Mosfellsbær í verðlaunasæti

Hlaupið í MosóÍ bæjarblaðinu Mosfellingi kemur fram í dag samkvæmt árlegri úttekt vikuritsins Vísbendingar að Mosfellsbær hefur nú skotist upp í þriðja sæti draumasveitafélaga.

Undir öruggri stjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna þar sem félagslegar áherslur, góð þjónusta, hóflegar skattlagningar, fagurt og umhverfisvænt samfélag er haft að leiðarljósi ganga hlutirnir vel.

Það er fallegt, gott og gaman að búa í Mosfellsbæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í bæjar  blaði Mosfellingi
ritað er með sanni
að okkar eigin bæjarbingi
orðinn er að manni

 

Traustar stoðir styðja stjórnir
af náttúrunnar krafti
færum bara pínu fórnir
höldum síðan kjafti

 

góðu verkin lofa skal
má þó aldrei gleyma
verkin tala ekki hjal
sjálfshól best að geyma

 

Ef að er gáð og golfið er
Að verða súrsæt pilla
sjáum hvernig málið fer
manstu eftir Villa

 

Kveðja, Óli í Hvarfi

Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:33

2 identicon

Til hamingju með það Kalli. Hvað var mákona að fá viðurkenningu fyrir í Dalbúasukkinu? Undirskriftavesen?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég meina það

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.2.2008 kl. 20:00

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil ósköp vel að Mosfellssveit - fyrirgefið Mosfellsbær - sé vinsælt sveitarfélag. Hef aldrei á ævinni búið jafnlengi og hér, meira en 25 ár alltaf á sama stað í þröngu en góðu húsnæði og geri aðrir betur!

Fyrstu 10 ár ævi minnar bjó eg á 7 mismunandi stöðum í Reykjavík, það var alveg nóg á mölinni í henni Reykjavík. Auk þess úti á landi á nokkrum mismunadni góðum stöðum. En hvergi hei eg þrifist betur en í gömlu góðu Mósó!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 23.2.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Mosfellsbæingar  til hamingju með að vera búin að fá Menntaskóla á kortið ykkar. Frábært !   Ég hef alla tíð frá ég man eftir mér verið hrifin af Mosó, ég var aðeins 3 ja ára gömul þegar ég byrjaði að skottast um í túninu í Laxnesi hjá afa mínum Pétri og á bara góðar og skemmtilegar minningar síðan þá, sem stundum ylja mér um hjartaræturnar. Var oft gaman að fara með afa á bláa Trabbanum í bæinn, tala nú ekki um þegar það var splæst á mig rauður eða blár OPAL.   Hver veit nema ég eigi eftir að flytja í Mosó ef ég færi mig um set úr Kollafirðinum.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 23.2.2008 kl. 00:43

6 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

til hamingju mosó alltaf best kveðja að norðan  

Laugheiður Gunnarsdóttir, 23.2.2008 kl. 01:50

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ef ég einhverntíma flyt heim, þá flyt ég til mosó, þú hefur mikil áhrif allt um kring kæri bloggvinur !

Bless til þín á fallegum laugardegi.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 14:24

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju!

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 01:30

9 Smámynd: Hvíti Riddarinn

En ekki hvað?

Hvíti Riddarinn, 24.2.2008 kl. 20:00

10 Smámynd: HP Foss

Æ. ég veit það ekki. Gef þessum þúfum nú ekki margar stjöddnur.
Það er nú ekki að segja að það sé  fallegt í Mosfellssveit. Við erum með svipaðan stað í minni sveit, hann er notaður undir ruslið og seyruna.

HP Foss, 24.2.2008 kl. 20:10

11 Smámynd: Gúnna

Ég er "aðflutt" í Mosó. Fædd og uppalin í vesturbæ Reykjavíkur og bjó ýmist í 101 eða 107 þar til fjölskyldan flutti hingað fyrir rúmum 8 árum. Frá því ég flutti í Mosfellsbæ hef ég ekki alltaf verið sammála því sem meirihlutinn er að "bralla". Með tvö lítil börn voru leikskólamál mér einkar hugleikin og síðar grunnskólinn. Er til dæmis mjög ánægð með komandi framhaldsskóla, bjóst satt að segja ekki við honum svona fljótt. Bærinn hefur tekið þvílíkan vaxtakipp undanfarin ár að það getur bara ekki annað verið en að fólki líði vel hér, enda kemur það bersýnilega í ljós í þessari úttekt.

Ég tek undir með þér Kalli, það er fallegt, gott og gaman að búa í Mosó.   Alltaf má þó gott bæta.

Winterwalk

Göngustígur í Álafosskvos

Gúnna, 24.2.2008 kl. 23:41

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með þetta Kalli minn.  Ánægjulegt alltaf að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband