Skatan í Hlégarði

Hljómurinn skemmtir fyrir VGEftir annasaman dag í jólaundirbúningi sem gekk vel er hugurinn nú kominn að ilmandi skötunni.

Mosfellingar hafa um árabil fylgt liði í skötuna hans Vignis í gamla félagsheimilið okkar Hlégarð og notið þar sannkallaðrar stórveislu.

Á boðstólnum eru allrahanda fiskréttir þannig að þeir sem kunna ekki að meta skötuna geta verið óhræddir að koma í stemninguna og njóta hennar ásamt skötusjúklingunum.

Hjá okkur Mosfellingum er líka flutt lifandi tónlist fyrir matargesti og mun okkar vinsæli dúett Hljómur taka nokkur lög í Hlégarði. Hinn dúettinn Hvirfilbylur er vant við látin að þessu sinni. Myndin er af Hljómnum þegar hann skemmti fyrir VG í Mosó.

Talandi um skötu og pestina sem fylgir suðu á henni þá langar mig að segja ykkur frá því að ég keypti einu sinni umdeildustu ryksugu á Íslandi Rainbow, hún er ekki bara galdratæki í ryksugun heldur er hún einnig sannkallað galdratæki í skötupestarhreinsun. Rainbow er hverrar krónu virði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband