þri. 25.3.2008
Esjan undurfríða
Þegar maður býr í hverfi sem er að rísa er oft mikill hamagangur. Stundum gaman, stundum leiðinlegt. Ef maður ætlar t.d. að leggja sig þegar kallinn í næsta húsi er að setja þakjárnið á er það frekar leiðinlegt. Ef maður stendur út á svölum í fallegu veðri getur það jafnvel verið hin besta skemmtun þegar verið er að steypa hinum megin við götuna, já svo einfalt er það nú.
Það eru nú ekki mörg ár síðan að þótti nú ekkert tiltökumál þó hús væru jafnvel í byggingu í 10 ár. Í dag skreppur maður eina nótt í sumarbústað og á meðan hefur risið heilt hús. Mikill er hraðinn og það er auðvita gott að húsin standi ekki hálfkláruð svo árum skipti.
Einu virðist þó ætla að verða erfitt að venjast á meðan þessar stórframkvæmdir standa yfir og það eru sprengingarnar. Alltaf hrekkur maður jafn mikið við þegar ein slík ríður af og allt nötrar og skelfur.
Í einum texta Gildrunnar er fjallað um Esjuna undur fríðu, það er víst óhætt að segja það. Mikið er notalegt að hafa hana bókstaflega í fanginu.
Það er fallegt í Tungunni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
-
Hulda Bergrós Stefánsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Bjarni Bragi Kjartansson
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Benedikt Halldórsson
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Brynjólfur Þorvarðsson
-
Hrannar Baldursson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Viðar Eggertsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eyþór Árnason
-
Fjarki
-
Baldur Fjölnisson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
gudni.is
-
Guðmundur H. Bragason
-
Guðmundur Rafnkell Gíslason
-
Gústav J. Daníelsson
-
Haukur Nikulásson
-
Heimskyr
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Sigga Hjólína
-
Hlynur Hallsson
-
HP Foss
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
JEA
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhann Kristjánsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Bergur Thorberg
-
Þorkell L. Þorkelsson
-
Pétur Björgvin
-
Kristján Kristjánsson
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Valdemarsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Laugheiður Gunnarsdóttir
-
Linda Samsonar Gísladóttir
-
Helga Sveinsdóttir
-
Magnús Már Byron Haraldsson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Markús frá Djúpalæk
-
Þráinn Árni Baldvinsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Mummi Guð
-
Myndlistarfélagið
-
Jón Svavarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Paul Nikolov
-
Vilborg
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Huld S. Ringsted
-
Rósa Harðardóttir
-
Rúnar Birgir Gíslason
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Gammur drils
-
Matti sax
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Óskar V Kristjánsson
-
Guðmundur St. Valdimarsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Gunnar Ólafur Kristleifsson
-
Sóley Valdimarsdóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Sverrir Stormsker
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þrúður Finnbogadóttir
-
TómasHa
-
Halldór Egill Guðnason
-
Úrsúla Jünemann
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Guðfríður Lilja
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Aðalheiður Haraldsdóttir
-
Auðunn Hilmarsson
-
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Haraldsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Dunni
-
Elísabet Sigmarsdóttir
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gulli litli
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Halldór Baldursson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
hilmar jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Jack Daniel's
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Pétur
-
kreppukallinn
-
Leikhópurinn Lotta
-
Linda litla
-
Ólafur Th Skúlason
-
Páll Rúnar Elíson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
steinimagg
-
Sveinn Arnar Sæmundsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Þórður Björn Sigurðsson
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 458342
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég sá þegar ég fór þangað um daginn að maður er aðeins nær Esjunni þarna í Tungunni. Því þegar maður er uppalinn við að vera umlukin fjallahring líður mér oft eins og ég sér á berangri hérna í Höfðunum.... en ég sé samt sjóinn og Snæfellsjökul svo ég er sátt.
Sjáumst á eftir félagi.
Herdís Sigurjónsdóttir, 25.3.2008 kl. 15:58
Yndisleg mynd Kalli minn. Já það er hrikalega erfitt að eiga erfiða nágranna, ég gisti nokkrum sinnum hjá vinkonu minni í Reykjavík, þar var einhver að æfa sig á píanó á hæðinni fyrir ofan, alltaf sama upp aftur og aftur á laugardags og sunnudagsmorgni. Seinna annarsstaðar var svo verið að bora í veggi heilu helgarnar. Veit ekki hvort vað erfiðara að sætta sig við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 18:51
Blessuð sértu sveitin mín
BÚMMM, brá þér
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 19:16
Mætur maður að austan flutti á Kjalarnesið, bjó þar í nokkur ár. Hann sagðist ekki skilja hvað væri verið að hampa þessari Esju endalaust, þar væri ekki einu sinni skjól af henni.
þAÐ E
HP Foss, 26.3.2008 kl. 09:20
Það voru jú hans orð , átti að vera þarna.
HP Foss, 26.3.2008 kl. 09:21
Man eftir þessum hughrifum í nýju hverfi þegar foreldrar mínir fluttu í hálfbyggt hús. Alls staðar var verið að smíða, gera og græja. Man þó ekki eftir sprengingum. Það var himnaríki á jörð að geta klifrað í stillönsum, hoppað í sandhrúgur og ésús minn, nú finn ég steypulyktina hráu og er komin í algjöra nostalgíu.
Takk fyrir pistil og hver elskar ekki Esjuna?
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 09:37
Leirvogstunguhverfið á ábyggilega eftir að verða mjög vinsælt. Þarna er gott útsýni til vesturs og sólarlagið á vorin og sumrin annálað. Eru þetta ekki mikil viðbrigði frá öllum þrenslunum í Kvosinni þar sem þröngsýni virðist vera landlæg?
Nálægðin við Esjuna þetta marglita fjall mikil. Svo þegar manngerða landslagið nyrst, hólarnir og hljóðmanirnar meðfram Vesturlandsveginum hafa gróið og trjáplöntur dafna, þá verður þetta hreint frábært. En helst þarf að hraða framkvæmdum sem mest við tengingu við Vesturlandsveginn enda er mikil hætta á eins og er. Svo þegar Sundabrautin kemur loksins, þá minnkar umferðin alla vega í bili. Annað sem þarf virkilega að taka á er flugvöllurinn. Hvaða stefnu á að taka í þeim málum? Ljóst er að þegar Reykjavíkurflugvöllur er á förum, verði mikill þrýstingur á að auka tómstundaflugið á Tungumelunum. Finna þarf annan stað, æskilegri og betri fyrir tómstundaflugið sem er oft til mikilla vandræða sem stendur á fögrum sumardögum enda er eftirlit í lágmarki með því.
Til lukku Kalli!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.3.2008 kl. 09:56
Sæl öll sömul og takk fyrir komuna.
Herdís, það er flott á Sigló, ég hef nú nokkru sinnum komið þangað. Þú ert nú í verðlaunagötu í Mosó, ekki rétt?
Ásthildur, mér var oft hugsað til nágranna minna þegar ég var með trommusettið inn í herbergi.
Hulda, mér dauðbrá. Ha ha ha!
Helgi, smíðaðir þú ekki einu sinni hús á Kjalarnesi? Leirvogstungan er nær íþróttahúsinu að Varmá.
Jenný, já þetta voru oft skemmtilegir tímar að hamast í húsum sem voru í byggingu. Hvað varðar sprengingarnar þá eru menn ekkert með gamaldags loftpressur. Nú er það bara dínamít og lagó BÚMM!!!
Guðjón, það er óhætt að segja að þetta sé ólíkt. Skjólið í Kvosinni, útsýnið í Tungunnu. Esjan er marglit, það eru orð að sönnu. Tengingin við Vesturlandsveg er mjög aðkallandi í alla staði . Hvað varðar flugvöllinn, þá veit ég að hann veldur mörgum amma, sérstaklega eins og þú segir á fallegum sumardögum. Umræða um hann hefur oft komið upp hjá bæjaryfirvöldum.
Bestu kveðjur. K. Tomm.
Karl Tómasson, 26.3.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.