Mótorcrossbraut á Tungumelum.

Mótorkross 10Bæjarráð hefur heimilað bæjarstjóra að ganga frá samningi við MotoMos um afnot af landsvæði til akstursíþrótta. Samningurinn er til fimm ára og verður skipulag svæðisins unnið í samstarfi við Mosfellsbæ, sérstaklega útfærsluatriði er varða hljóðvist, útlit, aðkomu o.fl.

Í staðinn fyrir afnot landssvæðisins mun MotoMos standa fyrir öflugu fræðslu- og kynningarsamstarfi, m.a. um:

- að akstur mótorhjóla  sé bannaður á göngu- og reiðstígum bæjarfélagsins.
- að sporna gegn utanvegaakstri mótorhjóla og sömuleiðis akstri innanbæjar á torfæruskráðum hjólum.
- að setja reglur sem banna akstur á vélhjólum, með torfæruskráningu, til og frá aksturssvæðinu. Slík hjól skulu flutt á flutningstækjum.

Mikilliar óánægju hefur gætt hjá bæjarbúum vegna aukinnar umferðar torfæruhjóla um bæinn og m.a. á göngu- og reiðstígum. Miklar vonir eru bundnar við gott samstarf við áhugasama forsvarsmenn MotoMos og að hin nýja aðstaða uppfylli bestu möguleg skilyrði til að stunda íþróttina fjarri allri íbúðabyggð. 

Í morgun skrifuðu þeir, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Guðni Friðgeirsson formaður Motomos, undir samninginn sem er til fimm ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Þetta er gott mál, akstursíþróttir er vaxandi sport og margar fjölskyldur sem eru í þessu saman, t.d. á hjólum.

Hér í Hafnarfirði var gert samkomulag á milli vélhjólamanna og bæjarins þess efnis að heimild var til að stunda ísakstur á Hvaleyrarvatni.  Í vetur hafa hjólamenn verið þar í hópum, marga fallega daga. Því miður þurfti að stoppa þá af vegna kvartana fólks.

Frábært framtak.

HP Foss, 3.4.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Frábært að þetta skuli verða að veruleika. Lofa að tæta ekki framar um göngustíga bæjarins.

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

If you can't beat them, join them! Þetta er frábær hugmynd

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.4.2008 kl. 08:28

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Kalli þetta er svo sannarlega frábært verkefni og ánægjulegt að sjá hvað er mikill hugur er í MotoMos mönnum sjálfum. Þetta er svo sannarlega vaxandi fjölskylduíþrótt og mikilvægt að bjóða upp á aðstöðu fyrir íþróttir þar sem fjölskyldan getur verið saman. 

Herdís Sigurjónsdóttir, 4.4.2008 kl. 11:19

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég get nú ekki beint sagt að ég er mjög hrifin af þessum akstursíþróttum og þá sérlega hávaðanum sem fylgir þessu. En einhverstaðar verða vondir að vera. Það er auðvitað hitt besta mál að það sé til staðar almennilegt æfingarsvæði. Í framhaldi verður svo vonandi löggæsla öflugra í sambandi við óleyfilegan akstur torfæratækja. Það er nefnilega líka útivistafólk til sem vill gjarnan njóta kyrrðarinnar þegar það stundar sína íþróttir eins og t.d. hestamennska, fjallgöngur, hjólreiðar.

Úrsúla Jünemann, 4.4.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband