Fuglaskoðunarhús

Tjaldur_20Fuglaskoðunarhús eru þekkt víða um heim, þar, þar sem fólk kemur saman til að skoða fugla. Hér á landi eru þau fá en virðist þó sem nokkur vakning sé nú að eiga sér stað. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson sem hefur Mikla þekkingu á þessu sviði.

Á fundi Atvinnu-og ferðamálanefndar var í gær  samþykkt að hafin yrði smíði á fuglaskoðunarhúsi sem komið yrði fyrir í Leiruvogi. Haft var samband við Jóhann Óla Hilmarsson og m.a farið með honum í skoðunarferð til að finna bestu hugsanlegu staðsetningu hússins. Jóhann Óli gjörþekkir hið mikla fuglalíf í Leirvoginum og hefur m.a. unnið fyrir bæinn við rannsóknir á því.

Skráðar verða og myndaðir allar fuglategundir sem heimsækja Leiruvoginn og fyrir komið inn í fuglaskoðunarhúsinu helstu upplýsingum um þá. Það er mikið fuglalíf á þessu svæði allt árið um kring.

Það verður spennandi að gera sér ferð með kíkinn og virða fyrir sér fuglalífið í skjóli og í mikilli námunda við þá.

Stokkond_20

urtond

Þóra bak +

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fuglaskoðunarhús við Leirvog verður kærkomið tækifæri að efla nattúrufræði og kennslu í náttúru- og umhverfisfræðum. Leirvogur er langstærsta fæðuöflunarsvæði vaðfugla á öllu höfuðborgarsvæðinu og því er ábyrgð okkar mikil að varðveita það sem best.

Fátt er jafnskemmtilegt að fylgjast með fuglalífinu á vorin. Bestu skilyrðin til þess eru um það bil tveim klukkustundum eftir háflæði.  Þá er byrjað að fjara aðeins og fuglarnir hópast gjarnan þar sem fjaran iðar öll af lífi. Þar reynist vera töluverð fæða, lindýr í sandinum, kuðungar og ýms skordýr sem fuglarnir bókstaflega keppast við að tína upp í gogginn. Sérlega er skemmtilegt að fylgjast með tildrunni sem er allskrautleg að lit og er á stærð við sendling, aðeins stærri. Tildran þekkist einnig á því að hún veltir gjarnan um smásteinum til að ná í það sem undir þeim leynist. Heiti tildrunnar á erlendum málum tengist einmitt þessum eiginleikum á dönsku nefist hún: stenvender, ensku: turnston, þýsku: Steinwälser og frönsku: tournepierre á collier.

Mikilvægt er fyrir þá sem vilja sinna fuglaskoðun að hundar séu ekki lausir nálægt skoðunarstað því þeim þykir mörgum hverjum sérstaklega meðan þeir eru ungir að árum eðlilega að skoða allt kvikt.

Góður sjónauki er einnig mikilvægur og fuglahandbók til að greina tegundir.

Smá leiðrétting Kalli: það væri auðvitað óðs manns æði að að ætla sér að skrá og taka myndir af öllum fuglunum sem koma við í Leirvogi en auðvitað áttu við fuglategundirnar. Sjálfsagt er að myndir og fróðleikur af þeim öllum verði aðgengilegur í væntanlegu fuglaskoðunarhúsi.

Við Mosfellingar og auðvitað allir þeir mörgu sem bera fagra náttúru og fagurt umhverfi fyrir brjósti, fagna þessu mikilvæga og lofsverða frumkvæði bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Og bestu þakkir til Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings og ljósmyndara sem vakti fyrst athygli okkar Mosfellinga á þessu verkefni.

Með bestu kveðjum og óskum að þessi aðstaða gjörbreyti viðhorfum okkar til nánasta umhverfis okkar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.4.2008 kl. 11:58

2 identicon

Þessu framtaki ber að fagna og hrós þeim til handa er að því standa.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 14:33

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Frábært að fá svona fuglaskoðunarhús. Leirvogurinn í Mosfellsbænum er einn albesti staður fyrir fuglaáhugamenn. Það finnst ekki á mörgum stöðum á landinu jafn fjölbreytilegt fuglalíf. Svo er þetta einnig í göngufæri frá Varmárskólanum og gæti verið kærkominn staður til að fara með nemendur í náttúruskoðun.

Úrsúla Jünemann, 2.4.2008 kl. 14:55

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Umhverfisnefnd Akureyrar hefur látið setja upp fjögur slík hús. Eitt í Óshólmum Eyjafjarðarár... (friðlandi) Krossanesborgum (friðlandi) Naustaborgum við Hundatjörn þar sem verið er að endurheimta stærstu tjörn á Akureyri og svo eitt hús í úhverfinu okkar í norðri... Hrísey... þetta er sérsmíðuð hús með upplýsingum um fugla og fleira. 

Jón Ingi Cæsarsson, 2.4.2008 kl. 15:21

5 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Guðjón. Þú hefur nú aldeilis verið hvatamaður þess að reist væri fuglahús í Mosfellsbæ. Ég vil nota tækifærið og þakka þér fyrir það og marga fróðleiksmola sem fylgdu í kjölfar þeirra samræðna. Ég þakka þér einnig ábendinguna, auðvitað var ég að meina fugla af hverri tegund en ekki alla sem heimsækja voginn. Það var gamann að fá þessa fróðleiksmola frá þér hér fyrir ofan.

Takk fyrir Sigurjón Pálsson.

Sæl Úrsúla, ekki efast ég um að þú eigir eftir að fara með þína nemendur og fræða þá um fuglalífið úr nýja fuglahúsinu.

Sæll Jón og takk fyrir komuna. Það er dugnaður í ykkur Akureyringum eins og vanalega. Það væri fróðlegt að vita hvenær þið komuð ykkar húsum upp. Eins og Jóhann Óli sagði virðist sem mikil vakning sé fyrir svona húsum nú síðustu ár.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 2.4.2008 kl. 18:01

6 identicon

Jæja símtalið búið, þetta var hagstofan með einhverja spurningakeppni sem minnir mig á góða hugmynd um að byggja búningsklefa með gægjugati í nauthólsvík, svo hægt sé að fara í svona “birdwatching” LOL… ehhh já það sem ég ætlaði að segja Fjóla er að þú getur skráð þig í krikketklúbb Mosfellsbæjar og þar er einungis aðalsfólk með góð sambönd í royalinn, þá er ég að meina alvöruklúbbinn hér í bænum við hafið, ekki þennan alþýðuklúbb uppi í dal, en sá klúbbur er fyrir þá sem skulu halda sig til hlés. En það minnir mig á þegar ég hitti Bastian bæjarfógeta krikketformann í góðri aðalsveislu hjá klúbbnum og við tókumst í hendur. Já það er gaman að búa í Mosó.

Frá Varmársamtaka Valda Sturlaugs

Valdi Sturlaugs (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:42

7 identicon

Sveitin græna, búsins lið
landið helga ræðir
hale lúja, gullsins hlið
karlinn bara græðir

Gróði þessi, ekki er
mynta slegin gulli
heldur penna, leigir sér
veltist uppúr bulli

Bullið streymir, níður háð
uppsker lofið ljúfa
gróa nærist, illu sáð
vinskap manna rjúfa

rofið skinn, rispað stolt
málsins beitta píla
sálar tetrið, innan holt
haugsins vonda fýla

Fúla skarna, slóða dreg
græna binginn brjóta
lokum mun, kerling treg
sjálfan karlinn skjóta

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson

Frá Varmársamtaka Valda.

Valdi Sturlaugs (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:27

8 identicon

Ég tek eftir að einhver er að afrita og setja inn rímur sem ég samdi og birti annars staðar og gleymist að nefna Svein frá Lundi,  alter egoið sem er skrumskæling á frasa sem var búinn til á síðum Hjördísar Kvaran í sögum hennar um "Hænsnabú Dauðans", en þa eru all sérstakar greinar sem ég datt inná fyrir skömmu á síðu hennar.  En þar sem einhver hefur afritað rímurnar til birtingar á þessari síðu, er þá ekki rétt að hafa allar rímurnar en það vantar eftirfarandi rímur:

skotið fasta, hitti karl
kerling reiknar dæmið
bloggar bull, étur snarl
orðið heldur væmið

Væmnin vonda, póluð tík
sullar öllu saman
dísin kætist, engri lík
ansi bara gaman

Gamnið kárnar, kerlu hjá
fiðrið hefur fokið
karlinn reiddist, ekki má
sögu hennar lokið

ljúkum rímu, ráðgott orð
viljum bara segja
aðstoð þín, ferils morð
prófaðu að þegja

Síður Hjördísar:

http://kvaran.blog.is/blog/kvaran/?offset=10

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband