Einlægni í söng og texta

Gylfi12Ein af mínum fyrstu bloggfærslum var um Gylfa Ægisson og í kvöld horfði ég á viðtalsþátt við hann á Stöð 2 með Jóni Ársæls. Ég var löngu orðinn aðdáandi Gylfa áður en ég kynntist honum persónulega, í dag erum við mátar og spjöllum reglulega saman, það er gaman að þekkja Gylfa Ægisson og  upplifa manngæskuna sem hann hefur að bera.

Hér kemur ein af mínum fyrstu bloggfærslum.

Það er eitthvað í fari Gylfa Ægissonar tónlistarmanns sem hefur höfðað til mín allt frá barnæsku. Ég held að það sé einlægnin í lögum hans og textum, samt veit ég ekkert hvað veldur. "Það er ekki hægt að fela neitt í tónlistinni" sagði einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum, Sting, "það kemst alltaf upp".

Þetta eru orð að sönnu. Tónlistin er galdur eins og öll önnur list og það ber að virða hana þrátt fyrir að hún verði vinsæl á þorrablótum, árshátíðum eða í óskalögum sjúklinga. Lög Gylfa Ægis njóta mörg hver og hafa notið óhemju vinsælda við slík tækifæri og það er gott en þau eru líka falleg og einlæg. Þess vegna ber þeim að fá þá virðingu sem þau eiga skilið. Ég setti af tilefninu nokkur lög frá Gylfa á fóninn hér til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þetta er einmitt rétta lýsingin á tónlist Gylfa. Einlæg. Hann gefur líka sjálfur út sína tónlist og selur hana beint. Það var alltaf mikil ánægja að kaupa diska af Gylfa fyrir búðina sem ég vann í hér einu sinni því bæði persónan Gylfi og tónlistin hans var og er svo einlæg. Ég spila oft plöturnar hans og hef gaman af :-)

Kristján Kristjánsson, 14.1.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gylfi gefur tón, sem allir þekkja í sér, hann höfðar til alra þó ekki allir viðurkeni það. en það er ég viss um, hann syngur út frá tilfinningum sem við öll höfum, hvort sem við viljum það eða ekki.

BlessiÞig kæri kalli minn

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 06:59

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þegar ég hugsa Ísland, þá er Gylfi hluti af þeirri hugsun.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2008 kl. 07:56

4 identicon

Gylfi Ægisson er gull af manni,og stórlega vanmetinn listamaður og

ætti að vera til á hverju heimili,heildarútgáfa.

RJ

Rúnar Júlíusson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband