Dýrðlegt er í Dalnum

 

 

Mosfellsdalur

 

Dýrðlegt er í Dalnum,

umvöfnum fjallasalnum,

Þar eru:

Rósabændur og söngfuglar,

grautvíxlaðir graðfolar,

yxna kýr og ofvitar,

nóbelsskáld og gullmolar,

frekjusvín og drykkjusvolar,

ljóðskáld og þurfalingar,

hestamenn og monthanar,

þingmenn og snillingar,

listamenn og letingjar,

klerkur, kirkja,

ég er hættur að yrkja. 

 

Óskar Þ.G. Eiríksson

 

Óskar Þ.G. EiríkssonVestur-Skaftfellingurinn Óskar Þ. G. Eiríksson er mörgum Mosfellingum að góðu kunnur. Eftir hann birtist fjöldi greina og ljóða um árabil í bæjarblöðum Mosfellsbæjar sem vöktu mikla athygli. Óskar dvaldi löngum stundum í Mosfellsdalnum við skriftir og er Dalurinn honum ætíð hugleikinn.

Mér datt í hug að birta þetta meistaraverk Óskars vegna þess að  Dalbúar voru að þreyja þorrann í gær. Þar sem aðeins var liðin vika frá þorrablóti Mosfellinga í íþróttahúsinu að Varmá var látið nægja að bregða sér einungis í betri skóna til að taka nokkur spor. 

Því miður var aðalsöngvari hljómsveitarinnar búinn að yfirgefa samkvæmið þegar við mættum og var hljómsveitin því eins og höfuðlaus her. 

Myndin er af Óskari fyrir utan ráðhús Mosfellsbæjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Mosfellsdalurinn hefur alltaf heillað mig

Þóra Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: HP Foss

Dalurinn er kannski fallegur en maður minn, fólkið sem hann hýsir. Mannfjandinn Óskar Þ, frændi minn, fann sig þar á meðal jafningja, allir voru þeirri stund fegnir þegar hann hætti að sækja blótin í okkar heimasveit. Annars hef ég aldrei skilið þessa vitleysu að þurfað að halda sérstakt blót fyrir Dalbúa. Veit ekki betur en þeir sæki það sem þeir þurfa í Mosfellsbæinn. Væri ekki nær að þetta dalverpi tilheyrði Mosfellsbænum á allan hátt?

Á hinn bóginn veit ég nú ekki hvað Mosfellingar eru að reyna að halda úti sér sveitafélagi. Væri ekki nær að þessir melar væru einfaldlega hluti af Reykjavík. Reykjavík er hvort sem er að fyllast af pakki utan af landi, líkt og Mosfellsbær. Enda ríkir glundroði á báðum stöðum.

Uss, ekki öfunda ég ykkur þarna, ég veit hvernig það er að vera umvafinn illa þenkjandi krötum alla daga.

HP Foss, 3.2.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 4.2.2008 kl. 16:16

5 identicon

Styð hugmynd nöfnu hér að ofan. Brilljant

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:03

6 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Já landsbyggðarpakkið er baggi á reykvíkingum ,en að sameina Mosfellsbæin við höfuðborgina væri höfuðsynd(gamall mosfellingur) Dalsbúar hafa alltaf verið sér þjóðflokkur en góður enda átti ég heima þar til nokkura ára og leið bara vel.En vitiði hvað við landsbyggðarpakkið fáum líka ofþreytta borgarbúa yfir okkur,en þeim finnst við voðalega frekt fólkAnnars Kalli minn flottur kveðskapur og vonandi var mikið stuð hjá ykkur.kveðja fyrrverandi dalsbúi

Laugheiður Gunnarsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:55

7 identicon

Giskleikurinn Kalli Tomm, nefndur eftir skapara sínum í Mosó verður hjá mér kl 21. Skráðir Mbl. bloggarar velkomnir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 18:00

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kvur er þessi Óskar Eiríksson?

Mosa sýnist á öllu að hann hafi verið búinn til í fótósjoppi!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.2.2008 kl. 18:05

9 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Er þetta ráðhúsið ?
Frétt hef ég ,að þarna er til húsa Áfengis og tóbaksverslun Ríkisins .
Hefur verið logið að mér ?

Halldór Sigurðsson, 7.2.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband