Vika í stærsta þorrablót Mosfellinga frá upphafi

thorrablotnet2Í dag er vika þar til að haldið verður stærsta þorrablót okkar Mosfellinga fyrr og síðar. Fjöldi fólks hefur lagt á sig ómælda vinnu til að gera þetta að ógleymanlegri stund og ber að þakka slíkt framtak af heilum hug.

Þorrablót eru sérstaklega skemmtilegur siður og það er gaman að ekkert lát virðist á vinsældum þeirra. Hér í Mosfellsbæ hafa þau verið haldin reglulega en aldrei virðist hafa tekist jafn vel til og nú ef marka má selda miða næstkomandi laugardagskvöld í íþróttahúsið að Varmá.

Sjáumst hress og kát kæru Mosfellingar og aðrir gestir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: HP Foss

Á þorrablótum eru haldnar ræður og færð fram skemmtiatriði og leikþættir. Það er sungið mikið af íslenskum þjóðlögum. Margir kunna lögin utanbókar, en það eru líka oft lagðar fram söngbækur á borðin.
Þorri er kaldasti mánuður ársins. Eftir þorrann var oft maturinn búinn og líka heyið handa dýrunum. Síðan gat komið hungursneyð. Mörgum finnst það ef til vill skrýtið, að Íslendingarnir átu allan besta matinn á þorrablótinu og sultu síðan. En þetta getur verið dæmigert íslenskt viðbragð; að éta sig vel saddan áður en hungrið kom. Með því gat maður storkað örlögunum

Hákarl er venjulega óætur. En ef hann er grafinn niður í fjörusand í nokkra mánuði yfir veturinn, rotnar hann á sérstakan hátt og fær sterkt bragð, sem minnir á sterkan ost. Það er kallað kæstur eða verkaður hákarl. Íslendingum finnst hákarl góður með brennivíni. Sumir hafa reynt að selja hákarl í Evrópu og kalla hann fiskost (fromage de poisson). Skata er líka kæst. Á Vestfjörðum var siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu (23. desember). 

Súrmeti var búið til á þann hátt, að matur var geymdur í tunnu með mjólkursýru. Á þorrablótum eru borðaðir súrir hrútspungar, lundabaggar, blóðmör, lifrarpylsa og annað súrt. Súrhvalur er sérstaklega góður. Það er súrsað hvalspik. Súrmetið var áður geymt í tunnu á bæjunum og borðað í öll mál. Margir íslendingar borða ennþá hafragraut með súru slátri (blóðmör eða lifrarpylsu) á hverjum morgni. 

Svið eru lambahöfuð, sem eru sviðin yfir eldi eða með logsuðutæki til þess að brenna burt ullina, og síðan soðin með salti. Mörgum finnast augun best, en mestur matur er í kjömmunum og tungunni. Í tungunni er lítið bein, sem heitir málbein. Ef ómálga barn er á heimilinu á að brjóta það í þrjá hluta. Annars verður barnið mállaust

Áður voru engir skorsteinar á eldhúsunum á Íslandi. Maturinn var eldaður á hlóðum. Reykurinn fyllti eldhúsið og fór út um gat á þakinu en var ekki leiddur upp gegnum stromp. Eldhúsið var fullt af reyk. Margar konur urðu blindar um miðjan aldur 
af reyknum. Lambakjöt, bjúgu, rauðmagar og annar matur var hengdur upp í þaksperrurnar og reyktur þar. Hangikjöt er enn talið besti veislumatur á Íslandi. Nú á tímum framleiða Íslendingar reyktan lax í reykhúsum til útflutnings. 

Íslendingar borðuðu áður næstum því allt af sauðkindinni. Vélindu voru fyllt með kjöti og soðin og borðuð í sláturtíðinni eða súrsuð og barkinn var líka borðaður soðinn eða súrsaður. Íslendingum finnast svið góð. 

Á þorrablótum eru haldnar ræður og færð fram skemmtiatriði og leikþættir. Það er sungið mikið af íslenskum þjóðlögum. Margir kunna lögin utanbókar, en það eru líka oft lagðar fram söngbækur á borðin.
Þorri er kaldasti mánuður ársins. Eftir þorrann var oft maturinn búinn og líka heyið handa dýrunum. Síðan gat komið hungursneyð. Mörgum finnst það ef til vill skrýtið, að Íslendingarnir átu allan besta matinn á þorrablótinu og sultu síðan. En þetta getur verið dæmigert íslenskt viðbragð; að éta sig vel saddan áður en hungrið kom. Með því gat maður storkað örlögunum

HP Foss, 20.1.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Djöf... ég þekki engan í Mosfellsbæ sem gæti.. hugsanlega boðið mér að njóta nærveru sinnar

Þóra Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Karl Tómasson

Þorrablót Dalbúa er alltaf skemmtilegt, ég er ekki með það á hreinu hvenær það verður. Hvaða eðalbílategundir vantar á listann Anna?

Takk fyrir skemmtilega lesningu Helgi minn.

Þóra, ef þú kemur núna þá verður þú örugglega kunnug einhverjum þegar þú svo kemur á næsta ári.

Ég hélt að ég væri með þennan annan möguleika, ég redda því.

Karl Tómasson, 20.1.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: HP Foss

Nei, Hjössa mín, þetta er fróðleikur sem ég tóka af netinu, þess vegna er endurtekningin.

Það er þorrablót hjá Skaftfellingafélaginu sama kvöld þar verð ég.

HP Foss, 20.1.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband