Svakalegur var hann

Oft er það nú þannig að maður þarf að horfa eða hlusta á góða list nokkrum sinnum áður enn maður meðtekur hana og fellur fyrir henni. Hver þekkir það ekki að hafa keypt sér hljómplötu og það var ekki fyrr en í fimmta skiptið sem henni var rennt á fóninn að hún fór að virka. 

Í seinni tíð hefur áhugi minn á boxíþróttinni vaxið mikið, þökk sé Sýn, Bubba og Ómari. Vissulega er það þannig með fremstu íþróttamenn að kunnáttu þeirra og færni er bókstaflega hægt að líkja við listaverk. Svakalegur var Muhammad Ali. Þvílíkar hreyfingar og þvílíkur taktur, þeim mun oftar sem ég horfi á box og spái í, þá er mér ljóst hverslags listamaður hann var í hringnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er svo flott að það lítur næstum því "feikað" út...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.2.2008 kl. 20:57

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gargandi snilld.

Halldór Egill Guðnason, 2.2.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Jens Guð

  Kalli,  þú ert það mikið yngri en ég að þú upplifðir sennilega ekki stemmninguna í kringum Muhammed Ali á sama hátt og ég.  Hann kom fram á sama tíma og Bítlarnir og John F.  Kennedy.  Eitthvað sem við getum kallað menningarbyltingu lá í loftinu.  Gömul gildi hrundu og ferskir vindar blésu þannig að þeir voru áþreifanlegir.

  Einhverskonar unglingauppreisn gegn íhaldsemi og öllu sem verið hafði í föstum skorðum.  Það var alveg nýtt að svartur boxari væri skyndilega dýrkaður eins og poppstjarna.  Hann var svo fallegur (og hamraði á því sjálfur),  fyndinn og gáfaður að auðvelt var að hrífast með.  Bítlarnir dýrkuðu hann og dásömuðu.  Allt var einhvernveginn að gerast.  Hvað sem segja má margt vont um Kennedy-bræður þá opnuðu þeir margar dyr fyrir uppreisn æru blökkufólks.  Sama má segja um rokkið.  Þetta var stemmning sem ég er þakklátur fyrir að hafa upplifað beint í æð. 

Jens Guð, 3.2.2008 kl. 03:44

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

þú ert alveg ferlegur Kalli, nú á ég t.d. að vera að læra en ekki horfa á öll þessi myndbönd með Ali... en hann var flottastur. Eins og Jens skrifaði þá snérist þetta um miklu meira en bara box. En hann var flottur boxari.

Herdís Sigurjónsdóttir, 3.2.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: steinimagg

Já ég er nú sammála því að Ali var snillingur en þessi er nú betri.

http://www.youtube.com/watch?v=zskO9O3hF78

steinimagg, 4.2.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband