útilistaverk sem ber heitið, Hundraðþúsundmilljóntonn af sjóðheitu vatni og er sigurtillaga Kristins Hrafnssonar úr samkeppni sem haldin var á vegum Mosfellsbæjar og Samorku.

Listaverkið er textaverk með megináherslu á texta Halldórs Laxness úr Innansveitarkróniku. Um þetta eins og svo margt annað má lesa í bæjarblaðinu Mosfellingi (mosfellingur.is) sem út kom í morgun.

Árið 1999 var hið glæsilega listaverk Magnúsar Tómassonar, Hús tímans- hús skáldsins reist á Stekkjarflöt. Á þeim fallega stað sómir það sér sérlega vel. Myndin er af því og einnig set ég inn að gamni eina gamla af Óla og Birnu þar sem Stekkjarflötin fallega og listaverkið er í bakgrunni.

Ráðgert er að hið nýja miðbæjartorg verði tilbúið í maí. 

 

ÓKBK 1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Bumba

Mér finnst þið ættuð heldur að reisa minnisvarða um rústaðan tónlistarskóla. Væri allavega trúverðugri. Með beztu kveðju.

Bumba, 4.4.2008 kl. 19:14

3 identicon

Reisum minnisvarða um huglausa bloggara sem þora ekki að koma fram undir nafni.

Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 20:17

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta listarverk er flott en það minnir mig eitthvað á myndina: Innrásin frá Mars

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.4.2008 kl. 20:26

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ókey

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.4.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband