mán. 14.1.2008
Auðvitað er Mosfellsbær draumastaður
Undanfarnar vikur hef ég verið með könnun hjá mér um hver draumastaðurinn er. Staða Mosfellsbæjar í könnuninni er sterk en bærinn hefur fengið rúm 25% atkvæða. Sterk útkoma Kirkjubæjarklausturs vekur athygli en þá fögru sveit hafa rúm 8% kosið.
Auðvitað er Mosó draumastaður, látið mig þekkja það. Ég ætla ekkert að tíunda sérstaklega í þessum pistli hvers vegna en nú fer hver að verða síðastur að kjósa í skoðanakönnunni hér til hliðar á síðunni.
Endanleg niðurstaða miðast við 500 atkvæði, það er nú þokkalega marktækt.
Niðurstaðan er ljós, glæsileg útkoma Mosfellsbæjar
Um miðjan dag voru 500 manns búin að taka þátt í kosningu um draumastaðinn og var þá kjörstað lokað eins og getið var um í færslunni hér að ofan. Óhætt er að segja að endasprettur Kirkjubæjarklausturs hafi verið með ólíkindum en þegar 400 atkvæði höfðu verið talin var sveitin fagra með 9,7% atkvæða sem teljast verður glæsilegur árangur.
Sennilega má segja að það hafi verið rangt hjá formanni dómnefndar að nefna Klaustrið sérstaklega í færslunni hér að ofan og það jaðri jafnvel við kosningaráróður á kjörstað en svona fór þetta nú, glæsilegur sigur Mosfellsbæjar er staðreynd.
Ég þakka öllum kærlega fyrir sem tóku þátt.
Sex efstu sætin þegar atkvæðin 500 höfðu verið talin féllu á eftirfarandi hátt.
Mosfellsbær - 25,8%
Kirkjubæjarklaustur - 18,6%
Eitthvað annað - 11,2%
Akureyri - 9,6%
Reykjavík - 9,2%
Hafnarfjörður 8,8%


Hulda Bergrós Stefánsdóttir
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Sigurður Hreiðar
Bjarni Bragi Kjartansson
Bergþóra Jónsdóttir
Benedikt Halldórsson
Brynjólfur Þorvarðsson
Hrannar Baldursson
Eyþór Laxdal Arnalds
Viðar Eggertsson
Eiríkur Bergmann Einarsson
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Einar Sveinbjörnsson
Eyþór Árnason
Fjarki
Baldur Fjölnisson
gudni.is
Guðmundur H. Bragason
Guðmundur Rafnkell Gíslason
Gústav J. Daníelsson
Haukur Nikulásson
Heimskyr
Herdís Sigurjónsdóttir
Kaleb Joshua
Sigga Hjólína
Hlynur Hallsson
HP Foss
Hvíti Riddarinn
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Ingvar Valgeirsson
Jakob Falur Kristinsson
Jakob Smári Magnússon
Ingigerður Friðgeirsdóttir
JEA
Jenný Anna Baldursdóttir
Jens Guð
Jóhann Kristjánsson
Jóna Á. Gísladóttir
Jón Ingi Cæsarsson
Gudrún Hauksdótttir
Bergur Thorberg
Þorkell L. Þorkelsson
Kristján Kristjánsson
Kjartan Pálmarsson
Kjartan Valdemarsson
Guðjón H Finnbogason
Laugheiður Gunnarsdóttir
Linda Samsonar Gísladóttir
Helga Sveinsdóttir
Magnús Már Byron Haraldsson
Alfreð Símonarson
Hlynur Þór Magnússon
Markús frá Djúpalæk
Þráinn Árni Baldvinsson
Guðjón Sigþór Jensson
Mummi Guð
Myndlistarfélagið
Jón Svavarsson
Pálmi Gunnarsson
Paul Nikolov
Vilborg
Jón Steinar Ragnarsson
Ragnar L Benediktsson
Gunnar Helgi Eysteinsson
Huld S. Ringsted
Rósa Harðardóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Ásgeir Eiríksson
Gammur drils
Matti sax
Sigurjón Sigurðsson
Óskar Þorkelsson
Guðmundur St. Valdimarsson
Halldór Sigurðsson
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
Sóley Valdimarsdóttir
Steinunn Helga Sigurðardóttir
Þorsteinn Briem
Sveinn Ingi Lýðsson
Sverrir Þorleifsson
Þóra Sigurðardóttir
Þrúður Finnbogadóttir
TómasHa
Halldór Egill Guðnason
Vefritid
Vestfirðir
Guðfríður Lilja
Guðsteinn Haukur Barkarson
Aðalheiður Haraldsdóttir
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
Bjarni Harðarson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Bryndís Haraldsdóttir
Bwahahaha...
Dunni
Elísabet Sigmarsdóttir
Gulli litli
Gunnar Helgi Eysteinsson
Halldór Baldursson
Hildur Helga Sigurðardóttir
Hilmar Dúi Björgvinsson
hilmar jónsson
Högni Snær Hauksson
Jack Daniel's
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
kreppukallinn
Linda litla
Ólafur Th Skúlason
Páll Rúnar Elíson
Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
Sigurður Sigurðsson
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
Steingrímur Helgason
steinimagg
Sveinn Arnar Sæmundsson
Valdimar H Jóhannesson
Þórður Björn Sigurðsson


Athugasemdir
Þegar ég bjó á Íslandi var Mosfellsbær, sveit. Núna er þetta flottur bær.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2008 kl. 07:46
Alltaf orkar tvímælis þegar gerðar eru viðhorfskannanir sem þessi. Aðferðafræðin þarf að vera rétt þannig að allir hafa jafna möguleika að nefna sinn draumastað. Í niðurstöðu kemur t.d. fram að fjarlægir draumastaðir á borð við Kirkjubæjarklaustur, Akureyri og Mývatn njóta vinsælda meðan ýmsir hliðstæðir staðir við Mosfellsbæ á borð við Hveragerði, Flúðir, Selfoss, Hellu, Hvolsvöll, Voga á Vatnsleysuströnd, Grindavík, Akranes, Borgarnes, Bifröst, Hvanneyri og jafnvel Skorradal virðast ekki fá eitt einasta atkvæði! Allir þessir þéttbýlisstaðir eiga sitthvað sameiginlegt við Mosfellsbæ og eiga það sameiginlegt að vera á Suður og Vesturlandi, sem sagt innan 100 km eða svo frá Mosfellsbæ.
En þessi könnun er væntanlega gerð til gamans og því ekki sérstaklega vísindaleg. Því má ekki draga neinar vísindalegar ályktanir af henni.
Bestu kveðjur
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2008 kl. 10:02
Já karlinn minn Mosó er best, en eitthvað annað er örugglega Siglufjörður
með 16,3% og því get ég ekki annað en verið sátt
...
Herdís Sigurjónsdóttir, 15.1.2008 kl. 10:24
Hvolsvöllur hefur enga hliðstæðu með Kirkjubæjarklaustri.
Það er einfaldlega hægt að skoða á myndum, hafi menn ekki komið þangað.
No name (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 12:07
Æ, ég veit það ekki. Ég hef aldrei séð svo sem neitt sérstaklega spennandi við Mosfellsbæ. Hefur sjálfsagt verið ágætt að eiga heima það hér áður fyrr, þegar vítt var til veggja en nú er þetta bara einhverskonar slembiniðursetning á hverfum, lélegri eftir því sem þeim fjölgar. Svipar til Vallahverfisins í Hafnarfirði, varla að það tilheyri bænum.
Helgafellslandið verður nú samt sennilega eitt af betri hverfunum, snýr á móti sól og suðri, verst með þetta gamla verksmiðjuhverfi þarna í hvilftinni. En það hlýtur nú að fara fljótlega.
HP Foss, 15.1.2008 kl. 18:45
Jú auðvitað er einstaklega gaman að búa í Mosfellsbæ. Nuna er t.d. unnt að fara á gönguskíði beint heiman frá sér og ganga klukkutímum saman í náttúrunni. Þá er óvíða jafngóðar og fjölbreyttar gönguleiðir og reiðleiðir og í Mosfellsbæ. Svo erum við með ótalmörg félög, kóra, tónlistarlíf, tvær opinberar sundlaugar, íþróttahús og þannig mætti margt telja. Hvað eigum við að bæta við? Jú við getum stofnað fleiri félög til að sinna áhugamálum okkar og þörfum.
Við Leirvoginn er t.d. eitt besta fuglaskoðunarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu og hyggjumst við koma þar upp góðu og vönduðu fuglaskoðunarhúsi með vorinu.
Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi segir að gott sé að búa í Kópavogi. Kannski við Mosfellingar getum sagt að hvergi er betra en að búa í Mosfellsbæ enda hefur okkur fjölgað um meira en 250% á undanförnum 30 árum og segir það sitt!
Mosfellsbæ er stýrt af mjög hæfu, víðsýnu og velmenntuðu fólki sem vill að hjá okkur vaxi menning milli lágra fella og þar sem öllum líði vel, stutt frá fjalli og fjöru.
Með bestu kveðjum
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2008 kl. 21:03
Það eru eingöngu 2 sundlaugar í Mosfellsbæ og það var í fréttum og það er ekki langt síðan að kona í Mosfellsbæ sem borgaði af sínu húsi og annan kostnað og henni var svo sagt upp húsinu og henni var gert rýma húsið sitt, hún hugsar örugglega að það sé ekki gott að búa í Mosfellsbæ
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 05:24
Þegar ég bjó í Mosfellsbænum hét það nú Mosfellssveit og þar var mjög gott að búa. EN nú bý ég á Akureyri og vil hvergi annarstaðar búa,Mosfellsbærinn er orðinn svo breyttur að ég er hætt að kannast við mig.kveðja að norðan
Laugheiður Gunnarsdóttir, 16.1.2008 kl. 16:17
Æ, ég veit það ekki. Mér finnst nú Klaustrið ekkert sérstakt, hefur nú alltaf þótt Víkin fegurri. Hef einstöku sinnum sofið á Klaustri og það hafa nú verið hálfgerðar martraðir.
Draumstaðurinn minn er heldur austar.
HP Foss, 16.1.2008 kl. 16:49
Þetta eru mjög vafasöm úrslit -- hefur engin komið til Ísafjarðar ?
Klausturs ? Seyðisfjarðar ? Sauðarkrók ?
Mosfellsbær er bara þorpið sem maður þarf að aka í gegnum til að komast út úr bænum
Halldór Sigurðsson, 16.1.2008 kl. 21:17
Hvernig er með Flatey þar sem auðmenn fá ekki keypt hús þar sem þau eru ekki föl þó þykkur bunki af hlutabréfum í dýrustu fyrirtækjum heims sé í boði!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2008 kl. 11:56
heyrðu kalli minn, þú nefnir ekki einu sinni víkina í Mýrdalnum !!! þannig að ég kaus ekert
BlessYou
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.