Íþróttamenn Mosfellsbæjar

Íþróttamenn MosfellsbæjarÍ dag var hátíðardagur hjá okkur Mosfellingum í Hlégarði þar sem fram fór kjör á íþróttamönnum Mosfellsbæjar. Hafsteinn Pálsson formaður íþrótta-og tómstundanefndar stjórnaði samkomunni. Heiðursgestur var Helga Guðjónsdóttir ný kjörin formaður Ungmennafélags Íslands.

Íþróttamenn Mosfellsbæjar árið 2007

Nína Björk Geirsdóttir golfkona úr Golfklúbbnum Kili og Halldór Guðjónsson hestamaður úr Hestamannafélaginu Herði:

Í umsögn um þau segir m.a.

Halldór er frábær íþróttamaður með mikinn metnað og dugnað í sinni íþrótt. Hann er í fremsta flokki hvar sem hann keppir, auk þess að vera frábær námsmaður sem dúxaði á reiðkennarabraut í Hólaskóla vorið 2007. Árið 2007 var honum sérstaklega afreksríkt þar sem hann náði því m.a. að verða Íslandsmeistari í 250 m skeiði.

Nína hefur verið í golfi í 14 ár og ávallt í Golfklúbbnum Kili. Nína æfir yfir keppnistímabilið að meðaltali 25 tíma í viku. Á veturna æfir hún að meðaltali um 11 tíma á viku. Helsti árangur hennar á árinu var Íslandsmeistari kvenna árið 2007 og Íslandsmeistari í Sveitakeppni kvenna.

Á myndinni má sjá afreksfólkið ásamt Hafsteini Pálssyni formanni Íþrótta- og tómstundarnefndar, Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra og Karli Tómassyni forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband