Lok lok og læs og allt í stáli

Ég ætlaði að gera stórvægilegar útlits- og tæknibreytingar á blogginu mínu sem fóru ekki betur en svo að allt fór í lás. Bloggið mitt lokaðist öllu aðgengi og allt fór í pat hjá mér. Eftir margítrekaðar misheppnaðar tilraunir til að kippa því í liðinn hafði ég vit á því að hringja í orðuhafann sem brást skjótt við eins og endranær og kippti öllu í liðinn.

Annars er þetta búinn að vera ágætis dagur, fjölskyldan keypti páskaeggin og matinn í dag og allt er klárt fyrir páskahátíðina. Talandi um páskaegg þá mæli ég með þessum brúnu umhverfisvænu í baksturinn fyrir páskahátíðina. Íslenska hænan klikkar ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Æi ekki var það nú gott,,,, en ég er hrifin af "I love it" myndinni, ég ætti kannski að setja sjóaramynd af mér....

Við heyrðum viðvörun í dag....ekkert ferðaveður og fólk beðið að halda sig heima... en þá brunuðum við úr bænum á leið okkar á Siglufjörð. Ferðin gekk vel í Staðaskála og þá stoppuðum við og ætluðum að fá okkur ódýrasta borgarann á landinu...einn með öllu á 640 skv. mogganum og ekki lýgur mogginn. Ég varð reyndar mjög hissa að sjá þetta verð í mbl. þar sem ég hef ekki keypt slíkan borgara á undir 1000 krónum á liðnum árum. Þetta reyndist þá hópatilboð og fengum við þriggja manna hópurinn okkur hópatilboð.... því við höfðum lagt á okkur allt þetta ferðalag í brjáluðu veðri fyrir borgarana.

Við héldum svo áfram og pikkuðum upp ungar stúlkur sem voru á bólakafi í skafli og komum þeim til byggða. Elli hetja fór svo með þær til baka og náði bílnum úr skaflinum.. En við komumst alla leið á Sigló með páskaeggin og tilbúin í páskafrí eins og Tómasson nýbúarnir í Tungu.

Herdís Sigurjónsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er að spá í að fá mér landámshænu. Verpa þær ekki annar brúnum eggjum? Meiri vitleysan þetta súkkulaðigums allt saman. Ætli þær dafni ekki annars þokkalega hér í Kvosinni. Altso landámshæanurnar."Hér í Kvosinni"..Skrítið að geta sagt þetta. Láttu tæknina ekki halda fyrir þér vöku kæri Karl. Það er svo margt annað sem getur séð um það

Halldór Egill Guðnason, 20.3.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband