Tónlistaruppeldi, það er til

Fyrir 23 árum síðan fór ég fyrst fyrir alvöru að kynnast óperusöng og þökk sé elskulegum tengdaföður mínum. Það er ekki það að ég ólst allt frá barnæsku upp við heilmikla tónlist en sóttist þá meira í herbergi bræðra minna þar sem tónlistin sem kom úr þeirra herbergjum heillaði mig meira en foreldra minna. Þar vógu þungt bresku rokkararnir í Uriah Heep.

Þegar ég hinsvegar kom á heimili tengdaforeldra minna hafði ég ekkert val þar sem sá gamli tjúnnaði Pavarotti og aðra gulltenóra gjörsamlega í botn.

Í dag sat ég með tengdapabba og hlustaði á heila tónleika með Pavarotti sem fram fóru á Hyde Park árið 1991. Mikið óskaplega var það notaleg stund. Áhugi minn á Pavarotti og óperutónlist er kominn til að vera, þökk sé tengdapabba. 

Til hamingju með árin 80 Óli minn.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er enginn óperu áhugamaður en Pavarotti var góður.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.3.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já mikið er ég viss um að þetta hefur verið notalegt hjá ykkur Kalli minn.  Pavarotti var svo miklu meira en stórsöngvari, hann var eitthvað svo yndislegur og laus við allan hroka.

Við leggjum í hann heim eftir hádegi.  

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.3.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Eyþór Eðvarðsson í Vilnius

Sæll frændi,
Fínt blogg hjá þér! Og auðvitað enn betra við góðan tenór :) Það fer vel á því að Mosfellingar hafi slíkan menningarvita við stjórnvölinn.

Kær kveðja úr Austurheimi,

Eyþór

Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 24.3.2008 kl. 09:26

4 identicon

Komdu sæll og gleðilega páskahátíð. Oft er gaman að lesa pistlana þína og nýt ég þess oft. Hnaut um þessa fyrirsögn sem leiðir þennan pistil þinn um Pavarotti. Svar mitt er: Já, tónlistaruppeldi er til  en ekki í Mosfellsbæ eftir að yfirvöld eyðilögðu vel fungerandi tónlistarskóla. Það mun verða blettur á stjórnsýslu Mosfellsbæjar fyrr og síðar. Að meirihluti OG minnihluti skyldu samþykkja þessa vitleysu er og verður mér alger ráðgáta. Það er vont að sjá hvernig Tónlistarskólinn hefur verið niðursetningur innan stjórnkerfis Mosfellsbæjar allan þennan tíma. Það skorti ekki á hátíðarstundum þá var og er líklega ennþá, ölu veifað, hvað allt er gott, dýrðlegt, og dásamlegt. Staðreyndin er að tónlistarnám í Mosfellsbæ er orðið svo lélegt að það hálfa gæti verið nóg. Mosfellsbæingar ættu að skammast sín. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:25

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Pavarotti var stórkostlegur söngvari. Svo var einnig Jussi Björling.  Ég fór sl. miðvikudag á La Travita. Þar fóru á kostum Sigrún Pálmadóttir og Tómas Tómasson, þau héldu uppi sýningunni. Jóhann Friðgeir var allt of mikill tuddi (afsakið orðbragðið) fyrir persónu Alfredos.  Eiginlega bara lélegur gasprari að mínu mati...

Ég hef farið á fjölda ópera og hlustað á hundruði platna af óperumúsík og tel ég það hafa auðgað líf mitt um a.m.k. helming, ef bara ekki meira.

Kveðjur af Ströndinni austan við fjallið eina!

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:14

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með hann tengdapabba þinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 15:04

7 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl öll og takk fyrir komuna.

Gaman að sjá þig frændi í bloggheimum. Bestu kveðjur til þín og þinna. Hvenær eigum við að halda næsta ættarmót? 

Sæl eða sæll Bumba. Mikið hefði nú verið skemmtilegra að sjá nafnið þitt undir greininni, það er svo leiðinlegt að svara einhverjum sem kemur ekki fram undir nafni. Þú þarft ekkert að óttast það að senda mér greinar þínar eða hugleiðingar undir fullu nafni. Ef þú ert eitthvað feiminn eða viðkvæmur að leggja nafn þitt undir skrif þín opinberlega þá getur þú sent mér tölvupóst á ktomm.simnet.is eða hringt til mín og við farið yfir það í rólegheitum hvað þér finnst betur meiga fara í tónlistarkennslu í Mosfellsbæ.

Sæl Rúna, já Jussi Björling var einnig stórkostlegur, það er ekki svo langt síðan ég skrifaði um hann. Það eru orð að sönnu, tónlist auðgar lífið.

Takk fyrir Ásthildur mín, þú tekur nú aldeilis fallegar myndir og er alltaf gaman að kíkja við hjá þér.

Bestu kveðjur frá K. Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 24.3.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband