fös. 8.2.2008
Kalli Tomm, leikurinn sem Moggabloggið elskar
Mér til mikillar ánægju og yfirmönnum Moggablogsins er leikurinn frískari en nokkru sinni fyrr. Ég vann keflið hjá Jóhönnu og hugsa mér mann.
Hver er maðurinn???
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Karl Tómasson

Ég er 49 ára Mosfellingur. Eiginkona mín er Líney Ólafsdóttir, leikskólakennari. Við eigum tvö börn, Ólaf 23 ára og Birnu 13 ára. Hundarnir okkar tveir heita, Tryggur og Trýna. Áhugamál mín eru: fjölskyldan, tónlist, myndlist, smíðar og garðrækt. Ég er forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
-
Hulda Bergrós Stefánsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Bjarni Bragi Kjartansson
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Benedikt Halldórsson
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Brynjólfur Þorvarðsson
-
Hrannar Baldursson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Viðar Eggertsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eyþór Árnason
-
Fjarki
-
Baldur Fjölnisson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
gudni.is
-
Guðmundur H. Bragason
-
Guðmundur Rafnkell Gíslason
-
Gústav J. Daníelsson
-
Haukur Nikulásson
-
Heimskyr
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Sigga Hjólína
-
Hlynur Hallsson
-
HP Foss
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
JEA
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhann Kristjánsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Bergur Thorberg
-
Þorkell L. Þorkelsson
-
Pétur Björgvin
-
Kristján Kristjánsson
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Valdemarsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Laugheiður Gunnarsdóttir
-
Linda Samsonar Gísladóttir
-
Helga Sveinsdóttir
-
Magnús Már Byron Haraldsson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Markús frá Djúpalæk
-
Þráinn Árni Baldvinsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Mummi Guð
-
Myndlistarfélagið
-
Jón Svavarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Paul Nikolov
-
Vilborg
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Huld S. Ringsted
-
Rósa Harðardóttir
-
Rúnar Birgir Gíslason
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Gammur drils
-
Matti sax
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Óskar V Kristjánsson
-
Guðmundur St. Valdimarsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Gunnar Ólafur Kristleifsson
-
Sóley Valdimarsdóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Sverrir Stormsker
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þrúður Finnbogadóttir
-
TómasHa
-
Halldór Egill Guðnason
-
Úrsúla Jünemann
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Guðfríður Lilja
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Aðalheiður Haraldsdóttir
-
Auðunn Hilmarsson
-
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Haraldsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Dunni
-
Elísabet Sigmarsdóttir
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gulli litli
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Halldór Baldursson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
hilmar jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Jack Daniel's
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Pétur
-
kreppukallinn
-
Leikhópurinn Lotta
-
Linda litla
-
Ólafur Th Skúlason
-
Páll Rúnar Elíson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
steinimagg
-
Sveinn Arnar Sæmundsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Þórður Björn Sigurðsson
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
íslendingur?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:08
Karlmaður ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:08
Já Gunnar.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:09
núlifandi?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:09
Já Jóhanna.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:09
Nei Gunnar.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:09
skáld?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:10
prestur ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:11
Nei, Gunnar en margt til lista lagt.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:11
var hann á lífi á síðustu öld?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:11
Ekki prestur Jóhanna.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:11
myndlist?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:12
Hann var á lífi á síðustu öld Gunnar.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:12
Ekki myndlist Gunnar.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:12
tónlist?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:13
Ekki tónlist Gunnar.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:14
stjórnmálamaður?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:15
Var hans aðalstarf við listir ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:15
Ekki stjórnmálamaður og ekki listamaður en já ég segi ekki meir að sinni.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:16
Var hann e.t.v. íþróttamaður?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:17
Já!!!!! mikill íþróttamaður en samt ekki þekktastur fyrir það Gunnar.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:18
Þekktari fyrir ritstörf?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:19
Nei Gunnar, ekki listamaður.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:21
Þekktur á sjónvarpsskjánum ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:21
Lögfræðingur ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:22
Jamm, ég flokkaði ritstörfin frekar undir andans mál, en listir.
En var maðurinn þekktur fyrir aðalstarf sitt?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:23
Kemur hann við sögu í gömlu góðu Íslendingasögunum.
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:24
Það var ekki svo mikið sjónvarp í þá daga Jóhannna mín en samt þekktur maður mjög á þeim tíma.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:24
Sorry, tók ekki eftir þessu með síðustu öld.
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:25
Nú, sem sagt á fyrri hluta síðari aldar sem hann var þekktur?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:25
síðari = síðustu
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:25
Byrjar fornafn hans á A - H?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:26
Ekki lögfræðingur Jóhanna
Mjög þekktur fyrir sitt aðal starf og frumkvöðull Gunnar.
Kom ekki við sögu í gömlu Íslendingasögunum Jens, bloggari Íslands.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:26
Háskólamenntaður maður?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:27
Góð spurning Jens, nei hans fornafn byrjar á eftir H
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:27
Fæddur á síðustu eða þarsíðustu öld?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:28
Gunnar ég veit ekkert um hans menntun minn kæri. Hann var ekki þekktur fyrir hana.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:28
Byrjar fornafnið á I - S?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:28
Kom hann oft fram í útvarpi?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:29
Kalli - ég er fædd á síðustu öld og það var víst sjónvarp þá!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:30
Skemmtikraftur?
Hvíti Riddarinn, 8.2.2008 kl. 23:32
Jens Já I- S
Já hann kom fram í útvarpi Gunnar.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:32
Jóhanna, hann kom fram í sjónvarpi.
Hvíti Riddari, ekki skemmtikraftur en samt mikill lífskúnstner.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:33
I - L?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:34
Ekki I- L Jens
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:34
Reykvíkingur?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:34
Íslenskur, látinn,ekki listamaður, íþróttamaður en ekki þekktastur fyrir það...
Halldór Egill Guðnason, 8.2.2008 kl. 23:35
Vann hann við útvarp?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:35
M - R?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:35
Pétur Salómonsson?
Halldór Egill Guðnason, 8.2.2008 kl. 23:35
Jóhannes á Borg?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:36
Aðeins of fljótur á mér.
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:36
þessar fyrstu-stafs-spurningar eru ekki mjög frumlegar finnst mér.
Á hann afkvæmi hér á landi? Þekkt?
Hvíti Riddarinn, 8.2.2008 kl. 23:36
Ragnar í Smára?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:37
Hvíti Riddari þetta er ekki keppni í frumlegheitum.
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:37
Hvar er Valli ? .. Ég meina hvar er Kalli ? hehe..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:38
hahahaaaa
Hvíti Riddarinn, 8.2.2008 kl. 23:38
Halldór velkominn.
Hann kom oft í viðtöl í útvarpi Gunnar.
Ekki Pétur Halldór.
Ekki M- R Jens, þú ert nú samt mjög heitur núna minn kæri.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:38
já, ég er sammála hvíti riddari, þær pirra mig líka, því mér finnst að maður eigi að nálgast þetta á annan máta...
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:38
Hann á afkvæmi hér á landi og meira að segja mjög tengt Mosfellsbæ.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:40
Sjálfur Kalli hér...Akureyri calling... fornafnið Sigurður?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:42
Kom hann á fót einhverri stofnun ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:42
Gunnar, það hjálpar að upphafsstafurinn sé S. Mér dettur samt enginn í hug. Var hann Reykvíkingur?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:42
Með ættarnafn?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:43
Búinn að losa mig við helv. Nova-augl
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:44
Gaman að sjá þig kæri Gísli sem vaktir Kalla Tomm upp frá dauðum, ávallt velkominn. Nei ekki Sigurður en skrambi ert þú heitur minn kæri.
Já hann kom sannarlega á fót stofnun Jóhanna.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:44
Var hann viðmælandi í útvarpi eða þáttagerðarmaður?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:44
Vann á útvarpinu?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:45
Svipaður Pétri?
Halldór Egill Guðnason, 8.2.2008 kl. 23:45
Stofnandi Grundar ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:45
Jens ég veit ekki hvernig ég á að svara þér, í mínum huga var hann Mosfellingur.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:46
Sigsteinn Pálsson?
HP Foss, 8.2.2008 kl. 23:46
Halldór, hann átti náfrænda sem hét Pétur.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:46
Sissi er ennþá lifandi
Hvíti Riddarinn, 8.2.2008 kl. 23:47
Jóhanna, sennilega er ég að koma þér í vandræði með því að segja að hann hafi stofnað sofnum, hann stofnaði öflugt fyrirtæki.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:48
Á Blikastöðum?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:48
Ekki Sigsteinn Hvíti Riddari og Helgi en mikill vinur hans. Sigsteinn varð 103 ára 5. feb síðastliðinn.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:49
Dalbúi?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:50
Ekki á Blikastöðum Gísli.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:50
Nú eruð þið farnir að tala um einhverja Pétra og Sigsteina sem ég hef aldrei heyrt nefnda... var þetta ekki örugglega þjóðþekktur maður? Svona út fyrir Mosfellsdalinn?
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:51
Leirvogstungu?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:51
Sigurjón á Álafossi
HP Foss, 8.2.2008 kl. 23:52
Þetta var sannarlega þjóðþekktur maður Gunnar og mikill frumkvöðull.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:52
Byrjar hann örugglega á S ? Er þetta ekki Thor Jensen ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:53
helv... fossinn
Hvíti Riddarinn, 8.2.2008 kl. 23:54
H P Foss keflið er þitt Sigurjón á Álafossi var maðurinn.
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:54
Á árunum 1917–1923 eignaðist Sigurjón Pétursson klæðaverksmiðjuna Álafoss og rak hana frá árinu 1919 til æviloka árið 1955. Laust fyrir aldamótin hafði stífla verið steypt rétt ofan við fossinn Álafoss í Varmá og vatn leitt inn í verkmiðjuhúsið. Við þær framkvæmdir myndaðist lón sem fyrstu árin var ekkert gert með. Sigurjón sá strax að vel mátti nota það til sundiðkunar. Hann var íþróttagarpur hinn mesti og hafði unnið til fjölda verðlauna fyrir ýmsar íþróttir. Árið 1924 byrjaði hann að hreinsa til umhverfis lónið og synda í því. Varmá var vel volg á þessum tíma og hitinn í lauginni þótti notalegur. Fljótlega byrjaði Sigurjón að segja börnum og unglingum í nágrenninu til um sundtök og smám saman mótaðist með honum sú hugmynd að koma upp góðri aðstöðu við lónið og gera það að almennilegri sundlaug. Hann lét reisa hús vestan laugarinnar fyrir búningsaðstöðu og í lauginni voru sett upp þrjú dýfingarbretti. Það hæsta var þrír metrar. Sunnudaginn 12. júní 1927 var sundskálinn opnaður með mikilli viðhöfn og þá hélt Sigurjón í fyrsta sinn hátíðlegan svokallaðan Fánadag. Hann var búinn að fá um 20 þekktustu sundkappa landsins til að koma og keppa og margt fleira var gert fólki til skemmtunar við sundlaugina nýju. Í kjölfarið byggði Sigurjón leikfimisal þar sem nú er kráin Álafossföt best og árið 1933 var vígð innisundlaug í húsinu sem stendur sunnan við þá byggingu sem löngu seinna var kölluð Þrúðvangur. Fánadagur varð að árlegum hátíðisdegi í mörg ár en með honum vildi Sigurjón minnast þess þegar danskir sjóliðar tóku bláhvíta fánann af Einari bróður hans árið 1913 þegar hann reri á bát sínum á Reykjavíkurhöfn en á þeim árum áttu Íslendingar ekki annan opinberan fána en þann danska.
Sigurjón stofnar skóla sinn
Stuttu eftir að útisundlaugin var tekin í notkun kom Sigurjón á fót íþróttaskóla fyrir börn og unglinga á Álafossi sem hann starfrækti á sumrin í mörg ár. Skólinn var með þeim hætti að í júní voru strákar, stelpur í júlí og í ágúst voru eldri börn eða unglingar. Hvert námskeið stóð því í einn mánuð og kostaði 75 krónur. Þátttakendur komu víða að en þó mest frá Reykjavík og nágrenni. Þegar skólinn hætti að starfa höfðu hátt í 2000 börn stundað þar nám.
Meðal barnanna sem voru í Íþróttaskólanum á Álafossi voru systkinin Gunnar Hansson og Helga Hansdóttir frá Reykjavík. Gunnar var þar í júní 1935 og Helga í júlí. Hann var þá 10 ára en hún að verða 12 ára. Henni segist svo frá að hún hafi farið með rútunni sem hélt uppi áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Mosfellssveitar og ók heim að Syðri–Reykjum með viðkomu á Álafossi. Fyrst var að koma sér fyrir í húsinu þar sem nemendurnir sváfu, húsinu sem seinna var kallað Þrúðvangur. Rúmunum var þannig raðað að tvö og tvö rúm stóðu hlið við hlið og það þriðja fyrir gafli þeirra. Yfirleitt hafði hver nemandi sitt eigið rúm en þó kom fyrir að tveir og tveir sváfu saman. Þannig var það fyrstu vikuna sem Helga var á Álafossi. Þá deildi hún rúmi með annarri stúlku sem hún þekkti ekki. Þegar krakkarnir voru búnir að koma sér fyrir var þeim sýndur staðurinn og dagskrá námskeiðsins kynnt.
Leikfimi, Müllersæfingar og sund
Á morgnana gengu nemendur í einfaldri röð frá svefnskálanum að leikfimisalnum. Þar voru þeir látnir mynda hring og Sigurjón Pétursson gekk milli þeirra og athugaði hvort nokkur hefði meitt sig og þyrfti plástur. Þá voru sungin nokkur lög. Eftir það fór Sigurjón til vinnu sinnar í Reykjavík en börnin gengu upp í matsalinn sem var á neðri hæð gamla íbúðarhússins. Þar höfðu fyrstu nemendurnir líka sofið á efri hæðinni áður en Þrúðvangshúsið var byggt. Morgunmatur var hafragrautur og bikar af lýsi, stundum voru soðin egg. Að morgunverði loknum var aftur farið niður í íþróttahúsið og við tóku íþróttir, gönguferðir og sund. Fyrst var leikfimi hjá Ólafi Péturssyni og síðan sund í útilauginni. Ólafur kenndi við skólann á árunum 1934–1935 en gerðist eftir það bóndi á Ökrum. Sumir krakkanna þóttust verða varir við gróðurtættlur á sveimi í sundlauginni, jafnvel einhver dýr, en um það var ekkert talað. Sundkennari var Klara Klængsdóttir sem þá var ekki nema tæplega 15 ára gömul en fullorðinsleg. Hún varð síðar kennari við barnaskólann á Brúarlandi. Auk þess að njóta sundkennslu fóru krakkarnir í sundknattleiki og æfðu dýfingar.
Í hádeginu var borðaður heitur matur en að málsverði loknum voru börnin látin stunda Müllersæfingar og síðan sund. Þá var farið í gönguferð um nágrennið og ýmist farið stutt eða langt. Eitt sinn var gengið alla leið að gullnámunni í Þormóðsdal en það var óvenjulega löng gönguferð og lengi í minnum höfð. Alltaf var farið í sund eftir gönguferðirnar og þessi síðasti sundtími dagsins var í frjálsara lagi. Þá voru nemendur í innilauginni og máttu leika sér. Í kvöldmat var oftast smurt brauð. Oftast var snemma farið að sofa.
Krakkarnir máttu fara heim til sín um helgar. Það gerði Helga Hansdóttir þó aðeins einu sinni. Dvölinni lauk með prófum í sundi og leikfimi. Sundprófið fór fram í útilauginni og fólst m.a. í því að nemendurnir áttu að dýfa sér fram af stóra brettinu. Helgu er það enn í fersku minni þegar hún stóð á brettinu í þæfðum ullarsundbol sínum og þorði ekki að stökkva. Kennarinn stóð strangur í tröppunum og sagði að af brettinu væri engin leið nema fram af því. Leikfimiprófið fór fram í tjaldi sem var á sléttri flöt ofan Álafosskvosarinnar.
Eins og áður sagði var Sigurjón Pétursson landsþekktur íþróttamaður þegar hann stofnaði skóla sinn og skólinn jók enn á hróður hans. Í Iðnórevíunni Lausum skrúfum sem sýnd var árið 1928 var sungið hástöfum:
Minnist orða meistarans
sem mótið setti á Álafossi:
„Sundið er til sjós og lands
sælast ástand líkamans.“
Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur
Karl Tómasson, 8.2.2008 kl. 23:55
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:55
Æ hvað við vorum græn .. sérstaklega ég sem nefndi mann sem hefur varla náð með nefið inn í sjónvarp
.. Til hamingju H.P.Foss!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2008 kl. 23:55
"Allir á hana allir á hana" sagði sá gamli þegar dóttir hans synti í gömlu álafossleuginni. Hann átti við...hofið á hana..
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:57
Hvenær byrjar leikurinn hjá þér H.P. Foss?
Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:57
Já, þessi var nokkuð snúinn, sérstaklega fyrir okkur sem höfum bara ekið í gegnum Mosfellssveit á leið að heiman eða heim aftur.
Gunnar Kr., 8.2.2008 kl. 23:57
Já, takk fyrir þetta, leikurinn hefst eftir skamma stund.
HP Foss, 9.2.2008 kl. 00:00
HJÁ MÉR KL 21 LAUGARDAG
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.