Af hverju fór þessi maður ekki í pólitík?

Mikið skrambi var gaman að fá Sumarliða beint í æð á árshátíð Mosfellings.

Sumarliði fór því miður ekki í pólitík frekar en margir snillingar. Ég varð aldrei svo frægur að smakka ost frá honum, siglt skútu sem hann smíðaði, drukkið bruggið hans né að hafa bragðað á grautunum hans.

Ég á það allt eftir.

       

Ég veit allt. Ég get allt.

Geri allt miklu betur en fúll á móti

Ég kann allt. Ég skil allt.

Fíla allt miklu betur en fúll á móti.

      

Smíða skútu, skerpi skauta,     

bý til þrumu ost og grauta.              

Haltu kjafti.

      

Ég sé allt.  Ég má allt.     

Brugga miklu betur en fúll á móti.                              

Ég finn allt. Ég er allt.     

Hef miklu hærri tekjur heldur en fúll á móti.

      

Smíða skútu, skerpi skauta. 

     

Ég er kroppur. Ég er fróður.     

Fallegri í framan heldur en fúll á móti.     

Ég er góður, aldrei óður.     

Ekki fitukeppur eins og slappi fúll á móti.

      

Smíða skútu, skerpi skauta, 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumarliði er flottur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: HP Foss

Sæll Kalli.

Ég þekki ekki til þessa Sumarliða en ég kannast við nokkrar svona mangerðir sem telja að þeir séu með svörin, kunni allt, geti allt, séu betri en aðrir. Það er einmitt þess vegna sem þeir komast ekki áfram í pólitík, þeir geta hvorki né kunna að taka tillit til skoðana annarra. Telja að aðeins þeirra skoðun dugi og engin önnur. Menn geta ekki unnið með svona fólki, það er bara ómögulegt.

Þessar manngerðir eru "mígandi" utan í ráðamenn í sífellu en komast skammt því eftir ótrúlega skamma stund er mangerðin búin að missa sig í sjálfsdýrkuninni.

Þessi manngerð telur sig aðeins erfa góðu genin forfeðranna og vera aldeilis vera laus við ókosti. 

Þessi manngerð endar gjarnan við upplestur einhverskonar,  þar sem romsan stendur uppúr manngerðinni og viðtakandi er þá gjarnan neyddur til að hlusta og jafnvel látinn standast próf í að muna romsuna.

Kær kveðja- Helgi

HP Foss, 19.3.2008 kl. 11:38

3 identicon

Ég tek undir með Ásthildi... Sumarliði er flottur, engin minnimáttarkennd þar á ferðinni :)

Helgi, hvað segirðu, þekkir þú svona skemmtilega ýkta karaktera eða karakter... einhver dæmi handa okkur svona til gamans ?

Kveðja,

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:30

4 identicon

Ég skil nú ekki alveg þetta valdatal í þér Hjördís mín.... ég þekki einungis þjóna og þegna, þar sem þjónarnir eru kjörnir þegnar.

En það er jú bara mitt álit.

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 03:08

5 Smámynd: HP Foss

Nei Ólafur, nafn og myndbirtingar eru ekki á dagskrá hjá mér. Hugsaðu um það sem Jesús sagði við lærisveinana sína, söguna um miskunnsama Samverjann,  þeir spurðu hann: Hver er náungi minn, þegar hann var í sífellu að tala um þennan náunga alltaf. hver er náungi minn? Já, hver er náungi minn?

Það er oft gott að spá í þetta.

HP Foss, 20.3.2008 kl. 21:58

6 identicon

Já Helgi, þetta er fín samlíking hjá þér enda vill svo til að náunginn í þeirri sögu er ekki úr röðum farísea og presta eða þeirra sem drottna í samkomuhúsunum..... Auk þess var hinn miskunnsami ekki heimamaður.

Hjördís......................................................................

........................................................ZZZZZZZZzzzzzzzz.....

............ahhh... geisp....   nenni þessu ekki núna, sjáumst í Skálafelli, farinn á skíði.

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 10:58

7 identicon

Hjödda mín, gamanmál og valdatal verða seint viðkvæmt umræðuefni, það ætla ég að minnsta kosti að vona, hér er ein staka svona til gamans: 

Hjördís dáir mikið vald
valdið hefur litið
viðkvæm svör lítið hald
heldur lítið vitið

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 21:23

8 identicon

Hjördís, smá leiðrétting  á stökunni, læddist inn villa:

Hjördís dáir mikið vald
valdið hefur litið
viðkvæm svör ekkert hald
heldur lítið vitið

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband