Esjan undurfríða

Esja 10Þegar maður býr í hverfi sem er að rísa er oft mikill hamagangur. Stundum gaman, stundum leiðinlegt. Ef maður ætlar t.d. að leggja sig þegar kallinn í næsta húsi er að setja þakjárnið á er það frekar leiðinlegt. Ef maður stendur út á svölum í fallegu veðri getur það jafnvel verið hin besta skemmtun þegar verið er að steypa hinum megin við götuna, já svo einfalt er það nú. 

Það eru nú ekki mörg ár síðan að þótti nú ekkert tiltökumál þó hús væru jafnvel í byggingu í 10 ár. Í dag skreppur maður eina nótt í sumarbústað og á meðan hefur risið heilt hús. Mikill er hraðinn og það er auðvita gott að húsin standi ekki hálfkláruð svo árum skipti. 

Einu virðist þó ætla að verða erfitt að venjast á meðan þessar stórframkvæmdir standa yfir og það eru sprengingarnar. Alltaf hrekkur maður jafn mikið við þegar ein slík ríður af og allt nötrar og skelfur.

Í einum texta Gildrunnar er fjallað um Esjuna undur fríðu, það er víst óhætt að segja það. Mikið er notalegt að hafa hana bókstaflega í fanginu. 

Það er fallegt í Tungunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já ég sá þegar ég fór þangað um daginn að maður er aðeins nær Esjunni þarna í Tungunni. Því þegar maður er uppalinn við að vera umlukin fjallahring líður mér oft eins og ég sér á berangri hérna í Höfðunum.... en ég sé samt sjóinn og Snæfellsjökul svo ég er sátt.

Sjáumst á eftir félagi. 

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.3.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg mynd Kalli minn.  Já það er hrikalega erfitt að eiga erfiða nágranna, ég gisti nokkrum sinnum hjá vinkonu minni í Reykjavík, þar var einhver að æfa sig á píanó á hæðinni fyrir ofan, alltaf sama upp aftur og aftur á laugardags og sunnudagsmorgni.  Seinna annarsstaðar var svo verið að bora í veggi heilu helgarnar.  Veit ekki hvort vað erfiðara að sætta sig við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 18:51

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Blessuð sértu sveitin mín  

BÚMMM, brá þér

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 19:16

4 Smámynd: HP Foss

Mætur maður að austan flutti á Kjalarnesið, bjó þar í nokkur ár. Hann sagðist ekki skilja hvað væri verið að hampa þessari Esju endalaust, þar væri ekki einu sinni skjól af henni.

þAÐ E

HP Foss, 26.3.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: HP Foss

Það voru jú hans orð , átti að vera þarna.

HP Foss, 26.3.2008 kl. 09:21

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Man eftir þessum hughrifum í nýju hverfi þegar foreldrar mínir fluttu í hálfbyggt hús.  Alls staðar var verið að smíða, gera og græja.  Man þó ekki eftir sprengingum.  Það var himnaríki á jörð að geta klifrað í stillönsum, hoppað í sandhrúgur og ésús minn, nú finn ég steypulyktina hráu og er komin í algjöra nostalgíu. 

Takk fyrir pistil og hver elskar ekki Esjuna?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 09:37

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Leirvogstunguhverfið á ábyggilega eftir að verða mjög vinsælt. Þarna er gott útsýni til vesturs og sólarlagið á vorin og sumrin annálað. Eru þetta ekki mikil viðbrigði frá öllum þrenslunum í Kvosinni þar sem þröngsýni virðist vera landlæg?

Nálægðin við Esjuna þetta marglita fjall mikil. Svo þegar manngerða landslagið nyrst, hólarnir og hljóðmanirnar meðfram Vesturlandsveginum hafa gróið og trjáplöntur dafna, þá verður þetta hreint frábært. En helst þarf að hraða framkvæmdum sem mest við tengingu við Vesturlandsveginn enda er mikil hætta á eins og er. Svo þegar Sundabrautin kemur loksins, þá minnkar umferðin alla vega í bili. Annað sem þarf virkilega að taka á er flugvöllurinn. Hvaða stefnu á að taka í þeim málum? Ljóst er að þegar Reykjavíkurflugvöllur er á förum, verði mikill þrýstingur á að auka tómstundaflugið á Tungumelunum. Finna þarf annan stað, æskilegri og betri fyrir tómstundaflugið sem er oft til mikilla vandræða sem stendur á fögrum sumardögum enda er eftirlit í lágmarki með því.

Til lukku Kalli!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.3.2008 kl. 09:56

8 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl öll sömul og takk fyrir komuna.

Herdís, það er flott á Sigló, ég hef nú nokkru sinnum komið þangað. Þú ert nú í verðlaunagötu í Mosó, ekki rétt?

Ásthildur, mér var oft hugsað til nágranna minna þegar ég var með trommusettið inn í herbergi.

Hulda, mér dauðbrá. Ha ha ha!

Helgi, smíðaðir þú ekki einu sinni hús á Kjalarnesi? Leirvogstungan er nær íþróttahúsinu að Varmá.

Jenný, já þetta voru oft skemmtilegir tímar að hamast í húsum sem voru í byggingu. Hvað varðar sprengingarnar þá eru menn ekkert með gamaldags loftpressur. Nú er það bara dínamít og lagó BÚMM!!!

Guðjón, það er óhætt að segja að þetta sé ólíkt. Skjólið í Kvosinni, útsýnið í Tungunnu. Esjan er marglit, það eru orð að sönnu. Tengingin við Vesturlandsveg er mjög aðkallandi í alla staði . Hvað varðar flugvöllinn, þá veit ég að hann veldur mörgum amma, sérstaklega eins og þú segir á fallegum sumardögum. Umræða um hann hefur oft komið upp hjá bæjaryfirvöldum.

Bestu kveðjur. K. Tomm.

Karl Tómasson, 26.3.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband