Fjárhagsleg heilsa og bandið hans Bubba

Ég var að horfa á þáttinn hans Bubba á Stöð 2 rétt í þessu. Áður en þátturinn hófst kom auglýsing um fjárhagslega heilsu. Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta væri gert opinbert, þá meina ég fjárhagslega heilsan.

Hversu margir þjást ekki af fjárhagslegri vanheilsu? Vakna alla daga og það fyrsta sem tékkað er á er staðan á hlutabréfamarkaði og peningamörkuðum almennt. Með öðrum orðum geðheilsa dagsins veltur á útkomunni dag frá degi. Mikið hlýtur þetta að vera erfitt.

Fyrir allt of marga er nógu erfitt að ná endum saman bara til að lifa og sjá sér og sýnum fyrir helstu nauðsynjum en þetta eylífa peningalotterý og umræða um það gerir hvern mann snarvitlausan.

Okkar einstaki og frábæri Bubbi er þessa daganna með þátt sem kallast Bandið hans Bubba. Sjaldan ef nokkru sinni hef ég horft á jafnmarga opinbera þá fávisku að kunna ekki sín mörk. Það er ekki hægt að sitja yfir sjónvarpsþætti þar sem fólk tekur þátt í söngvarakeppni og 95% þátttakenda er ekki einu sinni hæft til að syngja við varðeld á ættarmóti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Því hefur verið haldið fram að manneskjan sé ekki dómgreindarlausari um neitt eins og eigin sönghæfileika.  Hvað sem til er í því þá heyrir maður iðulega þá laglausustu þenja sig mest í samsöng á ættarmótum og víðar. 

Jens Guð, 8.2.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Síðast þegar ég söng á ættarmóti var ég spurður hvort ég væri örugglega af þessari ætt. Hef ekki sungið síðan.

Halldór Egill Guðnason, 8.2.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband