lau. 22.3.2008
Bloggskugginn, skugginn á blogginu
Eftir nokkra daga, nánar tiltekið þann 1. apríl er eitt ár liðið frá minni fyrstu bloggfærslu og mikið skrambi getur þetta nú verið gaman á köflum. Bloggið er eins og ég hef marg skrifað um stórmerkilegt og bráðskemmtilegt oft á tíðum og mikið hefur maður kynnst mörgu og skemmtilegu fólki á þessum vettvangi.
Það eru nú einnig fleirri en ég sem fagna eins árs afmæli, því bloggskuggi minn, oftast kallaður Varmársamtaka Valdi fagnar einnig eins árs afmæli um þessar mundir. Eitt af aðal áhugamálum Valda allt frá stofnun síðu hans hefur verið að skrifa um mig og mína persónu og það sem ég fæst við, t.d. ef ég hef haldið ræðu á þorrablóti, þá skrifar Valdi um það og ef ég skrifa um aðgengi fatlaðra þá skrifar Valdi um það og ef konan mín fer á Benzanum í vinnuna þá skrifar Valdi jafnvel einnig um það og ef ég hef spilað á gítar og sungið, t.d. við opnun myndlistarsýninga, þá skrifar Valdi um það og ef ég jafnvel tek þátt í umræðu á einhverri annari síðu en minni skrifar Valdi jafnvel um það líka og einnig hafa á stundum heimsóknir fólks á mína síðu verið Valda hugleiknar. Það kemur fyrir að Valdi eyði út sumu af því sem hann skrifar um og einnig sumum athugasemdum sem til hans berast.
Einu sinni skrifaði lítil stúlka inn á mína síðu og þakkaði mér fyrir hvað ég hafði skrifað fallega um móður sína. Valdi sá meira að segja ástæðu til að skrifa um það á sinni síðu..
Valdi eins og forystufólk uppáhalds samtakanna hans, Varmársamtakanna vill opna og lýðræðislega umræðu. Lengst af var Valdi fremsti linkur á heimasíðu Varmársamtakanna, Valdi verður alltaf reiður ef einhver hallmælir vinnubrögðum Varmársamtakanna, þá á hann það jafnvel til að skrifa einnig um það fólk á sinni síðu.
Einu sinni lét ég mér detta í hug að fá úr því skorið hver Valdi er og viti menn mér til mikilla undrunar þá komst ég að því að Valdi er ekki til og það sem meira er ekki heldur all flest fólkið sem hefur skrifað á síðuna hans í eitt ár.
Já, Valdi, hann er hugrakkur nagli. Hann er umhverfisvænn alþýðumaður sem fer ekki leynt með sínar skoðanir. Hann er skuggalegur bloggari sem lyftir blogginu í hæstu hæðir lýðræðislegrar og opinnar pólitískrar umræðu með öllum sínum félögum sem eru ekki til.
Eitt virðist Valdi ekki vita og það er, að umhverfismál snúast einnig um manneskjur.
Gleðilega páska Valdi. Sennilega færð þú ekkert páskaegg þar sem þú ert nú ekki til.
Athugasemdir
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.3.2008 kl. 23:01
þetta er nú bara bæði fyndið og smá óhuggulegt að hann valdi skuli vera svona besat af þér. gæti verið óhugguleg bíómynd, eða pólitík í henni Ameríku.ekki bætir úr skák að hann er ekki til !!! og þú er bara hann kalli yndislegi í mosó sem lifir lífinu eins og þú telur rétt og gott ! hafðu fallega páska kæri bloggvinur og Guð og Almættið Blessi þig.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 08:56
Gleðilega páska
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 10:23
Já hvort kom á undan, eggið eða hænan ?
Sæll Kalli minn og gleðilega páska. Í framhaldi af annars ágætri hugleiðingu þinni hér að ofan um þennan aðila sem þú nefnir "Varmársamtaka Valdi", í framhaldi af því vil ég læða að hér örlítilli páskahugleiðingu um þau mál, en það hefur ekki farið fram hjá þér að ég hef gaman af því að koma fram á því leiksviði og gantast með líðandi stund.
Ég vil taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hver eða hverjir eru á bakvið persónuna og síðuna, en þó þarf varla mikinn reiknimeistara til að renna í grun hver eða hverjir það eru. Í mínum huga skiptir það ekki máli, frekar er spurningin hvers vegna er þessi leikna persóna/persónur til og þessi síða sem kallast „Valdastofnun - fræðilegt framtak „ ?
Almennt kann fólk vel við Þig Kalli og er hlýtt til þín, þessvegna tel ég ólíklegt að síðan sé orðin til vegna óvildar í þinn garð eða persónulegrar andúðar. Síðan ber þess frekar merki að vera skrifuð af fólki sem kann vel við persónu þína en er ósammála þér í pólitiík og er búið að fá nóg af því að reyna að halda uppi málefnalegri umræðu við þig án þess að umræðan snúist upp í skítkast og persónulegar ávirðingar. Það er nefnilega þannig farið að þú ert sjálfur að jafnaði kurteis og velviljaður í málflutningi þínum og ekki til þess fallinn að orsaka slík viðbrögð. Orsökina er að mestu leiti að finna í skrifum manneskju sem vinnur í fyrirtækinu þínu, manneskju sem er persónulegur vinur þinn og flokksystir, Hjördís Kvaran.
Þú kallar Valda bloggskugga þinn, en ef grant er skoðað þá er Valdi frekar bloggspegill þinn í spaugilegu ljósi, Hjördís er hinsvegar sannur bloggskuggi þinn sem fylgir þér hvert fótmál og litar alla þína umræðu með sínum eigin töfrum og með því hefur hún mikil áhrif á það hvernig fólk sem ekki þekkir þig persónulega, hvernig það upplifir þig og meðtekur sem persónu og pólitikus.
Ég ætla ekki að tíunda skoðun mína á skrifum Hjördísar öðruvísi en þannig að hver sem nennir eða hefur einhvern áhuga á því að vita um hvað málið snýst að lesa tilsvör hennar síðastliðið ár og lesa bloggið hennar þar sem hún lýsir mönnum og málefnum sem eru á annarri skoðun í pólitik á sinn einstaka hátt.
Já hvort kom á undan, eggið eða hænan ?Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:37
Er nú Ólafur Ragnarsson einnig farin að svara fyrir hinn hugrakka Valda. Já auðvitað þarf einhver að svara fyrir hann, ekki kemur hann sjálfur á mína síðu, grínistinn, pólitíkusinn og skemmtikrafturinn.
Ég veitt ekki afhverju hann óttast það svo saklaust og skemmtilegt sem grínið hans nú er.
Karl Tómasson, 23.3.2008 kl. 14:05
Ætli Valdi sé geimvera,eða huglaus mannvera hver veit best er nú að skrifa undir eigin nafni,nema maður hafi ekki rétt fyrir sér
Laugheiður Gunnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 14:11
Gleðilega páska Kalli minn.
Ég hef ekki farið inn á þessa síðu Valda frá því að ég heyrði um hana fyrst og þótti lítið til koma... prófaðu bara að hætta að fara þarna inn. Ég bara trúi því ekki að fólk nenni að fara þarna inn og lesa svona Kalla ecco eins og þú lýsir, enda er þetta skrifað af manni sem ekki er til ... ekki satt?
Ég tek undir með Önnu, þvílík örlög.
Herdís Sigurjónsdóttir, 23.3.2008 kl. 18:42
Já Kalli minn, þú skilur hvað ég meina ekki satt !
Kveðja,
Óli í Hvarfi
Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:42
Vor herre bevares !
Kalli, jeg tor det er bedre at skrive paa dansk i fremtiden saa HKE ikke forstaar hvad vi skriver, der maa være nogen der ude som kan hjælpe den stakkels kvinde, jeg mener har du læst hendes hjemmeside !! her
Hun kan snart synge som Frank Zappa gjorde en gang:
"They are coming to take me away ha ha he he ho ho"
Venlig hilsen, Úle i Kvarve
Úle i Kvarve (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 19:53
Kalli, jeg kan godt se at dansk ikke virker, og ju svaremaskinen er paa hvis du ikke har lagt mærke til det.
Hvad sigur du til Esperanto ?
Úle
Úle í Kvarve (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:29
Ólafur, þú ert að verða bloggskuggi Hjördísar, þú ert svosem ekki einn um það. Hjördís er mörgum hugleikin enda ekki furða.
Einu sinni varst þú með bloggsíðu en það var bara í nokkra daga. Afhverju opnar þú hana ekki aftur? Maður með allar þessar hugmyndir og skoðanir á ekki að vera viðkvæmur fyrir því.
Þið Hjördís eigið miklu frekar að tala saman á ykkar vettvangi, þú átt það til að svara henni hjá einhverjum sem er ekki til og hún vippar sér þá yfir til mín og svarar þér. Þetta er skrítinn samskiptamáti.
Karl Tómasson, 24.3.2008 kl. 21:43
Nei blessaður Karl, ég hélt að það hefði ekki farið fram hjá þér að ég hef verið að tala við þig en á einhvern furðulegan hátt þá svarar Hjördís alltaf fyrir þig ?... Er þetta fast fyrirkomulag hjá ykkur ?
Ég á ekkert erindi við þessa konu og hef aldrei átt en hún fylgir þér eins og skugginn eða öllu heldur eins og sjálfvirkur bloggsvari þar sem hún leitast við að fá menn á tal við sig, veit ekki hvers vegna ?
Hvernig líst þér annars á skrif hennar á blogginu? Ertu sáttur?
Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:10
Ég nennti nú ekki að lesa allar athugasemndirnar hér að ofan en ég vil taka það skýrt fram að þó svo að ég heiti Valdi þá er ég á alls engan hátt tengdur við þessi blessuðu Varmársamtök. Bara svona til að hafa það algjörlega á hreinu Kalli :-)
Kv
Valdarnir Köldu
Valdi Kaldi, 24.3.2008 kl. 22:28
Mér hefur eins og fleirum ofboðið hve það Varmársamtakafólk fari mikinn. Flest eru skrifin ákaflega rætin og móðgandi og undarlegt að ekki hafi verið gerður reki að láta reyna á ákvæði 25. kafla hegningarlaganna sem fjallar um ærumeiðingar. Þar er sérstök grein sem er sérstaklega til verndar opinberum embættismönnum þar sem móðgun gegn embættismanni sem tengist störfum hans er móðgun og jafnvel árás á það opinbera. Einhvern tíma hefði allt orðið vitlaust út af minna tilefni.Ritsóði er sennilega eitt það versta skammaryrði sem hægt er að hugsa sér. Það vísar til þeirrar heimsku einfeldningsins að geta aldrei setið á strák sínum en bæði seint og snemma vaðið uppi með dylgjur og svívirðingar um guð og góða menn og konur.Mörgum finnst Varmársamtökin ekki hafa riðið feitu hrossi í þessum málum og mættu aðstandendurnir alvarlega að fara að athuga að auglýsa lát þeirra og jarðarför sem kannski verður látin fara fram í kyrrþey, - af sérstökum ástæðum!Með bestu kveðjum og vonum að við losnum við þessa óværu úr sveitinni sem er að verða verri en lúsin.Þetta eru brot úr texta eftir einn ötulasta umhverfissinna Mosfellsbæjar Guðjón Jensson. Guðjón leifði sér að gagnrína vinnubrögð Varmársamtakanna og hefur frá þeim degi gengið undir nafninu Mosaþemba eða Georg Bjarnfreðsson á heimasíðu Varmársamtaka Valda.
Óli (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:49
Kalli
Það er greinilega í tísku hjá Valdapakkinu að slá um sig með erlendum tungum og þykjast gáfaðra fyrir vikið. Ekki nóg með að talað sé á dönsku sem í sjálfu sér er bara kjánalegt, heldur hefur einhverjum af þessum brandaraköllum helst dottið í hug að það sé upplagt fyrir umræðuna þarna inni að slá um sig með rússnesku. Þar er notað copy-paste af þessari frétt til þess að reyna að gefa þessari furðu umræðu vitsmunalegra útlit.
Það eru furðulegar umræður sem samanstanda af copy-paste út í loftið um annarra landa menningu og sem engan vegin er hægt að tengja umræðunni sem fyrir er á síðunni og svara svo þessari athugasemd sem mjög hátt skrifaðri og merkilegri og um leið röfla eitthvað um íslenska stjórnmálamenn, væmni, lýðræði og kosningar þar fram eftir götunni.
Sé þetta sama fólkið og reyndi að eiga vitsmunalega umræðu, ég tala nú ekki um málefnalega, um tengibrautina þá er ég ekki hissa þó sú umræða hafi ekki náð langt ef þetta er þeirra hugmynd um málefnalega umræðu


Kveðja, Linda
Linda Björk Ólafsdóttir, Kjalarnesi (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.