Að kveðja hús

Álafossvegur 18Góður bloggvinur minn og nú nágranni, í stuttan tíma reyndar, skrifaði nýlega færslu sem hann kallaði einmitt því nafni sem ég kýs að kalla mína að þessu sinni. Nú styttist nefnilega í að ég og mín fjölskylda standi í sömu sporum. Kveðjustundin átti að vera um síðustu helgi en veikindi settu strik í reikninginn og verða þau því fyrir vikið um þá næstu.

Það er sannarlega erfitt að kveðja hús, svo ekki sé nú talað um þegar sál og líkami hafa verið lögð í að gera það upp nánast frá grunni. Nagla fyrir nagla og skrúfu fyrir skrúfu. Það er líka erfitt að kveðja fallegan stað sem hefur um árabil verið manni kær en slíkar tifinningar verða aldrei frá manni teknar og staðurinn fer ekki neitt.

Álafossvegur 18 bÞað er líka spennandi og notaleg tilfinning að flytja í nýtt og glæsilegt hús sem að maður hefur tekið þátt í að reisa og fengið að sníða að nokkru leiti eftir sínu höfði. Ekki spillir fyrir að hafa fundið frá fyrstu tíð fyrir þeirri alúð sem húsasmíðameistarinn og allir hans menn hafa lagt í verkið frá fyrsta degi. Í slíku húsi getur aldrei verið annað en góður andi, enda er fjölskyldan spennt að flytja í Leirvogstungu 2. Það er líka gott að vita af vináttu föður míns heitins og afa við ábúendur í Leirvogstungu um áratuga skeið. Eftir því hefur verið tekið hversu vel er að öllu staðið við byggingu hins nýja hverfis í Leirvogstungu.

LeirvogstungaHeimasætan á  bænum, Birna Karls er orðin verulega spennt og þær mæðgur keppast við að setja í kassa og þrífa, enda báðar miklar húsmæður. Reyndar er Birna mín afskaplega upptekin af því þessa dagana að æfa ballettsporin sín fyrir sýninguna í Borgarleikhúsinu en hún er nú að ljúka sínu þriðja ári í ballettnámi hjá Brynju í Ballettskóla Eddu Scheving.

Birna KarlsHér má sjá myndir af Álafossvegi 18, Leirvogstungu og Birnu Karls að baka, í síðasta skiptið á Álafossvegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Til hamingju með nýja húsið og líði ykkur sem best ,alltaf gaman að hanna sitt eigið hús og heimili .kveðja að norðan.myndar stelpa sem þið eigið

Laugheiður Gunnarsdóttir, 25.2.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til lukku Kalli með nýja húsið og gjörnýtt umhverfi með góðu útsýni. Það er alltaf mjög mikils virði að sjá sem best til allra átta!

Þín var sárt saknað á fundi í gær. Gangi þér allt í haginn!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2008 kl. 08:09

3 Smámynd: HP Foss

Til hamingju með þetta, félagi.  Það er vonandi að yðar óskir hafi komist í við.

Kv
Helgi.

HP Foss, 26.2.2008 kl. 09:00

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

,,AÐ KVEÐJA HÚS'' HÚSIÐ ER AÐ GRÁTA, ALVEG EINS OG ÉG, LALALALA ÓÓAHH.  ÞAÐ ER TÁR Á RÚÐUNNI..........

 Til hamingju með nýja húsið ,,GLÆSILEGT''

Kjartan Pálmarsson, 26.2.2008 kl. 10:04

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég samhryggist og til hamingju með nýtt og glæsilegt hús

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.2.2008 kl. 12:09

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með nýja húsið Kalli minn.  Jamm það er alltaf sárt að kveðja gamla vini.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 13:39

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Til hamingju með nýja húsið  og það á ekki eftir að væsa um ykkur á túninu í Leirvogstungu  En mér skilst að þú eigir vel heimagengt (samkvæmt mínum heimildum) á þitt gamla heimili í kvosinni

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:18

8 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Til hamingju með þetta glæsilega nýja hús. Það er alltaf sárt að kveðja gamla og góða vini.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 26.2.2008 kl. 22:13

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

glæsilegt nýtt hús, og þvílík fjalladýrð er þarna á bak við. það er sko gott með  mikið af gluggum með svona útsýni. þekki þetta þó með  hús með sögu manns. ég á heima í mjög gömlu húsi í dk það var byggt 1870 að ég held. stundum fæ ég það sem ég kalla martraðir, og þær felast í því að ég er að selja , eða er búin að selja húsið og er að flytja til íslands !! það er ansi skondið en á meðan á þessum draum stendur er ég að plana hvernig ég geti eignast húsið aftur og flutt til dk. í einum draumnum vorum við komin svo langt að við vorum flutt í litla íbúð í árbænum (hef ekkert á móti árbænum) og mamma og pabbi voru í heimsókn að bjóða okkur velkomin. pabbi réttir mér gjöf sem ég opna, og gjöfin er jólaplatti. ég fór alveg í panik og fann fyrir því að nú væri ég föst og engin leið til baka, en fór svo að spá í að ég gæti verið þarna í nokkra mánuði og gæti svo farið í meira meira meira nám í danmörku, og keypt húsið mitt gamla aftur. svona er nú lífið og draumarnir oft skemmtilegir

Ljós og knús til þín kæri bloggvinur og til hamingju til ykkar allra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 22:56

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég verð að byrja á því að kommenta á fegurð barnsins. Mikið afskaplega er hún falleg stelpan þín. Og alveg er ég sannfærð að hún verður sér og sínum til mikils sóma á sviðinu í Borgarleikhúsinu.

En til hamingju með nýja húsnæðið. Megi það verða ykkur jafn mikið heimili og það sem þið kveðjið.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.2.2008 kl. 08:43

11 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Kæra fjölskylda til hamingju með nýja húsið....

Ég sagði að þú værir örugglega kominn með húsasótt ... he he..ég veit að það á eftir að fara vel um ykkur í Leirvogstungu 2. Ég hlakka til að mæta til ykkar Línu í heimsókn .

Herdís Sigurjónsdóttir, 29.2.2008 kl. 15:24

12 Smámynd: steinimagg

Glæsilegt, til hamingju, hvenær verða letturnar tilbúnar?

steinimagg, 1.3.2008 kl. 11:30

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Innilega til hamingju með nýja og glæsilega húsið.  

Halldór Egill Guðnason, 3.3.2008 kl. 11:06

14 Smámynd: HP Foss

Ég er sammála Jónu Gísla, barnið er undurfagurt. Stundum velur skaparinn réttu leiðina. Hún er eftirmynd mömmu sinnar.

HP Foss, 11.3.2008 kl. 16:46

15 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir fallegar kveðjur.

Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 16.3.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband