Var eitt frægasta jólalag heims samið í Mosfellsbæ? Að ári liðnu

Á stríðsárunum voru fjölmargir hermenn, bandarískir og breskir með sínar bækistöðvar í Mosfellsbæ. Enn í dag má sjá merki þess t.d. á Ásunum við Þingvallaafleggjara en þar eru enn rústir af gömlu sjúkrahúsi. Margar sögur hafa verið skrifaðar af hjúkrunarkonu sem starfaði þar og talið er að sé þar en á sveimi.  

Á Brúarlandi hjá ömmu Kristínu og afa Lárusi var einnig fjöldi hermanna með sitt athvarf og hefur mamma sagt mér margar skemmtilegar sögur frá þeim tíma. Þá var mamma lítil stelpa, hún er næst yngst í stórum systkinahópi. Brúarland er eitt fallegasta hús okkar Mosfellinga og frá þessu gamla skólahúsi eiga margir Mosfellingar góðar minningar.

Nú ári eftir að ég skrifaði þessa færslu mína er þetta gamla fallega hús að fá sitt gamla hlutverk aftur. 

Nýlega sagði góður vinur minn mér skemmtilega sögu, hafða eftir föður sínum, að einn af þeim hermönnum sem hafi verið í Mosfellsbæ á þessum tíma hafi verið Lee Roy Anderson. Lee Anderson samdi skömmu síðar eitt frægasta og fallegasta jólalag allra tíma sem ég læt hér fylgja með í stórkostlegum flutningi Ellu Fitzgerald. Njótið vel.

Brúó Sigurður

Þessi mynd af gamla Brúarlandi er fengin frá þeim mæta manni, Sigurði Hreiðari. Hann á stórt og mikið safn ljósmynda.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)

Hér má svo sjá loftmyndir af svæðinu þar sem umræddur spítali var:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/311619/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 07:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott útsetning, ég hef ekki heyrt þessa fyrr, var þetta hollenska ég meina stafirnir í myndbandinu ? Ella er ein af mínum uppáhalds, takk fyrir þetta.

Í sambandi við lagið, jamm af hverju skyldi Lee Roy ekki hafa samið þetta einmitt í Mosó.  Alveg eins og einhversstaðar annarsstaðar.  Allavega er hann að hugsa um snjó og sleða

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.

Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.

Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?

Þú ert barn Guðs.

Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.

Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:38

4 identicon

Jóla og nýársóskir frá kaupstað norðurlands. Bestu gamárskvöldsminningar tengjast ferð á sleða í Mosó og söngur Ólafs á Mosfelli.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 15:11

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól og hafðu það sem allra best og þið öll  Santa's Cookies 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 21:18

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Þetta lag var Öugglega EKKI samið í Mosfellsbæ.
Því á þeim tíma var Mosfellsbær ,bara lítil sveit.

Halldór Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 21:20

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Flott lag í frábærum flutningi, eins og Ellu er von og vísa.

Gaman að þessu, þakka þér fyrir og gleðileg jól!

(Samhyggð, farðu að koma þér heim af Select!) 

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.12.2007 kl. 23:01

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:29

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hjartanlega sammála Halldóri Sigurðssyni (nei, við erum ekki skyldir) -- það er óhugsandi að þetta lag eða nokkuð annað lag fyrir 1987 hafi verið samið í Mosfellsbæ.

Ég er löngu búinn að lofa því að ef presturinn (hver sem hann verður) vogar sér að segja að ég hafi verið fæddur í Mosfellsbæ ætla ég að banka af öllu afli í kistulokið -- innan frá!

Annars: Nýlega er búið að endurútvarpa viðtali við Jón Múla þar sem hann útlistar að Líroj hafi samið þetta lag eftir góða salíbunu ofan af Skólavörðuholti og niður með sundhöllinni í Reykjavík. -- Þetta var endurflutt í einhverjum Vítt og breitt þætti í vikunni -- kannski á þriðjudaginn?

Góð kveðja -- og gleðileg jól!

Sigurður Hreiðar, 23.12.2007 kl. 14:04

10 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Gleðileg Jól.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:16

11 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru bloggvinir, takk fyrir góðar kveðjur.

Halldór og Sigurður, auðvitað átti þetta að vera Mosfellssveit.

Mér er sagt að Leroy hafi oft verið með annan fótinn í Mosfellsbæ og þá gjarnan spilað í oficeraklúbbnum við Brúarland.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.12.2007 kl. 17:30

12 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jólakveðjur úr Flóanum!

 Frosty 

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.12.2007 kl. 18:12

13 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Var í skötuveislu í dag í Mosfellsbæ - setti inn myndir hjá mér af því - og
Gleðileg Jól

Halldór Sigurðsson, 23.12.2007 kl. 23:35

14 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðileg jól.

Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:23

15 identicon

Innlit til að kasta jólakveðju á góðan bloggvin. Óska þér gleði og gæfuríkra jóla

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 12:25

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.  Takk fyrir það gamla Kalli minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 12:58

17 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Elsku Kalli minn gleðileg jól og bestu kveðjur til ykkar Línu og krakkanna.

Takk fyrir allt gamalt og gott félagi, sjáumst kát og eldhress á nýja árinu.

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.12.2007 kl. 16:31

18 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

hó  hó

Pálmi Gunnarsson, 25.12.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband